Showing posts with label Allt og ekkert. Show all posts
Showing posts with label Allt og ekkert. Show all posts

Monday, September 18, 2017

Uppgötvanir/Discoveries

Ég hef verið töluvert á ferðinni í sumar og hef þá tekið ljósmyndir á ferð út um bílrúðuna(þegar eiginmaðurinn keyrir sko)horft ofan í svörðinn á gönguferðum í náttúrunni, horft á grænu litina í grasinu og reynt að skrásetja þá í kollinum, en líka á pappír. Það er ótal margt er að sjá í náttúrunni, litir, sólarlag, veður, áferð, ljós, skuggar og ýmsar leiðir til að koma því til skila og skapa sjálfstæð verk innblásin af náttúrunni.
Hér eru það sjóndeildarhringurinn/
The Horizon
Sjóndeildarhringurinn er tilkomumikill/
The Horizon is powerful 
I have been on the road this summer and have photographed out of the car window, various scenes(when my husband is driving of course). I have also on my walks looked down to different forms of nature, tried to capture the green colours on paper but also in my mind. There are various ways to see nature and what is it that we focus on? Colours, sunsets, light, shadow, weather, different textures and structures in nature open up your creative mind to get it down on independent work inspired by what you see and feel.  
Horft niður, formin í steinunum eru mismunandi/
Looking down, enjoying every shape on the rocks.
Að liggja í grasinu og horfa upp í himininn/
Laying in the grass looking up to the sky

Listamenn og listaverk geta opnað manni sýn á náttúruna og jafnvel bent á það sem við sjáum ekki í fljótu bragði, eða það sem ljósmyndin fangar ekki. Litir og áferð skipta máli í uppbyggingu mynda en einnig þínar eigin athuganir á náttúrunni og það sem þú skráir er líka mikilvægt því það er þín persónulega sýn.

Hér er leitast við að skrásetja litina í náttúrunni og koma þeim á pappír.
Mismunandi grænir litir í grasinu, bláir litir himinsins./
Getting the colors in nature on the paper with oil colors.
Various greens and blues mixed with white.
Artists and artwork can open up new view on nature and even point out what you don't see or the photograph doesn't capture. Your own discoveries on nature are also important since it is then personal and has a meaning.
Texti sóttur í sýninguna "Lykilverk Kjarvals" á Kjarvalsstöðum.
Þar má sjá mörg stórfengleg verk meistarans sem hættir aldrei að koma manni á óvart./
Text from an exhibition of Kjarvals work, our great painter that used to go out in nature to paint.   
Kjarvalsstaðir er með frábærar sýningar um þessa dagana, Lykilverk Kjarvals og stór sýning með verkum Louisu Matthíasdóttur. Það er gaman að bera þessa tvo listamenn saman, Kjarval sem bjó á Íslandi og vann myrkranna á milli við að skapa listaverk úti í náttúrunni en líka inni á vinnustofunni, og svo Louisa Matthíasdóttir sem bjó næstum allt sitt fullorðinslíf í New York fjarri Íslandi, en með hreinum litum og þunnri áferð náði hún að fanga náttúrustemmingu sem gæti virst einföld en í þeim einfaldleika felst einmitt snilldin. 
Eitt verka Louisu Matthíasdóttur/
Louisa Matthíasdóttir's painting
Það eru ýmsar leiðir til að uppgötva eitthvað nýtt þegar kemur að sköpun. Maður fer á nýja staði, maður velur aðra liti, önnur áhöld eða maður skoðar einhvern listamann til hlítar. Svo sækir maður sér kannski nýjar þekkingu, fer á námskeið eða horfir á myndbönd/There are different ways to discover something new when it comes to creativity in art. New places, different colors and various tools can change your way of working. An artist that you look into can also be helpful in terms of new discoveries. A new technique, a course or workshop and videos/films that you look into can also make a difference. 
Allir heimsins litir/Color Range
Ýmis tól og tæki/Different tools
Ég sótti afar skemmtilegt, gefandi námskeið að Bæ í Skagafirði í síðustu viku ásamt þátttakendum frá ýmsum heimhornum og auðvitað frá Íslandi líka. Umhverfið í Skagafirði er ákaflega tilkomumikið, aðstaðan alveg frábær og kennarinn Janice Mason Stevens lagði inn mörg gullkornin sem maður á eftir að vinna úr. Hér má sjá blogsíðuna hennar: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ Það var ákaflega hressandi að vera nemandi, þurfa að hlíta fyrirmælum og gera verkefni. Maður fer út fyrir þægindarammann og þetta frískar upp á heilann. Hlakka til að fara á vinnustofuna og halda áfram þar sem frá var horfið. Hlakka líka til að hitta nýjan hóp á námskeiði í Hvítahúsi um næstu helgi þar sem við ætlum að fara "undir yfirborðið" með ýmsum leiðum. 
Atlantshafið/Atlantic ocean
I took a great workshop at Bær in Skagafjörður with Janice Mason Stevens. You can look at her blog here: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ It was very refreshing to be a student and have to do assignments, you go out of your comfort zone and it freshens up your brain. Look forward to go to the studio and keep on. I also look forward to meet new group at a workshop in Hvitahus Snæfellsnes where we will go "under the surface" with different methods.
Skagafjörður



Tuesday, August 1, 2017

Sumarsýningar

Það er gaman að skoða myndlist og myndlisarsýningar á sumrin. Um þessar mundir eru óvenju margar sýningar í gangi á höfuborgarsvæðinu sem áhugavert er að skoða í samhengi við hver aðra. Náttúra, landslag og náttúruskoðun er brunnur sem hægt er að sækja innblástur til og kemur við sögu á þeim sýningum sem ég vil hér draga fram/ Several interesting exhibitions have been and some are still up or just opened in Reykjavík this summer.
Fjallið Hekla á sumarnóttu fyrir stuttu/
Mountain Hekla a summernights dream
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur Bleikur sandur  í Gallerí Gróttu https://www.facebook.com/GalleriGrotta sem ég sá í júní sl. byggir á upplifun hennar á náttúru og landslagi í nágrenni sumarhúss hennar þar sem hún er með vinnustofu, en hún sýnir málverk unnin á undanförnum tveimur árum. Þessar myndir eru teknar af Facebooksíðu hennar og sýna verkin sjálf, umhverfið sem þau eru sprottin úr og texta sem fylgdi með og segir það sem segja þarf. Sýningunni lauk 16. júní. / I saw Aðalheiður Valgeirsdóttir's paintings in her exhibition Bleikur sandur/Pink sand Gallery Grótta in Seltjarnarnes earlier this summer. She has a studio on the country side in Southern part of Iceland and it influences her work. Wonderful colors and powerful work.
Málverk Aðalheiðar/Some of Aðalheiður's paintings

Ljómynd úr sveitinni/A photograph of her studio

Texti sem fylgir sýningunni/
A text about her work that adresses the way nature and this place has on her work
Í Nesstofu, lækningaminjasafni Seltjarnarness má sjá sýninguna LIST officinalis samsýningu 8 listamanna, en sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sem eru í samtali við urtagarðinn í Nesi. Verkin eru ólík, en það má glögglega sjá hvaðan innblásturinn kemur og verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eru þar ekki undanskilin með marglitu blómahafi. En ég get mér þess til að vera hennar og ferðamennska á fjöllum og úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á úrvinnslu og val á myndefni. Málverk Eggerts Péturssonar innblásið af verki Muggs Sjöundi dagur í Paradís er áhrifamikið þó það sé ekki stórt. Blóm, lækningajurtir og fallegt umhverfi Nesstofu er heillandi. Sýningin er opin í allt sumar. Myndir eru teknar af facbooksíðu Rósu./ An exhibtion at Nesstofa LIST officinalis a group show in connection with the herb garden at Nesstofa.
Boðskort sýningarinnar LIST offiicinalis/Invite

Blómaverk Rósu Sigrúnar í vinnslu/
Rósa Sigrún's work in the making

Blómaverk Rósu Sigrúnar á vegg/On the wall
Í Náttúrusafni Kópavog  http://www.natkop.is/  er Guðbjörg Lind Jónsdóttir með sýninguna Fyrirbæri og hefur þar samtal lista og vísinda. Ég er ekki búin að sjá sýninguna en hlakka sannarlega til að skoða hana/ In Kopavogur Natural History Museum yoou can see Guðbjörg Lind artwork. A wonderful artist and painter in conversation with science this time.
Grein úr Morgunblaðinu 
Verk Guðbjargar Lindar af sýningunni Fyrirbæri


Það eru fleiri sýningar í höfuðborginni og úti á landi sem ég vonast til að sjá svo sem stór yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. Í Grafíksalnum sýnir Björg Örvar-Haltu á mér hita og opnaði um síðustu helgi sem ég hlakka mikið til að sjá auk samsýningarinnar A17 í Listasafni Reykjanesshttp://listasafn.reykjanesbaer.is/a17-3  þar sem teflt er saman hópi abstraktlistamanna af yngri kynslóðinni sem ég hlakka til að sjá. / There are several other interesting exhibitions that I can't wait to see. But I can also easily just enjoy life in icelandic nature during those summer months.









Saturday, November 21, 2015

"Shaken, not stirred"

Þarna er ég með "Manhattan" á Manhattan fyrir stuttu.
Já....maður verður að vita hvað maður vill!! Það veit James Bond allavega og fær sér alltaf Martini Dry. Ég er að reyna að gera þessa litlu bloggsíðu áhugaverðari og "nær mér" svo hún sýni og gefi betri mynd af því sem ég er að gera í dag. Það er mikil yfirlega og allir segja mér að ég eigi að prófa aðra gerð af bloggi, þetta sé gamaldags viðmót og ég get í sjálfu sér tekið undir það. En tæknin er ekki alltaf með mér í  liði og ég vil frekar gera það sem ég ræð við en ekki. Ég veit líka ekkert hvort nokkur skoðar það sem ég set hér inn, en þetta er líka bara fyrir mig, svona einskonar starfsmaður í þjálfun. Með Facebook, Instagram og fleiri miðlum þarf ég líka að hugsa um hvað ég vil setja hér á þessa síðu. Hvað liggur mér á hjarta, hverju vil ég segja frá? Hvað vil ég sýna!!? Svo þetta er byrjun á einhverju.....og ég ætla að setja meira hér inn...á morgun? Svo væri ekki verra ef ég fengi einhver viðbrögð. 

Hér er smá innsýn í "heiminn minn" (hugkort), undirbúningur að fyrirlestri um ferilinn.


Sunday, September 21, 2014

Borgir - New York í september V

Það er gjarnan talað um að New York sé Mekka myndlistar, enginn er listamaður með listamönnum nema hafa meikað það þar, og með því að fletta í gegnum listasíður á netinu mætti sannarlega ætla að svo sé.

Ég hef komið til New York nokkrum sinnum við ýmis tilefni. Aldrei hef ég þó alveg fundið "gallerí-æðina" góðu, sem svo margir hrósa og tala um. Ég hef leitað og spurt, en einhverra hluta vegna finnst mér ég aldrei ná að finna það sem máli skiptir eða snertir mig á einhvern hátt.
Aðkoma að galleríi í Chelsea
Ég tók einn dag sérstaklega í Chelsea hverfið 23, 24 og 25 stræti og þar í kring. Iðulega voru galleríin í stórum byggingum og merki niðri með nöfnum þeirra, lyftan upp frekar óþægileg og  maður þurfti að fara upp ýmsa ranghala. Svo voru þau yfirleitt tóm(ef þau voru aðgengileg) með myndum á veggjunum og upplýsingum á borði. Þar var enginn sem bauð góðan daginn eða var sjáanlegur að neinu leyti. Verkin sem ég sá á þessari galleríferð minni voru ekkert sérstök en kannski var ég bara eitthvað fúl og "lost". Amk. ætla ég ekki að gefast upp og í næstu ferð ætla ég að "taka þetta".

Wednesday, April 10, 2013

Ískalda íslenska vorið

Manet Edouard In the winter garden Sun
Eduard Manet(1832-1883) - Vetrargarður
Það er nokkuð napurt úti um þessar mundir þó birtan sé um það bil að ná yfirhöndinni.  Einhverra hluta vegna eru grænir litir áberandi á litapalettunni og gróður, mosi, laufblöð og plöntur þrengja sér inn í myndefnið. Ég sá þessa mynd Manets nýverið í Berlín og var algerlega heilluð. Þetta er mjög stór mynd og þessi litla ljómynd gefur engan veginn til kynna áhrifin sem hún býr yfir. En hugrenningarnar sem fylgja nafninu eru áhugaverðar. Afhverju er þetta Vetrargarður? Hvaðan koma þessar plöntur. Hvar er parið? Hvernig er sambandið á milli þeirra? Hvernig manneskja er konan? Það er svolítið ringlað andrúmsloftið í kringum hana og litirnir og litanotkunin gefa það líka til kynna. En maðurinn? Er hann ekki dreginn mun skarpari dráttum, svartur litur öryggis og staðfestu. Gróðurinn er líka áhugaverður, hjá konunni mjúkar bleikar nellikur en hjá manninum pálmi í einum lit.
Rabarbari er oft fyrsti vorboðinn...
Tími til að stúdera plöntur og skoða bækur og láta fara vel um sig.

Saturday, February 4, 2012

Málaraárið 2012

Það er komið nýtt ár 2012. Vonandi verður það gleðilegt og gefandi myndlistarár og satt best að segja lofar það sérstaklega góðu. Spennandi sýningar á sýningarstöðum borgarinnar framundan og í gangi, sem ég mun kannski tæpa á hér á næstunni og Safnanótt 10. febrúar þar sem mikið verður um dýrðir. Sjálf fer ég í Menningarreisu til Stokkhólms um miðjan mánuðinn með fríðu föruneyti kennara við Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og býst við að sjá heilmargt skemmtilegt sem ég mun líka deila hér á síðunni. Í kvöld sá ég myndina eða Listamaðurinn sem er frönsk þögul verðlaunamynd, svart hvít. Frábærlega leikin og tökurnar hreinn unaður. Fékk mig til að hugsa um það hvað listin er stundum hverful, eitt vinsælt í dag, annað á morgun. Kvikmyndaformið er mjög gefandi og eiginlega sér heimur út af fyrir sig sem kom mjög vel fram í þessari mynd. Það á svo greiðan aðgang að manni og þegar sagan er sterk og allt kemur saman eins og áður segir hittir það mann í hjartastað, eða hvað finnst þér?
The Artist

Myndlistin hefur líka þessa eiginleika og það hafa ýmsar tilraunir verið gerðar í gegnum tíðina til að "dramatísera" myndlistina. Í dag kannski með ýmsum gjörningum samanber verk Ragnars Kjartanssonar. En málarar fyrri alda voru líka uppteknir af því að færa eitthvað á svið og gengu sumir langt í því. John Martin, listamaður sem var uppi um 1800 er stundum sagður vera faðir kvikmyndarinnar og gríðarstór málverk hans af stórbrotnu landslagi, einskonar heimsendamálverk og hafa verið áhrifamikil á sínum tíma og voru lýst upp af gaslampa í tónleikasölum og leikhúsum. Hér eru tvö dæmi um stórbrotin verk hans sem hann sýndi 1812. Hann var sjálflærður og hefur verið miklum hæfileikum gæddur eins og sjá má. Þetta eru mjög stórar myndir.
John Martin

John Martin
Um sýningu John Martin í Tate gallery
Um þessar mundir er sýning á Kjarvlasstöðum með verkum Karenar Agnethe Þórarinsson sem gift var málaranum Sveini Þórarinssyni en hún fylgdi honum heim frá Danmörku og unnu þau bæði að myndlist sinni þó hún héldi ekki fyrstu einkasýningu sína hér fyrr en 1982. Í Bretlandi bjuggu á síðustu öld hjónin Ben Nicholson og eiginkona hans Barbara Hepworth. Njög ólíkir listamenn, en þó má finna ákveðna samsvörun í verkum þeirra. Þau bjuggu í St. Ives í Suður Englandi við sjóinn og má nærri geta hvað umhverfið hefur haft djúpstæð áhrif á verk þeirra. Þar er nú eitt Tate söfnunum og vona ég að maður eigi einhverntímann eftir að skoða það og fara á þessar slóðir.Þessi hvíttuðu verk Nicholson finnst mér afar heillandi og það er einnig áhugavert hvernig hann teiknar formin inn og notar blýjantinn.

Ben Nicholson

Ben Nicohlson
Eiginkona hans vann skúlptúra sem hafa líka þessa hvíttuðu áferð. Mér fiinnst þessi verk hafa þau áhrif á mig að mig langar að taka fram sandpappír og pússa hvítmálaða tréplötu.
Barbara Hepworth

Sunday, September 19, 2010

Ljóta húfan.....halló halló, er einhver að fylgjast með?

Ég er búin að vera með þess síðu í dálítinn tíma og hef líklega fengið um það bil 10 comment á það sem ég er að gera, einhverjir hafa sagt við mig að þeir hafi séð síðuna og aðrir hafa tjáð sig við mig en ég sakna þess að fá ekki meiri viðbrögð. Svo nú bið ég þig lesandi góður að setja eitthvað gáfulegt í comment...þó ekki væri annað en .....jaá ....ég les þetta stundum...eða asnaleg húfa....

Sunday, March 14, 2010

Bókasýning


Bók er góð.
Hún er blaðsíður og stafir og setningar og myndir. Hún er þykk og hún er þunn, hún er úr góðum pappír eða vondum, glans eða möttum. Hún er stór eða lítil, ferköntuð aflöng.....

Á bókasýningu í Norræna húsinu eru til sýnis allskyns bækur. Það víkkar sannarlega út sjóndeildarhringinn að sjá hversu margir möguleikar eru með því að taka hugtak eins og bók og búa til úr því sýningu. Bókin vex og stækkar og þykknar og blæs út og belgist.....

Ég elska bækur fyrir það sem þær eru, sagan sem þær bera með sér, tíminn sem þær fela í sér. Þetta er bókahillan með öllum ástarsögunum sem ég las þegar ég var unglingur. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða áhrif bækur hafa haft á líf mitt. Einhver myndi segja að þetta væru ekki merkilegar bækur. En kannski eru það einmitt ómerkilegu hlutirnir sem hafa mest áhrif í lífinu.

Monday, March 8, 2010

Hreyfanleiki í listum


Las góða grein " Social life of Art" sem kemur inn á það hve margt í sambandi við listir er breytingum háð. 

Greinin fékk mig m.a. til að velta því fyrir mér:

Hver horfir td á málverkið?
Í hvaða samhengi er það?
Er það í galleríi, heima hjá einhverjum, fær það góða birtu?
Í hvaða samhengi er sá sem horfir á það? Er það listfræðingur, listamaður, gamall maður, sálfræðingur, ung stúlka?

Það má líka velta fyrir sér sögunni í þessu samhengi, hver segir söguna og hvernig lifir hún. Hvernig verður  einmitt í þessu samhengi litið á mig og mína list í sögunni? Hvernig verða verkin mín túlkuð og hver erfir þau? Skiptir máli hvað er að gerast í mínu lífi 2010 og hefur það áhrif á það hvað ég mála og hvað ég geri?

Hvernig mun sagan líta á Feneyjardvöl Ragnars Kjartanssonar?

Sjálf tók ég þátt í samsýningu í Hafnarborg 2007 sem hét 50 Hafnfirskir listamenn. Ég sýndi eina mynd frekar stóra málaða á tré og hét "Ganga". Það var mikið landslag í henni og ferðalangur sem hélt á fiski við dálitla tjörn. Þetta var fyrsta verkið sem ég málaði á nýju vinnustofunni í Fornubúðum. Ég heyrði af tveimur konum sem skoðuðu myndina og sögðu: Vá hvað þetta væri flott landslag ef það væru ekki þessir kallar þarna. Já............Hvernig mun sagan fara með þátttöku mína í þeirri sýningu? Hvaða stöðu munu " þessir karlar" hafa eftir kannski 50 ár?

Thursday, February 18, 2010

Tími og tónlist

Dagarnir eru svo kúfullir að það eru farnir að renna taumar niður. Í morgun keyrði ég hollenska andann til Keflavíkur og á leiðinni heim fann ég hvernig ég útvatnaðist og hið hvunndagslega líf tók yfir. Framundan dagur á vinnustofunni í ró og næði, heimsókn um hádegið og svo bara að munda pensla. Það var líka þannig og í lok dags er ég ringluð. Það var annasamt á vinnustofunni í maleríi og mannamótum af ýmsu tagi, allt gott og ég náði að prófa nýja pensla og halda áfram með einhverjar myndir. Spaghetti með reyktum veiðivatnaurriða og chilisósu í kvöldmatinn með kvik-yndinu og mikið rætt um dagana , handritið, framhaldið, vinnuna í sumar og allt sem mann langar í. Sinfónían kom út á mér tárum, Sellókonsert Dvorjak og ótrúlegur leikur Sæunnar Þorsteinsdóttur sem er eins venjuleg að sjá og nafnið gefur til kynna en eins óvenjulega góður sellóleikari og við mátti búast því þetta er ekkert venjulegt stykki og hún er bara 26 ára. Það er eitthvað við sellóleik sem kemur við hjartað á manni og strýkur því rækilega, hittir mann í hjartastað. Mér fannst merkilegt að lesa mér til um að Dvorsjak hefði búið í New York í þrjú ár og verið þar skólastjóri, hann var þjakaður af heimþrá og samdi því þennan konsert sem er eins og þungbúið bæheimst ættjarðarljóð, himinn og þoka og tár veðurbarða bænda sem staupa sig meðan þeir syngja blíðsárt komu upp í hugann en upplifunin í sjálfu sér dýpri en það.

Monday, February 15, 2010

Umsóknir

Ég hef setið meira og minna við í allan dag að gera umsókn um sýningu í ASÍ. Ég ætlaði auðvitað að vera búin að þessu fyrir löngu en ég er bara ekki fljótari en þetta. Um hvað á maður að sækja? Hvaða myndir á maður að senda? Hvaða tíma vill maður? Hver er maður hvað viill maður.....og vill mann einhver!!?Mér finst þetta alltaf eilífur höfuðverkur. En í þetta skiptið er ég með Monicu hollensku mér við hlið sem býr til PDF skjöl og tekur nýjar myndir fyrir mig og sér til þess að þetta skili sér allt með póstinum á réttan stað. Mér finnst samt eins og ég verði aldrei góð í þessu og ég er svo óskipulögð í tölvunni að það er benlínis vandræðalegt. Ég á aldrei réttu myndirnar af réttu myndunum, aldrei rétta formið og kem þessu aldrei almennilega frá mér. Þetta er flókið líf.

Thursday, February 11, 2010

Hollenski andinn

Monica, hollensk vinkona mín er komin í heimsókn. Hún er listamaður sem ég kynntist í Banff 2004 og við höfum haldið sambandinu allar götur síðan. Hún er ljósmyndari en í Kanada var hún að vinna æðislega skúlptúra úr örþunnu postulíni með ljósmyndum. Við sýndum saman í Grafíksalnum 2007 ég teikningar og málverk en hún sýndi ljósmyndir og skúlptúra. Það var svo merkilegt hvað þessi hollenski minimalíski andi skilaði sér inn í sýninguna. Við vinnum ólíkt en þó kannski ekki. Mér finnst hún aga mig og halda mér á jörðinni en hún slakar á. Við höfum í dag og kvöld velt fyrir okkur Íslandi um þessar mundir og hvað sú staða sem uppi er þýði fyrir það. Hún hjálpaði mér að koma mér fyrir á verkstæðinu og raða upp verkum fyrir morgundaginn og lá hvergi á skoðunum sínum sem er ótrúlega gott og hjálpar manni í vinnunni. Henni finnst ég ekki vera góð í að setja verkin mín fram og skilja kjarnann frá hisminu og ég geri mér grein fyrir því hvað það er rétt hjá henni þegar ég horfi á það sem hún valdi í kvöld með mér til að sýna. Einhver fágun og stíll sem skilar sér alla leið og ég hefði ekki valið hefði ég bara verið ein að setja þetta upp. Eins og í Safnasafninu fyrir norðan þar verður maður var við þessa fágun og hversdagslegan en litglaðan stíl. Á borðinu eru nú hvítir postulínsbollar, enginn eins sem hún kom með handa mér frá vinkonu sinni sem sendi mér þá og stór kringlóttur ostur í vaxi. Hann á að vera á borðinu en ekki í ískápnum og svo bara sker maður hann með hníf þegar rétti tíminn kemur.

Saturday, January 9, 2010

Fyrsta bloggið

Jæja, fyrsta bloggið mitt komið af stað, það er ekki svo auðvelt að finna út úr þessu en ég ætla samt að reyna að vera dugleg og setja allt inn sem mér settur í hug og svona það besta.