Tuesday, June 6, 2017

Námskeið Hvíta hús sumar 2017/Workshops Hvíta hús summer 2017

Snæfellsjökull/Horft út um dyrnar í Hvíta húsi
Eins og áður verð ég með einhver námskeið í sumar og að þessu sinni ætla ég að vera með tvö námskeið í Hvíta húsi á Snæfellsnesi en Elva Hreiðarsdóttir vinkona mín hefur nýverið fest kaup á því og ætlar auk hefðbundinnar "listamannadvalar" að bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og sumarið verður vel nýtt. Ég hef áður dvalið í Hvíta húsi og unnið að sýningum og verkum og get fullyrt að þetta er einstakur staður og gaman verður að bjóða upp á námskeið þar. Sjá meira um staðinn hér: http://www.hvitahus.is/


I will have a a few painting courses/workshops this summer at Hvíta hús in Snæfellsnes. It is a spectacular place and I have stayed there a few times as an artist in residence. Elva Hreiðarsdóttir, a good friend of mine and fellow artist recently bought it and now runs it along with her husband Halldór. http://www.hvitahus.is/

Fuglaverkefni(frá námskeiði)

Ýmsar leiðir til að skoða fugla - Mynd frá námskeiði

Í fyrsta skipti ætla ég að prófa að vera með námskeið fyrir unglinga/ungmenni og hlakka til að vinna með fugla og "fönn" þar sem við skoðum ýmsa skrýtna fugla, látum ímyndunaraflið ráða, notum skæra liti og grunnum pappírinn og spreyjum. Spreytum okkur svo á fuglum sem viðfangsefni og áhersla á að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og hafa gaman að, frekar en að nálgast verkin með alvarleika og raunsæi.

I will offer a short course workshop for teenagers/young people at Hvíta hús called "Birds & fun". We will work with bright colors on big sheets of paper working with acrylics and paint spray. Looking at birds but also having fun and let the imagination take over. 


Hvíta hús – Snæfellsnes
Fuglar og “fönn”
28.-29.6.(miðvikudag og fimmtudag kl. 17-21)
Námskeið í málun fyrir unglinga
Málað á stórar pappírsarkir
Akríllitir, stórir penslar og sprey
Allt efni innifalið.

Þátttakendur:10

-->
Verð: 20.000

Stórfengleg sýn
Koladuft, kol, litaduft, stórir penslar


Undir yfirborðið
er helgarnámskeið/workshop sem haldin verður 22.-24. september og er fyrir lengra komna í málun og þá sem hafa einhverja reynslu af að vinna sjálfstætt. Á námskeiðinu förum við svolítið undir yfirborð hlutanna, skoðum uppbyggingu mynda, grunna, skissuvinnu og hraðskissur með nýjum efnum. Skoðum valda listamenn og verk þeirra/úrvinnslu og ýmislegt ítarefni fylgir námskeiðinu. Sækjum viðfangsefnið úr grenndinni, sjórinn, fjaran, landslagið, sjónadeildarhringurinn. Allt efni er innifalið, en gisting og matur er á eigin kostnað en skipulagt betur þegar nær dregur.
´"Under the surface" - A workshop for advanced painters at Hvíta húsið 22.-24th of September. We work with charcoal, coldwax mediom, acrylic, Ink and Oil paint on wood plate, painting board and paper. Limited painting palette, black, brown, blue and white. With simple methods and iby sketching and working on nteresting mix of material we work with nature and landscape near by.  We look at selected artists and their work. All material is included but accommodation and board is not included though that will be organized with the participants.  


Hvíta hús – Snæfellsnes

-->

Undir yfirborðinu
Námskeið fyrir lengra komna
Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, bleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír.
Litaval takmarkast við svartan, bláan, brúnan og hvítan.

Föstudagur 22.9. kl.17-21
Skissað og skoðað í nánasta umhverfi. Notum hvítt gezzo á “painting board” og skissum með kolum. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).

Laugardagur 23.9. kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.

Sunnudagur 24.9. kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Allt efni, kaffi, te, kaka og ávextir.
Verð: 70.000

Gisting, matur, ferðir og uppihald er sér og á ábyrgð þátttakenda. Staðfestingargjald 10.000 krónur sem greitt er við skráningu. Nánari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425.Monday, May 29, 2017

Hulið landslag/Hidden landscape - Sýning/Exhibition - Gerðuberg

Hulið landslag í Gerðubergi 20.5.-27.8.2017
Einkasýning mín Hulið landslag opnaði í Gerðubergi 20. maí og stendur í allt sumar. Verkin á sýningunni eru að mestu á pappír, skissur, teikningar stórar og smáar, pappírsrúllur, grafíkverk og loks litlir skúlptúrar. Mig langar að vekja tilfinningu fyrir landslagi sem er þér hulið á einhvern hátt, getur verið tilbúningur, landslag sem þú kemst ekki að eða á stað sem þú hefur ekki komið á.
Hulið landslag/Klettar
Hidden landscape/Rocks
I opened my soloshow Hidden landscape at Gerðuberg Cultural centre on May 20th and it will be up for the whole summer. I show a good selection of work on paper, a big drawing, paper scrolls, some sketches and small sculptures. I want to open up a world of hidden landscapes that are somehow not easy to see or get to. They might be under water, on top of mountains, in the skies, or just in my mind, but the result is on the paper. Here are some pics from the preparation for the show.

Hulið landslag/Skissur
Hidden landscape/Sketches
Monday, April 17, 2017

traktorogmálverk#sýning#bjartirdagar2017

Sveitapiltsins draumur...Traktor og málverk
Hér á vinnustofunni er komið farartæki inn á gólf, næstum tilbúið til frumsýningar á Björtum dögum 2017. Farartækið er eldrauður traktor, Massey Ferguson 1972 módel ættaður frá Bjalla í Landsveit, sem Sveinn eiginmaður minn hefur verið að gera upp og setja saman undanfarin 5 ár. Hvert smáatriði er úthugsað, nýir miðar, nýtt sæti, nýsprautað húddið og svo mætti lengi telja.
Bara smá innsýn...meira seinna
For "Bjartir dagar", Hafnarfjörður cultural days on the first day of summer in Iceland, I will have an open studio and show paintings and a special vehicle that my husband has been remaking for the past 5 years. It is 1971 Massey Ferguson. It is bright red and looks amazing. I will put up some paintings to go with it and open the door for whoever comes by. The first day of summer has a special meaning in Iceland and it is great to be able to do something special to celebrate.

sveitalegir litir?
Óhjákvæmilega fer maður í náttúrulega sveitarómantík þegar kemur að því að mála myndir fyrir þennan viðburð. Veit ekki alveg hvaða málverk ég set á endanum upp á vegg í salnum, en svo verð ég líka með málverk til sýnis á efri hæð vinnustofunnar. Já já öllu tjaldað til.

Natura/Náttúra

Natura/Náttúra

Natura/Náttúra
Haven't fully decided what to put up in the gallery downstairs with the Ferguson. But of course nature, colors, dreams.....come to mind and on the canvas. We shall see.


Draumar?/Dream on... 

Landnám/Settler


Biðleikur/Waiting....


Monday, April 3, 2017

Apríldagar...Bjartir dagar...

Alltaf er nú indælt þegar komið er fram í apríl. Vinnustofan er málið þessa dagana og margt sem er á prjónunum. Viðburður er í uppsiglingu á Björtum dögum 19.-23. apríl. Þeir eru eins og svo oft hefur komið fram, menningardagar hér í Hafnarfirði og ég hef alltaf tekið þátt með einhverskonar viðburði. Að þessu sinni í samstarfi við eiginmanninn sem aldrei fyrr, því ég hef "boðið honum" að frumsýna hér uppgerðan traktor, Massey Ferguson 1971 módel, sem tekið hefur allan hans frítíma undanfarin ár, en er nú að verða tilbúinn. Traktorinn kemur frá Bjalla í Landsveit og mun fara þangað aftur í fyllingu tímans en gaman verður að sjá hann hér inni á gólfi eldrauðan og gljáandi.  
Skipulagning "Bjartra daga 2017"
Á veggjum vinnustofunnar ætla ég svo að setja upp litla sýningu með sveitastemmingu sem tónar vel við farartækið og aldrei að vita hvað ratar þar upp, en ég er að vinna að því þessa dagana.
Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Friðarhöfðinginn...annars konar farartæki þarna?

Átthagastemmur hjer og hjer....


Thursday, March 9, 2017

Ferskir straumar - Stokkhólmur

Fyrir framan "Nordens ljus" galleríið
Ég var í Stokkhólmi fyrir stuttu vegna sýningar félagsmanna ÍG í Galleri Nordens Ljus sem er frekar óvenjulegt gallerí og er um borð í bát. Sýningin nefnist"Hrævareldur" og  um 30 félagsmenn taka þátt með fjölbreyttum verkum. Sjálf sýndi ég grafíkverkið: "Black sand..mountain high/Svartur sandur...fjöllin há" sem ég hef sýnt áður, en fannst það einhvernveginn passa inn í þetta, með sterkum andstæðum og íslenskum krafti.
Frá opnun....
Interesting stay in Stockholm in February. I took part and organized(as one of IPA Show Committee) an exhibition "Hrævareldur/St. Elmo's Fire" with about 30 IPA members. The Gallery is in a boat and is artist run, among them Mikael Kihlman. A great opening with fantastic band playing, Leo Lindberg Trio. Also time for a little get-to-gether and fantastic Art Exhibtions in great company. Mikael Kihlman will show his fantastic etchings in Iceland next year. Something to look forward to.


Flott band spilaði fyrir dansi...


Smá yfirlitsmynd....
Auðvitað notar maður tækifærið og styrkir böndin,
lyftir glasi og fagnar lífinu og tilverunni.
Það er "part af programmet".

Sýningarferð á óhemju flott söfn svo sem Fargfabriken en þar voru frábær verk Anna Camner sem er verðlaunahafi Beckerrs verðlaunanna 2017.

Verk hennar voru sett inn í hringlaga svartmálað rými

Málverk Anna Camner eru flest smá í sniðum og raunsæisleg,
minna á Albrecht Dürer en þó veit maður ekki alveg
 hvað það er sem maður er að horfa á.

Annað frábært dæmi um eðalmálverk Anna Camner
 Ógleymanleg er sýning Charlotte Gyldendal í Fotografiska Museum sem var ákaflega sterk og áhrifamikil, hugmyndalega einföld en snilldarlega útfærð og sjá má hér: Fotografiska

Magasin3 var líka alveg frábært safn með ýmislegt góðgæti á boðstólum. Risa blekmyndir Gunnell Wahlstrand sem ég hef aðeins séð í bókum voru þar á sýningu og þvílíkt augnakonfekt. Sýningin stendur fram í júní svo endilega ekki láta hana framhjá þér fara.


Þessi mynd virðist vera einföld tækifærisljósmynd,
en er ein af myndum Gunnell á sýningunni.
Margt fleira var að sjá í Stokkhólmi sem situr í minningunni. Ekki var heldur leiðinlegt fyrir okkur íslensku listamenninga að sjá sýningarnar í fylgd Mikael Kihlman sem er ótrúlega flottur grafíklistamaður og ég hef áður minnst á hér á þessu bloggi. Sýningin í Nordens ljus var að hans undirlagi og nú er í undirbúningi sýning með verkum hans hér á Íslandi.
Mikael Kihlman við verk sín

Að öllu þessu sögðu, er alveg ljóst að maður kemur heim fullur af orku og krafti. Þess sér stað þegar penslarnir eru teknir fram. Nú er bara að sjá hvað gerist næst/Full of energy and art power after a great trip and interesting art in good company.


Nokkrar hraðmyndir

Á grænum grunni...

Á gulum grunni...

Á rauðum grunni...

Tuesday, March 7, 2017

Tiltekt/Cleraance -

Það er nauðsynlegt að rýma svolítið til hjá sér af og til, ekki bara með því að skúra og pússa, heldur líka að henda, skipta út hlutum og setja nýja inn. Ég er í þessum fasa núna hér á vinnustofunni. Það á vel við, enda mikið framundan og gott að hlaða batteríin, en líka vera sýnilegur og við því sumir koma aldrei til mín nema ég bjóði þeim sérstaklega ;) Ég hef því auglýst fastan opnunartíma þessa vikuna(6.-12.3.)og er við frá klukkan 13-16 hið minnsta alla daga. Tilvalið fyrir fólk að kíkja við og hægt að gera góð kaup þessa vikuna því ég er í þannig stuði.
Litir í hrúgu

Óreiða á borðinu 
Time to do a little cleaning and organize the studio for next event. Hafnarfjörður Cultural days(Bjartir dagar) will be from 19.-21. of April.
Loks búið að setja upp myndirnar

Málverkið "...slóð"er frá 2013. 
Stærð: 120x90
Það var á sýningu í Danmörku og víðar 
og hefur verið lengi fyrir augunum á mér. 
Ég vildi gjarnan að það fengi varanlega gistingu á góðum stað.


Málverkið Óvissuför(122x90 - 2017)
hefur verið lengi í vinnslu hjá mér og loksins tilbúið.
Undirtónninn er rauður og ég málaði þunnt yfir
sem gefur því hressandi blæ og margslungið yfirbragð.

Þarna má sjá ýmis verk máluð á undanförnum árum
 sem ég er mjög ánægð með,
enda hef ég notað þau á bolla, kort ofl.
Tilboð á kortum er alltaf vinsælt.
Bollana er eingöngu hægt að fá hjá mér og þeir eru hentugir í tækifærisgjafir.
Á Björtum dögum sem haldnir verða í kringum Sumardaginn fyrsta, 19. apríl ætla ég að bjóða upp á svolítið óvenjulegan viðburð sem ég kalla "Sveitapiltsins draumur" og hlakka ég mikið til að vinna að því. Kannski við hæfi að setja þessa mynd hér með sem gefur örlitla innsýn í það sem er framundan. Meira um það síðar.
"Sveitapiltsins draumur"?
Hver skyldi hann vera?

Rómantísk sýn eða hvað?