Thursday, August 11, 2016

Listaverkakort/Listamál
Bátur fer hjá
Olía á tré
50x50
Ég hef nýverið látið prenta fyrir mig ótrúlega flott listaverkakort af þessum málverkum. Þau fást hjá mér á vinnustofunni og eru á góðu verði, ýmist einfalt kort eða samanbrotið með umslagi. Þegar þú kaupir af mér málverk, þá fylgir kort með. En hér má sjá nýju kortin. Ég á einnig gott úrval fleiri korta.
Samanbrotin kort með umslagi
Spjald einnig með umslagiListamálin byrjuðu í framleiðslu 2013 og alltaf bætist einn og einn bolli í safnið. Þau eru prentuð hjá henni Guðmundu í Merkt sem er til húsa í Faxafeni. Við erum ennþá að prófa okkur áfram með liti og hvað kemur vel út, en það er gaman að þessu. Hér neðst sjáið þið málverkið sem er á einum bollanum. Það sem er gaman er hversu litirnir eru mismunandi og það gefur líka bollunum gildi.
Upphaflegu gerðirnar
Hér má sjá allar gerðirnar sem framleiddar hafa verið hingað til
Staðsetning
Olía á tré

Sunday, August 7, 2016

Wish you were here Mail Art Project - Soffía/Heike

Basel May 2016

Basel opening May 2016

Wish you were here Alex Schweiger did a talk at the opening

Postcards in the making....

Wish you were here
Grafíksalurinn/ IPA Gallery
Hafnarhúsinu hafnramegin - júlí 2015

Postcards in the making...

Heike Liss hangs the show in Reykjavík


Friday, May 6, 2016

SUMARNÁMSKEIÐIN 2016

Skipulag sumarsins er að taka á sig mynd og ég verð með námskeiðsvikur á vinnustofunni í júní en ekki í maí eins og til stóð. Óvænt sýning í Basel setti strik í reikninginn svo það varð minna úr efndum en til stóð. Námskeiðin henta byrjendum og lengra komnum og ég legg upp með góðan anda og sumarstemmingu. 
Góður andi

Gaman að mála

Ögrandi viðfangsefni

Unnið eftir fyrirmynd

Gaman saman

Hressandi litir

Alvöru

Gott rými til að skapa og hugsa
I. 

3 dagar
“Summertime and the living is easy”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

9.6 – fimmtudagur 15-18 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að mála með skærum akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.


10.6. – föstudagur 10-16 Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin. Vinnum af kappi og þykkjum litina og

13.6. – mánudagur 16-18:30 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.


Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. 

Verð:26.000 * hægt að skipta greiðslu.


II.  

2 dagar

“Býflugurnar og blómin”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.


14.6. – þriðjudagur 10-13
Stutt kynning á viðfangsefninu yfir kaffibolla, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að grunna og mála með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Einfalt myndefni og skærir litir.

15.6.- miðvikudagur 10-17
Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin. Notum spaða og stóra pensla og höfum gaman af. Í lokin stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið
með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. 

Verð:20.000 * hægt að skipta greiðslu


III. 

1 dagur
“Hopp og hí”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

18. júní föstudagur 10-18
Byrjum á kaffibolla og skoðum viðfangsefnið. Málum með akríllitum á stóran striga 60x80 með stórum penslum og erum óhrædd við að nota skemmtilega liti. Byrjum á að grunna með “ljótum lit” en hressum hann svo við með geggjuðum skærum litum og höfum gaman af. Tökum okkur gott hádegishlé meðan málningin þornar þar sem við skoðum bækur og spjöllum um lífið og listina yfir kræsingum sem hver og einn leggur á borð með sér. Eftir hádegi förum við í olíuliti og látum gamminn geysa.


Verð: 20.000

Athugið að það er hægt að taka fleiri en eitt námskeið. 
Staðfestingargjald er kr. 5000 og skráning á vinnustofunni, á soffias@vortex.is eða í s:8987425: 

Saturday, April 30, 2016

Video: Franz Kline, In Action

The Modern-Richard Diebenkorn: The Ocean Park Series-September 28, 2011-...

KQED Spark - Wayne Thiebaud

Anna Bjerger: It's All About Process

Per Kirkeby: We build upon ruins

Olav Christopher Jenssen - Enigma

Peter Doig: famous artists 'are quickly forgotten'

Alex Katz - A Dialogue - The Artist's Studio - MOCAtv

TateShots: Alex Katz – Studio Visit
TateShots: Sigmar Polke

SÝNINGAR, NÁMSKEIÐ OG VIÐBURÐIR 2016

Sum ár líða hjá án mikilla stórtíðinda. Þannig er ekki með þetta sýningarár. Það er hlaðið ýmsum viðburðum stundum fleiri en einum í mánuði og ég má hafa mig alla við að kæfa ekki áhangendur mína með fréttum. Sumt geri ég ein og sjálf, annað með öðrum eins og gengur. Í apríl opnaði ég td. tvær sýningar með stuttu millibili, önnur á Dalvík, 2.-24. apríl í Menningarhúsinu Berg, "Draumaheimar Soffíu"og var nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá undanförnum árum. Þetta er mjög flottur salur og gaman að sýna þarna. Dalvík tók hlýlega á móti mér.

23. apríl opnaði ég svo sýningu í Gallerí Fold með spánnýjum verkum á tré sem ég hef unnið að í allt haust og hér má sjá á sýningunni Loft jörð . Hún stendur til 7. maí nk. Í sýningarskrá er m.a. frábær grein eftir Guðrúnar Hólmgeirsdóttur heimspekikennara og samferðakonu mína til margra ára.Hún þekkir vel til verka minna og það er gaman að þessari greiningu hennar. Sérstaklega fannst mér gaman að þeirri pælingu hvað ferðalangar mínir sjá þegar þeir horfa til okkar. Viðtal Margrétar Tryggvadóttur í sömu skrá er líka áhugavert og vil ég við þetta tækifæri benda á að láta skrána ekki framhjá sér fara. 
Undirbúningur fyrir sýninguna "Loft jörð"
Sú breyting hefur orðið undanfarin misseri í Hafnarfirði að mikil fjölgun vinnustofa í grenndinni við mig hefur margfeldisáhrif og ýmsir viðburðir koma upp í hendurnar á mér sem er gaman. Það komu td. hátt í 200 manns á Björtum dögum. Þar voru ný listaverkakort og bollar og nýjar myndir á veggjum en líka mátti kíkja í skúffurnar á efri hæðinni.
Gakktu í bæinn 2016

Mikið úrval til af kortum hjá mér

Nokkrar gerðir af bollum
Sjómannadagshelgin 3-5. júní verður hlaðin skemmtilegheitum við höfnina og ég læt ekki mitt eftir liggja. Ég stend fyrir "Pressudögum" á vinnustofunni og býð öllum að koma laugardaginn 4. júní og þrykkja öldur, fiska og báta af tré á pappír í fínu grafíkpressunni minni og hengja upp á vegg. Plöturnar verð ég búin að útbúa og allir geta valsað lit á og prófað að þrykkja(með aðstoð) í grafíkpressu. Markmiðið er að fylla veggina af þrykkjum og skapa skemmtilega stemmingu á sjómannadaginn. Hugmyndin vakti lukku og ég var ein af mörgum sem fékk menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess arna og nýtist hann aldeilis vel og þakka ég af heilum hug fyrir það. Hér má sjá meira um það:

Frá námskeiði í janúar

Gatan mín...hverfið mitt

Olíulitir

Spaði...

Staður sem er mér kær...

Prófa sig áfram....

Vinnusemi og litlir hópar.

Vinsælu námskeiðin á vinnustofunni verða svo á sínum stað og ég kem þeim svona fyrir milli liða. Næstu námskeið verða núna í maí og að þessu sinni ætla ég að koma okkur í sumarstemmingu og stikkorðin: Summertime..., Býflugurnar og blómin og Hopp og hí kalla fram ýmsar myndir og hugrenningar sem gaman er að festa á striga. 1, 2 og 3 dagar í einu. Hentar byrjendum og lengra komnum og skráning hjá mér á netfangið: soffias@vortex.is Auglýsi þau með stuttum fyrirvara á Facebook síðunni minni. Ertu ekki örugglega áhangandi á:  Soffía vinnustofa? 
Soffía vinnustofa - Fornubúðir 8
Alltaf opið þegar appelsínugula settið er komið út.
Alltaf hægt að mæla sér mót í s:8987425

Sunday, January 10, 2016

Námskeið námskeið námskeið...

Í upphafi árs er tilvalið að skella sér á námskeið. Koma sér af stað og hressa upp á andann. Ég verð með þrjú stutt námskeið í olíumálun á vinnustofunni á næstunni. Þau henta byrjendum og lengra komnum, það er allt innifalið nema striginn og námskeiðin til þess ætluð að koma fólki af stað í málun í skapandi umhverfi, sötra kaffi og hafa gaman. Skráning er gegnum netfangið soffias@vortex.is, en einnig má líta við hjá mér eða hringja í s:8987425. Sökum anna verða þetta einu námskeiðin sem ég stend fyrir á þessu ári á vinnustofunni, þó ekki sé loku fyrir það skotið að einu sumarnámskeiði verði skotið inn.
Hm....blái liturinn fylgir mér nú alltaf svoldið...
 Um námskeiðin:

Inni / úti….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín)
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður
Tímasetningar: 
 I.
     18.1. mánudagur 16-18
19.1. þriðjudagur 16-20
20.1. miðvikudagur 16:30-20:30
26.1. þriðjudagur 16-20

Samtals 14 stundir með kennara
Verð: 25.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.

II.             
28.1. fimmtudagur 16-18
29.1. föstudagur 16-19
30.1. laugardagur 10-16

Samtals 11 stundir með kennara
Verð: 20.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.


III.
1.2. mánudagur 16-18
2.2. þriðjudagur 16-19
5.2. föstudagur 10-16

Samtals 11 stundir með kennara
Verð: 20.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.


Hvað: Námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur(5-7) og notalegt andrúmsloft. Mögulegt að taka fleiri en eitt námskeið og er þá veittur afsláttur.

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

Fyrirkomulag
Í fyrsta tíma er stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Mælt með að skoða sýningar ef tími vinnst til. Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Í upphafi grunnum við og málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Í næsta tíma færum við okkur yfir í olíuliti og notum ýmis íblöndunarefni til að flýta fyrir þurrkun. Í síðustu tveimur tímunum leggjum við síðustu hönd á verkin og að síðustu er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Niðursokknir í vinnu....

Málverkið þarf ekki að vera alveg eins og fyrirmyndin.
Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.
Hvaða mynd á að velja til að mála eftir?

Þarna var nú bleiki liturinn allsráðandi enda hét námskeiðið:
"Á bleikum grunni"

Wednesday, December 30, 2015

2015 - Myndlistarannáll Soffíu í aldanna skaut....
Frá sýningunni Sögustaðir á vinnustofunni Fornubúðum í maí 2015. Sýningin var á báðum hæðum og stóð ég fyrir sýningarspjalli um vinnuferlið, en myndirnar voru undir áhrifum frá Egilssögu. Ég sýndi bæði fullbúin verk og verk í vinnslu.
Myndlistarárið 2015 hefur verið ákaflega fjöbreytt. Þetta er árið sem ég fagnaði fimmtugsafmæli mínu og ég ákvað fyrir löngu að ég myndi ekki gera það með stórri einkasýningu eða slá hátíðahöldum saman, enda sé ég ekki hvernig ég hefði átt að koma því fyrir svo vel hefði farið. Ég lít enda svo á að ég sé í stöðugri þróun sem myndlistarmaður og þegar ég lít yfir árið sé ég að það er að mörgu leyti dæmigert fyrir mitt myndlistarlíf. Litlar einkasýningar og þátttaka í stærri/smærri samsýningum, opin vinnustofa með sýningarspjalli, námskeiðshald, vinnustofudvöl í New York og víðar, samstarf með fleiri listamönnum og þannig mætti lengi telja.

Brottför/Exitus 2015
Olía og vax á tréplötu
Janúar: Sýningarárið hófst 6. janúar 2015 með einkasýningunni "Exitus/Brottför" í SÍM húsinu, Hafnarstræti.  Þetta var þriðji og síðasti hluti sýningarraðarinnar Kleine Welt eða “Smáheimur” sem varð  til á ákveðnum stað í afmarkaðan tíma, í vinnustofudvöl í Lukas Künstlerhaus í Ahrenshoop í Þýskalandi 2012. Þróun hugmynda gerist oft á löngum tíma en það er áhugavert hvað gerist þegar áhrif umhverfis/staða blandast saman við það sem maður leggur upp með og það sem bætist svo við þegar heim er komið og haldið er áfram. Þessi sýning var eins konar niðurlag vinnuferlisins þar sem sum verkanna öðlast nýja skírskotun í öðru samhengi, önnur hafa orðið til  á leiðinni. Jafnframt er sýningin einskonar brottför og þá upphaf að nýjum áföngum.

Vinnuaðstaða í Hvíta húsinu utan við Hellisand.
Febrúar: Vinnustofudvöl í Hvíta húsinu utan við Hellisand ásamt Elvu Hreiðarsdóttur var gefandi og upptaktur að samsýningu okkar ásamt Phyllis Ewen í Listasafni Reykjaness.

Apríl/Maí:  
Það var gaman að taka fram grafíklitina og ég hef verið iðin af og til á árinu að taka þátt í sýningum. Ég er komin með grafíkpressu á vinnustofuna og fékk "grafíkfrosk" í afmælisgjöf og er ekkert að vanbúnaði. EIns og ég hef sagt áður finnst mér það alltaf gefandi að vinna í grafik inn á milli. Litaval, efnismeðferð ofl. hefur þar áhrif.
Lokkur 2015
Trérista
 Samstarfsverkefni með Berglindi Maríu Tómasdóttur á Listahátíð 2015Skemmtilegt verkefni kom upp í hendurnar á mér á vordögum. Myndgerð "Lokks" í tengslum við frumflutning/sýningu á hljóðfærinu og tónlist sem samin var sérstaklega fyrir það og flutt af Berglindi Maríu Tómasdóttur í Árbæjarsafninu í maí 2015.  


Sýningin Sögusvið á vinnustofunni og innsýn í vinnuferlið var góður endir á ári mínu sem Bæjarlistamaður Garðabæjar. Fyrirlestur um ferilinn í Gróskusalnum í Garðabæ var undanfari sýningarinnar og öllum garðbæingum boðið á opna vinnustofu. Málverk fyrir bæinn eru í vinnslu og munu verða sýnd á góðum stað í fyllingu tímans. Það var ákaflega ánægjulegt að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá þennan titil í hendurnar. Júní: Námskeiðshald: Það er alltaf gaman að standa fyrir þessum vinsælu sumarnámskeiðunum. Einhver einstök stemming myndast við höfnina á þessum tíma og myndirnar þorna í rólegheitum í sólinni meðan spjallað er á efri hæðinni. Stutt helgarnámskeið og lengra massíft námskeið með áherslu á sjóndeildarhringinn var skemmtilegt og skapandi.
Hress hópur á námskeiði með kennara sínum.


Júlí - Wish you were here - Postcard project - Heike Liss/Soffía Sæmundsdóttir
Frá janúar á þessu ári höfum við stöllur sent hvor annarri póstkort, þar sem við vinnum með landslag og sendum hvor annarri. Þetta er verkefni sem mun halda áfram en við sýndum afraksturinn í Grafíksalnum á örsýningu í júlí og það var skemmtilegt og öðruvísi. 

Wish you were here is a mail-art project by Icelandic painter Soffia Saemundsdottir and German multi-media artist Heike Liss. Since January 2015 Saemundsdottir and Liss, who met while studying in California, have been making and sending postcards that explore their perceptions of landscape. For the duration of the exhibition the two artists will not only show the cards that they have already produced but  also set up a makeshift studio at the IPA Gallery in Reykjavik to continue to work on this open-ended venture.
Boðskort/Invitation
Verk okkar blönduðust saman og voru hengd upp eftir því hvenær þau voru gerð.
Settum upp vinnustöð og sáatum við þessa helgi.
Gullkistan 20 ár - Listasafn Árnesinga 
Gaman var að eiga verk á þessari sýningu sem opnaði 10. júlí í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Gullkistan er merkilegt fyrirbæri, listavinnustofur á Laugavatni(Artist Residency)sem er stýrt af Kristveigu Halldórsdóttur og Öldu Sigurðardóttur af miklum metnaði. Ég hef tekið þátt í sýningum hjá þeim 1995 og 2005, en sýningarstjóri á þessari sýningu var Ben Valentino. Sýningin var fjölbreytt og gaf góðan þverskurð af þeim íslensku/erlendu listamönnum sem sækja Gullkistuna og taka þátt í viðburðum á hennar vegum.

Landnám, 2015
Olía á striga
110x90
Október/nóvember Arts, Letters and Numbers Artist Residency/Vinnustofudvöl 
Það hefur verið sagt að vinnustofudvalir gefi listamönnum frelsi til að vera þeir sjálfir. Það er nokkuð til í því. Mánaðardvöl í uppsveitum New York 10.10.-10.11.2015 var spennandi, krefjandi, upplýsandi og "inspirerandi". Maður er lengi að vinna úr svona dvöl, en tengslanetið styrkist og sjálfstraustið eykst í því samhengi einnig. Gaman að kynnast fólki allststaðar að úr heiminum og fá frið til að vera til á eigin listrænu forsendum eingöngu. Ég er þegar með nokkur plön fyrir næsta ár sem urðu til þarna og munu fá verðuga kynningu síðar.  
Skissubók og hlutir úr náttúrunni innblástur.

Unnið með kvöldbirtuna í skóginum. 
Desember - Studio Stafn - Annars staðar
Lítil einkasýning í Studio Stafni sem er elskulegt listhús sem Viktor Smári stýrir, með fallegri myndlist eftir samtímalistamenn en líka fjölmarga aðra meistara var skemmtileg viðbót við sýningarárið. 


Undirbúningur sýningarinnar "Annars staðar"
Verk af sýningunni.
Á næsta ári eru fjölmörg verkefni í uppsiglingu sem upplýst verður um síðar. Ég þakka öllum sem hafa aðstoðað mig við sýningarhald, stutt mig á ýmsan hátt og heimsótt mig á sýningar og vinnustofu. Á tímum þar sem "venjuleg" myndlist á undir högg að sækja í almennri fjölmiðlun og vitræn umfjöllun er af skornum skammti verður maður bara að gera meira, sýna meira, skrifa meira og vonast til þess að maður sé að gera eitthvað rétt. Ég er gríðarlega þakklát fyrir alla þá sem sýna því áhuga sem ég er að gera og tjá sig við mig um það. Sannarlega hvetur það mig áfram. Samtímis vil ég hvetja ykkur öll til að láta til ykkar taka, skoðið, horfið, spáið í, já og kaupið myndlist. Gleðilegt nýtt myndlistarár 2016.