Showing posts with label soloshow. Show all posts
Showing posts with label soloshow. Show all posts

Tuesday, March 26, 2024

Himinbogi / Celestial Arc - Einkasýning hjá Listhúsi Ófeigs 23.3. - 17.4. 2024

Mér finnst mikilvægt að sýna verk mín reglulega og reyni alltaf að hafa eitthvað á prjónunum. Stundum koma sýningar inn með stuttum fyrirvara oft þá samsýningar af einhverju tagi, en stundum er eins og sýning mótist eftir þeim stað sem ég sýni á. Um síðustu helgi opnaði ég sýninguna Himinbogi / Celestial Arc í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar sýni ég um 20 málverk unnin með olíulit og vaxi á tréplötur. Það er ekki tilviljun að ég vel þennan tíma fyrir sýninguna í aðdraganda páska. Verkin innihalda flest hálfjarðneskar verur með skírskotun í goðsögulegan heim undir regnboga, einskonar brú milli heima og vísar í ýmsar áttir en gæti allt eins talað inn í samtímann. I try to show my work regularly. Sometimes with long planning and clear idea but at times it seems like the work I'm painting chooses it's venue/gallery for some reason. Last saturday I had an opening of my solo exhibition Celestial Arc, at Listhus Ofeigs, a small Gallery at Skólavörðustígur 5 downtown Reykjavik. I like the challange that comes with choosing a subject matter with the method in painting. In this exhibition it is primarily oil color and coldwax on wood plates. An allusion to a mythical world under the rainbow as a bridge between worlds. It points in various directions but could just as well speak into the present. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum 11-16/The exhibition is open every day from 10-6 pm and on saturdays from 11-4pm.

Thursday, February 6, 2020

Yfirlýst tilvera - Gallerí Fold 1.-15.2.2020


Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020

Einkasýning mín "Yfirlýst tilvera"opnaði í Gallerí Fold um síðustu helgi. Það var margt um manninn og gaman að hitta mann og annan og sérstaklega fannst mér gaman að hitta fólk sem á mynd/myndir eftir mig og kveðst hafa fylgst með mér lengi, semsagt listunnendur./My Solo Exhibition "Overexposed opened in Fold Gallery last Saturday. A really nice opening, great crowd.  
Yfirlýst tilvera III/Overexposed III 2020
Olía og vax á tréplötu/Oil and coldwax on wood
 Verkin á sýningunni eru flest kláruð í upphafi árs, þó ég hafi verið að vinna þau allt undanfarið ár. Mig langaði að tefla saman stillu og óróleika og það sést vel á þessum myndum. / Most of the work was finished this year.
Á sjöunda degi/The seventh day 2020
Olía á tré/Oil on Wood

Í hallargarðinum sunnan megin/In the garden, south
 2020
Olía á tré/Oil on Wood 

Ég er búin að halda fjölmargar sýningar í Gallerí Fold, en fyrsta einkasýningin mín þar var árið 1996 og ég hef ekki tölu á hversu margar sýningar ég hef haldið eða tekið þátt í þar síðan. / I have had numerous solo shows at Fold Gallery since 1996 and participated in many exhibitions and events.
Gamli garður/Old garden 2020
Olía á striga/Oil on Canvas

Úr sýningarskrá : Flestir þekkja þá tilfinningu sem fylgir því að njóta útsýnis í náttúrunni eða horfa á landslag sem fer hjá út um bílglugga á ferð. Því fylgir ró, við virðum heiminn fyrir okkur af æðruleysi. Í seinni tíð er eins og þessi ró og æðruleysi hafi riðlast svolítið. Ólga í veðri magnar og ýkir liti náttúru og himins og framkallar birtuskil sem virka stundum eins og yfirlýst ljósmynd. Á sama tíma berast nýjar upplýsingar um framvindu og breytingar í náttúrunni sem ýta undir smæð mannsins í tilverunni.
 
Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020
Að sama skapi duga ekki lengur grænir og bláir litir og penslar víkja fyrir stórum spöðum til að tjá innri veruleika ferðalangsins. Krafan á manneskjuna í samtímanum er að láta sig hluti varða og gefa yfirlýsingu um tilgang og markmið með breytni sinni. Í íslensku landslagsmálverki gæti því nú um stundir birst sálarlíf málara eða jafnvel þjóðar. Eða hvað? Er ekki gott í sjálfu sér að staldra við, njóta útsýnis um stund í fegurð, litum og algleymi?


SAFNANÓTT SÝNINGARSPJALL OG GRAFÍKSMIÐJA
Grafíklitir og valsar
Á morgun föstudag er Safnanótt og að venju er fjölbreytt prógram Í Gallerí Fold. Ég verð með sýningarspjall og grafíksmiðju þar sem gestum býðst að þrykkja með neonlitum. /I will be having an artist talk at the exhibition on Museum Night/Winterfestival on friday and Printmaking Workshop as well. 
Sýningarspjall í Fornubúðum
A typical Artist talk at the Studio


-->

Monday, January 28, 2019

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)


Órætt landslag/norður
Ég opnaði á dögunum sýninguna Órætt landslag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Salurinn er rekinn af Seltjarnarnesbæ með miklum menningarbrag og er í tengslum við bókasafnið á efri hæð Eiðistorgs. Þetta er fallegur salur og samhengið frábært, margir sem eiga leið hjá. /My solo exhibition"Órætt landslag" is at Gallery Grotta, Seltjarnarnes west of Reykjavik. It is up for a month from 24th. of January until 24th of February.
Opnun sýningar/Opening of "Órætt landslag" 2019(Moi)

Boðskort á sýninguna
Ljósmyndir af landslagi teknar á ferð út um bílrúðu á leiðinni frá einum stað til annars verða innblástur nýrra verka þegar á vinnustofuna er komið.  Markmiðið er þó ekki að ná niður eftirmynd af því svæði sem ég fer um heldur er áhersla á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” og tvö málverk unnin með 13 ára millibili./Photographs of landscape taken out of the car window while driving inspire new work at the studio. I'm not looking for the reproduction of the place but work fast and focus focus on color and form and repetition. I keep in mind my earlier work I have done and my peers in abstract painting.

Ljósmynd tekin á ferð úr bíl á leið um Suðurland/janúar 2019
On the road - Snapshot of a landscape - South/January 2019
Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unnar sl. mánuð og sumar varla þornaðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka(svo eitthvað komist upp á vegg!!). Öll skilningarvit eru þanin, skynjarar hafa vart undan að taka á móti litaflæði og formum sem koma í röðum(eins og kölluð). Ég hugsa um tónlist en hlusta á myndlist./Most of the work I did past 2 months and some are still wet. It is refreshing to challenge yourself at the beginning of new year, no time to think you just have to trust the senses and flood of color and forms. While working I think about music but listen to the paint.

Órætt landslag /suður 2019
"Órætt landslag" / South 2019

Órætt landslag / mýkt 2019
Órætt landslag / softness 2019

Einskonar landslag/Flæði I, 2006 /Órætt landslag/Flæði II 2019
Oil on wood 2006/Oil and wax on wood 2019




Órætt landslag - Sería suður 2019 24x29cm.
"Órætt landslag" South Series 2019 24x29 cm.



Órætt landslag - Sería norður mismunandi stærðir
"Órætt landslag" - North Series 2017/2019 Various Sizes 


-->

Sunday, November 19, 2017

Sýningar/Nóvember - Exhibitions/November



Um þessar mundir standa yfir tvær mjög ólíkar sýningar með verkum mínum. Skemmtilega ólíkar og staðirnir eins langt frá hvort öðrum og hægt er. / I'm in two very different shows this month that are as far from each other as possible. 
"Technology and Touch " í Gallery 688 Sutter í San Francisco er með verkum eftir 5 íslenska grafiklistamenn og 5 þarlenda grafíklistamenn. Sýningarstjórarnir, Carrie Ann Plank og Robynnn Smith heilluðust af Íslandi eftir að hafa sótt landið heim og fengu þá hugmynd að setja saman sýningu með snertiflötinn tækni/handgert og verð ég að segja að útkoman var áhugaverð. Galleríið á besta stað í borginni í grennd við "Galleríhverfið" og í tengslum við Academy of the Arts sem er einn af listaskólum borgarinnar. / An exhibition with icelandic and Bay Area Artists. Curators are Carrie Ann Plank and Robynn Smith but they wanted to put together interesting mix of artists from both countries. The Gallery is one of The Academy of the Arts galleries at Sutter near Geary Street that has many of the big Galleries in the city. 
Nokkrir sýnendur sýningarinnar "Touch and Technology"/
Some of the artists that were present for the opening.
It was hard to get us all in one picture.

Íslensku sýnendurnir ásamt áhangendum.
Hér vantar að sjálfsögðu undirritaða./
The icelandic exhibitors excluding myself of course.
Það var ekki leiðinlegt að ferðast svo um Kaliforníu og skoða það sem fyrir augu ber. Andstæður lita og náttúru, brjálaðar litasamsetningar og fyndin söfn og frábær listaverk en líka ýmsir yndisaukar sem læða sér með/Just love California. The diversity in color, nature, art and all the good things that come with it including wonderful friends and good food and wine.
Tyggjóveggur í San Louis Obispo
/Chewing gum wall in San Louis Obispo
Litasamsetningin klikkar ekki/Color combination


Monterey/17 mile drive 

Monterey/17 mile drive
Golden gate

Næstum eyðimörk/Almost desert
Það var svolítið kalt að lenda hér heima eftir góðar tvær vikur í Kaliforníublíðunni, skella svo slatta af málverkum í bílinn og keyra vestur á Snæfellsnes til að setja upp jólasýningu í Hvíta húsi. En mikið var það samt fallegt og tilkomumikið landslagið á leiðinni, notalegt að koma í hús og setja myndirnar upp í þessu hráa en skemmtilega rými. "Litla sjóbúðin" er líka með svo margt fallegt á boðstólum sem Elva Hreiðarsdóttir hefur handvalið og sett upp á skemmtilegan máta. Landnám....á eyjaslóðum?/It was cold in Iceland when we got back and it was a bit challenging to gather some paintings to put up for a christmas exhibition at Hvitahus in Snæfellsnes. But as always the driving was rewarding and great to be there in good company.
Ísland/On the road
Ísland/On the road
Hvíta hús er "Listamannahús" eins og áður hefur komið fram hér. Öllu jöfnu dvelja listamenn þar í mánuð í senn, þar er íbúð á efri hæð, en salur niðri í þessu fyrrum íshúsi. Umhverfið í Krossavík er tilkomumikið í grennd við Snæfellsjökul sem rammar húsið fallega inn. Á sumrin er rekið þar listgallerí og staðið fyrir námskeiðum. Nú er í fyrsta skipti þar jólasýning og gallerí. / Hvitahus is an artist residency for the most part of the year in this wonderful location by Snaefellsglacier and Krossavik harbour. In the summertime there is an art gallery and summer art courses run there by Elva Hreiðarsdottir an artist and owner of Hvitahus. This is the first time that there is a christmas exhibition and open Art Gallery.

Jólalegt í Hvíta húsi

Sérvaldir listmunir/Beautyful work

Skemmtilegt úrval/Nice collection

Eyjaslóðir...../Some paintings
Sýningin stendur yfir næstu þrjár helgar og það er óhætt að mæla með að líta við í Hvíta húsi sem ilmar af stemmingu og notalegheitum, auk þess má gjarnan mæla með veitingastaðnum "Viðvík" sem er í næsta húsi og býður upp á jólamat á aðventunni. /The exhibition and art gallery will be open next three weekends. Great athmosphere and I highly reccommend Viðvik restaurant that offers great Christmas Menu.  










 



Tuesday, August 1, 2017

Sumarsýningar

Það er gaman að skoða myndlist og myndlisarsýningar á sumrin. Um þessar mundir eru óvenju margar sýningar í gangi á höfuborgarsvæðinu sem áhugavert er að skoða í samhengi við hver aðra. Náttúra, landslag og náttúruskoðun er brunnur sem hægt er að sækja innblástur til og kemur við sögu á þeim sýningum sem ég vil hér draga fram/ Several interesting exhibitions have been and some are still up or just opened in Reykjavík this summer.
Fjallið Hekla á sumarnóttu fyrir stuttu/
Mountain Hekla a summernights dream
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur Bleikur sandur  í Gallerí Gróttu https://www.facebook.com/GalleriGrotta sem ég sá í júní sl. byggir á upplifun hennar á náttúru og landslagi í nágrenni sumarhúss hennar þar sem hún er með vinnustofu, en hún sýnir málverk unnin á undanförnum tveimur árum. Þessar myndir eru teknar af Facebooksíðu hennar og sýna verkin sjálf, umhverfið sem þau eru sprottin úr og texta sem fylgdi með og segir það sem segja þarf. Sýningunni lauk 16. júní. / I saw Aðalheiður Valgeirsdóttir's paintings in her exhibition Bleikur sandur/Pink sand Gallery Grótta in Seltjarnarnes earlier this summer. She has a studio on the country side in Southern part of Iceland and it influences her work. Wonderful colors and powerful work.
Málverk Aðalheiðar/Some of Aðalheiður's paintings

Ljómynd úr sveitinni/A photograph of her studio

Texti sem fylgir sýningunni/
A text about her work that adresses the way nature and this place has on her work
Í Nesstofu, lækningaminjasafni Seltjarnarness má sjá sýninguna LIST officinalis samsýningu 8 listamanna, en sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sem eru í samtali við urtagarðinn í Nesi. Verkin eru ólík, en það má glögglega sjá hvaðan innblásturinn kemur og verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eru þar ekki undanskilin með marglitu blómahafi. En ég get mér þess til að vera hennar og ferðamennska á fjöllum og úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á úrvinnslu og val á myndefni. Málverk Eggerts Péturssonar innblásið af verki Muggs Sjöundi dagur í Paradís er áhrifamikið þó það sé ekki stórt. Blóm, lækningajurtir og fallegt umhverfi Nesstofu er heillandi. Sýningin er opin í allt sumar. Myndir eru teknar af facbooksíðu Rósu./ An exhibtion at Nesstofa LIST officinalis a group show in connection with the herb garden at Nesstofa.
Boðskort sýningarinnar LIST offiicinalis/Invite

Blómaverk Rósu Sigrúnar í vinnslu/
Rósa Sigrún's work in the making

Blómaverk Rósu Sigrúnar á vegg/On the wall
Í Náttúrusafni Kópavog  http://www.natkop.is/  er Guðbjörg Lind Jónsdóttir með sýninguna Fyrirbæri og hefur þar samtal lista og vísinda. Ég er ekki búin að sjá sýninguna en hlakka sannarlega til að skoða hana/ In Kopavogur Natural History Museum yoou can see Guðbjörg Lind artwork. A wonderful artist and painter in conversation with science this time.
Grein úr Morgunblaðinu 
Verk Guðbjargar Lindar af sýningunni Fyrirbæri


Það eru fleiri sýningar í höfuðborginni og úti á landi sem ég vonast til að sjá svo sem stór yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. Í Grafíksalnum sýnir Björg Örvar-Haltu á mér hita og opnaði um síðustu helgi sem ég hlakka mikið til að sjá auk samsýningarinnar A17 í Listasafni Reykjanesshttp://listasafn.reykjanesbaer.is/a17-3  þar sem teflt er saman hópi abstraktlistamanna af yngri kynslóðinni sem ég hlakka til að sjá. / There are several other interesting exhibitions that I can't wait to see. But I can also easily just enjoy life in icelandic nature during those summer months.