Showing posts with label Soffía vinnustofa. Show all posts
Showing posts with label Soffía vinnustofa. Show all posts

Tuesday, March 26, 2024

Himinbogi / Celestial Arc - Einkasýning hjá Listhúsi Ófeigs 23.3. - 17.4. 2024

Mér finnst mikilvægt að sýna verk mín reglulega og reyni alltaf að hafa eitthvað á prjónunum. Stundum koma sýningar inn með stuttum fyrirvara oft þá samsýningar af einhverju tagi, en stundum er eins og sýning mótist eftir þeim stað sem ég sýni á. Um síðustu helgi opnaði ég sýninguna Himinbogi / Celestial Arc í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar sýni ég um 20 málverk unnin með olíulit og vaxi á tréplötur. Það er ekki tilviljun að ég vel þennan tíma fyrir sýninguna í aðdraganda páska. Verkin innihalda flest hálfjarðneskar verur með skírskotun í goðsögulegan heim undir regnboga, einskonar brú milli heima og vísar í ýmsar áttir en gæti allt eins talað inn í samtímann. I try to show my work regularly. Sometimes with long planning and clear idea but at times it seems like the work I'm painting chooses it's venue/gallery for some reason. Last saturday I had an opening of my solo exhibition Celestial Arc, at Listhus Ofeigs, a small Gallery at Skólavörðustígur 5 downtown Reykjavik. I like the challange that comes with choosing a subject matter with the method in painting. In this exhibition it is primarily oil color and coldwax on wood plates. An allusion to a mythical world under the rainbow as a bridge between worlds. It points in various directions but could just as well speak into the present. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum 11-16/The exhibition is open every day from 10-6 pm and on saturdays from 11-4pm.

Thursday, January 23, 2020

Nýtt ár 2020 - Námskeiðin

Vinnustofa Soffíu/Fornubúðir 8
22. janúar 2020

Hér kemur yfirlit yfir námskeiðin í febrúar 2020. Athugið að það eru ýmsar upplýsingar hér á síðunni sem eru gagnlegar og myndir af námskeiðum ofl. 

Sjá einnig á https://www.facebook.com/soffiasart/ Skráning á námskeiðin er hafin og hægt að hringja í s:8987425, senda skilaboð á messenger eða senda tölvupóst á soffias@vortex.is. Svo má auðvitað alltaf kíkja við hjá mér á vinnustofunni.
Vinnugleði 

Litagleði

Staður mér kær  

Námskeið I 17.-20.febrúarMánudagur til fimmtudagsMorguntímar10-13 

Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. Gott að koma með vinnuskyrtu eða svuntu  

Fyrirkomulag

17.2. Mánudagur 10-13 Stutt kynning á viðfangsefni yfir kaffisopa, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir, komum okkur fyrir í sal. Grunnum striga.
18.2. Þriðjudagur 10-13 Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Notum olíuliti  seinni part dags.
19.2. Miðvikudagur 10-13 Málum með olíulitum
20.2. Fimmtudagur 10-15 Málum af gleði og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

15 tímar
Mikið innifalið

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

Verð: 35.000 (*hægt að skipta greiðslu).
 
Litir litir

Námskeið III
22. og 23. febrúar
Laugardagur/Sunnudagur
  
Hraðskissur/Flæði
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Hressandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að temja sér hröð vinnubrögð og ná miklum árangri á stuttum tíma. Unnið með olíuliti og akrílliti með spaða, palettuhníf og tusku á pappír, pappaspjöld og strigaspjöld, Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en ætlast til að þátttakendur komi með annað skv. efnislista.

Fyrirkomulag
22.2. Laugardagur 11-15
- Stutt kynning á viðfangsefninu
- Farið yfir ýmsar gerðir af pappír og hvað ber að hafa í huga fyrir mismunandi aðferðir og ef á að mála á hann með olíulitum.
- Farið sérstaklega í myndbyggingu.
- Skoðum Coldwax og önnur íblöndunarefni í olíu og akríl sem henta þessari aðferð.
- Grunnum pappír og spjöld.

22.2. Sunnudagur 12-15
Málum af gleði, prófum ýmsar aðferðir sem lagðar voru inn, vinnum nokkrar seríur mynda með mismunandi áherslum og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

7 tímar
Mikið innifalið

Gefandi námskeið í akríl og olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er nýstárlegt, persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur og getur orðið uppspretta nýrra verka og leiða. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem vilja ná tengslum við listamanninn í sér og gleyma sér í litaflæði.

Verð 30.000

Íblöndunarefnin

Bækur um listamenn og annar fróðleikur

  
Námskeið IV
13. febrúar
Fimmtudagur
kl. 16-20

Íblöndunarefnin

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi.  Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi og áhersla á að sýna verk, skoða bækur og listamenn sem nýta sér íblöndunarefnin.

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu eða vilja bara sækja sér innblástur. Það er líka góður undirbúningur að öðrum námskeiðum, sérstaklega Námskeið III og IV sem henta lengra komnum eða þeim sem hafa verið að mála.

4 klst.
Kaffi, te og létt hressing innifalin.
Verð: 15.000



APRÍL
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð á vinnustofunni í apríl frá 7.4. - 19.4. og verða auglýst betur þegar nær dregur.

Námskeið I verður í apríl (14.-17.4.) þriðjudagur-föstudags(morguntímar) 
Námskeið II Sólarkoma (17. 18. og 19. 4.) Helgarnámskeið NÝTT
Námskeið III verður í apríl (dagsetning auglýst síðar)

Námskeið IV - Íblöndunarefnin verður einnig haldið í apríl (Þriðjudagur 7.4. kl. 16-20)



Monday, October 21, 2019

Október - undarlegt sumar og framhald




Það er svolítið notalegt þegar haustið hellist yfir. Þá skapast tími og rými til að byrja á einhverju nýju eða halda áfram með það sem er í bígerð. Sumarið var óvenjulegt því ég lenti í veikindum í lok júní, fékk sýkingu við nýra sem beinlínis lagði mig flata og ég gat ekki unnið eða sinnt því sem ég er vön og þurfti að reiða mig á þá sem standa mér næst við alla hluti. Þetta var "lesson in life" því ég er alltaf alveg fílhraust og víla ekki fyrir mér að ákveða og gera það sem þarf að gera en við þessar aðstæður gat ég ekki gert neitt, hvað þá farið á vinnustofuna, unnið eða planað. /Fall is always nice. Then there is time to start something new or keep on doing the stuff you were doing. This summer was very different for me, I got serious kidney infection in the end of June and couldn't work or do anything for a long time and had to rely on my family and friends. It was a lesson in life, usually I am healthy and can do anything I care to do but not being able to do the usual housework, go to the studio or plan or PAINT was difficult.
Það léttir tilveruna að vera með þessa ungu stúlku í kringum sig.
Melkorka Úa Erlendsdóttir með ömmu í sveitinni.
Life is just perfect with little Melkorka Úa.
Sem betur fer er ég búin að fá heilsuna og orkuna mína að mestu til baka, en þarf þó að fara vel með mig, passa vel upp á hvíld, mat og drykk og að gera ekki of mikið í einu. Maður er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir fólkið sitt, en veltir því líka fyrir sér hvernig maður nýtir sér þessa reynslu eða réttara sagt, mun þessi reynsla breyta mér á einhvern hátt?/ I have thankfully recovered and my energy is coming back, but I am careful, one day at a time and eternally greatful for the wonderful people around me. At the same time I wonder how or if this experience will change the way I work. Only time will tell. 
Listamessa Torg 2019
Torg Art Fair 2019
Það var hressandi að taka þátt í Torg listamessu á Korpúlfsstöðum í 4.-6. október. Maður hitti svo marga sem maður þekkti, en líka marga sem þekktu mig(en ég ekki þá :) ). Auk þess var svo góður andi á staðnum og ég var heppin að vera á góðum stað.

AðstoðarMaðurinn eini sanni / The assistant par excellance
It was great to participate in Torg Art fair that SIM organized 4.-6th of October in Korpúlfsstaðir. A lot of people I knew(also very many I didn't know)stopped at my booth to talk.

Góð vinkona tók þessa mynd af mér.
Það er mikil vinna að standa vaktina heila helgi og gott að geta tyllt sér
Nice photograph of my booth(and me).
It's a lot of work to hang and plan your booth...but worth it.
Það er magnað eftir svona langt hlé frá vinnustofunni að byrja á nýrri seríu af myndum. Taka fram myndirnar sem ég var byrjuð á snemma í vor og halda áfram með þær. Grunna nýjar plötur....finna nýtt landslag. Hlakka til að halda áfram, finn kraftinn í vinnunni og held að það sé eitthvað spennandi í bígerð. / It is great to start working at the studio again. Priming old and new paintings, figuring out new landscape. Can't wait to keep on working!!!

Restar/Remains 2019
#workinprogress




  





Friday, May 3, 2019

Print day in May/Þrykkdagurinn mikli

GRAFÍK/PRINTMAKING
PRINT DAY IN MAY/ÞRYKKDAGURINN MIKLI

Grafíkpressa/litir/pappír/plata/tarlatan
A press/colors/paper/plate/tarlatan
Það er eitthvað magnað við það að í dag, laugardaginn 4. maí er fólk að þrykkja myndir á sama tíma út um víða veröld. Ég ætla að taka þátt og er búin að setja upp grafíkverkstæði á vinnustofunni og hlakka til að byrja í fyrramálið. 
Grafíklitir, valsar, spaðar til að blanda liti
Print colors, roller, palette knife
There is something really magnificent when people around the globe gather in their studios or at home or who knows where!!!?? to make a print. I have put up  the printmaking studio in Fornubúðir and will be making one today from 11am-2pm.

FYLGSTU MEÐ/CHECK THIS OUT: https://printdayinmay.com/

Meira á morgun!!!!!!!!!
More to come!!!!!!!!!!!

Sunday, November 18, 2018

Október - Mánuður myndlistar - Í mörg horn að líta.....


Október ár hvert er mánuður myndlistar https://www.manudurmyndlistar.is/. Að undirlagi SÍM sem eru samtök myndlistarmanna á Íslandi https://sim.is/ eru skipulagðir viðburðir, opnar vinnustofur, heimsóknir í skóla og ýmislegt annað sem myndlistarmenn sjálfir brydda upp á. Ég var með ýmis verk í gangi þann mánuðinn og fjölbreytnin er í fyrirrúmi, ýmis verkefni í deiglunni sem vert er að segja frá hér./October is the month of visual arts in Iceland. I participate every year and welcome visitors to my studio where I have several projects in progress. 

Opið á vinnustofunni alla daga./Open studio - Artist@work
Ég auglýsti opna vinnustofu á facebook síðu vinnutofunnar sem ég kalla líka stundum Málarinn við höfnina og tók á móti gestum. Vinnustofan er hjarta og lungu listamannsins í listrænu samhengi og hjá mér er alltaf opið eftir samkomulagi eða þegar ég er komin á staðinn. Ef þú ert ekki þegar vinur minn á síðunni þá er lag núna: https://www.facebook.com/soffiasart/ . /Open studio days in October. Look at my facebook profile or Instagram: https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/

Á vinnustofunni eru nokkur verkefni sem hafa átt hug minn allan/A few projects in progress @ the studio:
Mér var boðin þátttaka í norrænu verkefni og þurfti að gera bók í stærðinni A6 í 11 eintökum. Þetta var óhemju skemmtilegt og sannarlega eitthvað sem ég væri til í að gera meira af. http://www.codexfoundation.org/ er tileinkuð handgerðum bókum og margir snillingarnir þar. Þetta norræna verkefni verður hluti af því og hér má sjá um það: https://www.facebook.com/VingaardsOfficin/ /Some great printmaking projects that I am participating in and finished this month. I was invited to take part in this nordic book project that will be on Codex in San Francisco next year. 

Bókin Landslag með texta, myndum, handþrykkt,
brotin eftir kúnstarinnar reglum/
Artist book Song of land handprinted, handwritten texts, folded.
Landslag Upplag - Edition 1/10 - 11/11


Hér má sjá allar bækurnar komnar til Danmerkur.
Mikil vinna að koma þessu öllu heim og saman trúi ég!!
All the artist books in one place. A lot of work to put this together.


Hreyfanlegt landslag - ...landslag sem ég fer um á degi hverjum/
Movable landscape - ....the landscape I go through every day

Þeir sem þekkja til pappírsverka minna vita að ég á mér svolítið annan myndheim en þennan sem flestir þekkja. Um þau verk segir Ragna Sigurðardóttir: 
Myndverk Soffíu kalla fram síbreytilegt umhverfi þar sem hraunið teiknar upp sjónarrönd. Yfir og allt um kring fjúka himinn og haf saman í vatnsflaumi og minna á að náttúran er ekki bara staður, heldur líka stund. Málarinn nálgast umhverfi sitt á markvissan máta og niðurstaðan er ekki mæld í vísindalegum einingum heldur í hvössum línum og mjúkum strokum, hughrifum og birtubrigðum.
Af sýningunni "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjaness 2016/17
Exhibition "Above and below the horizon" Reykjanes Art Museum 2017
Ég hef allt þetta ár unnið að stóru verki sem ég hlakka mikið til að koma upp. Þetta verk er einskonar landslagsstúdía, unnið með kínversku bleki og blýjanti á pappírsrúllu sem er alls 10 metrar á lengd en verkið sjálft er um 1 x 5 metrar á breidd. Verkið sem verður í fjölnota sal bæjarstjórnar í ráðhúsi Garðabæjar er unnið með rýmið í huga og gert ráð fyrir því í allri hönnun og uppsetningu. Nú er uppsetning þess á lokastigi, verkið er til og verður væntanlega kynnt fyrir bæjarbúum og öðrum í fyllingu tímans. Það er nýtt fyrir mig að vinna verk í samvinnu margra aðila með þessum hætti og það er sannarlega ánægjulegt og kærkomið. Hlakka til að fá viðbrögð þeirra sem sjá það, en innangengt verður í þennan fjölnota sal inn af Garðatorgi sem er vaxandi svæði með frábæru hönnunarsafni http://www.honnunarsafn.is/. /I can't wait to launch the "Movable landscape"piece that I have been working on this year. It is a scroll, with ink and pencil on japanese paper roll. It will be installed at Gardabaer Town Hall( it is now up!!!More to come!!!!)

Monday, August 27, 2018

Touch and technology/Tækni og snerting San Francisco-Las Vegas-Reykjavík 2017-2018

Oft veltir lítil þúfa.....Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni "Touch and technology". Sýningarstjórarnir Carrie Ann Plank og Robynn Smith eru starfandi listamenn sem koma víða við og það er svo hressandi, enda virkilega vel að öllu staðið. Við vorum 10 sýnendur og sýningin var fyrst sett up í nóvember 2017 í Gallery 688 í San Francsico, síðan í Gallery Pricilla Fowler í tengslum við Southern Graphic Council ráðstefnuna í mars á þessu ári þar sem fjölmargir sáu hana og svo er sýningin í Grafíksalnum í Reykjavík til 2. september. Sýningarspjall og Solar Prin námskeið á verkstæði félagsins um helgina sem þær stóðu fyrir og auk þess heimsókn á vinnustofu mína. 
Sýnendur við opnun sýningarinnar í San Francisco
The Artists present at Gallery 688 in San Francisco November 2017
It has been a great ride to participate in this fabulous exhibition "Touch and Technology". It started in San Francsico in November last year at Gallery 688 and was one of the exhibitions at Southern Graphic Council Conferense in las Vegas in March. It is in the IPA Gallery until sunday. Don't miss it!!  
Artist talk at the IPA Gallery/Listamannaspjall í Grafíksalnum

Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG/ Elísabet is IPA's Chairman

Sýningarstjórarnir Robynn Smith og Carrie Ann Plank.
Milli þeirra er Laura Valentino einn listamannanna/
The Curators with Laura Valentino one of the artists.

Verk mín "Hreyfanlegt landslag" eru vinstra megin á veggnum.
Hringirnir hægra megin eru verk Carrie Ann.
On the left is my work "Hreyfanlegt landslag"
the round gorgeous pieces are Carrie Ann's.
Framundan í haust eru svo tvö lítil en krefjandi grafíkverkefni sem bíða mín og ég hlakka svoldið til að takast á við þau. Það er alltaf ótrúlega gefandi að detta í eitthvað nýtt og þurfa að vinna að tilteknu verkefni. Ég er búin að vera með risaverkefni á minni könnu í sumar sem ég hlakka mikið til að skila af mér á næstu dögum/vikum og þá er gott að henda sér í eitthvað nýtt. Jamm...alltaf eitthvað. /I have some smaller printmaking projects coming up this fall. I have been over my head this summer working on a big piece that I will deliver in the next few weeks. When that is done it is great to have something completely different waiting. To be continued....... 

Tuesday, January 30, 2018

Jákvæður janúar/January....a positive month.

Þá er komið nýtt ár 2018 og síðustu dagar janúar mánaðar að renna sitt skeið. Frekar fannst mér hann stuttur í annan endann, og maður er varla farinn að hreyfa pensla að neinu ráði. Eitthvað þó samt. Hér koma nokkrar myndir af vinnustofunni. Sumar myndir eru í vinnslu, einhverjar bara hanga á veggjunum af gömlum vana og enn aðrar hafa verið í láni og voru að koma aftur. Þessum mánuði fylgir líka ýmis skipulagsvinna/ First month of a new year 2018 has gone by really fast,, almost without moving brushes.....but still of course I have been busy with other things as well. Office hours, exhibition planning, grant application etc.  
Málverk á vegg...hjá mér/Some paintings

Litlar og stórar...gamlar og nýjar...../Little and big....old ....new

Líttu nær   og fjær/Look closer

Einhver forn andi yfir þessari/Where did this person come from?

Munu þeir koma út úr myndunum á árinu?/
Will they walk out of the painting this year?

Halló!/Hello

Hæ/Hi

Hm/hm.....