Tuesday, February 21, 2017

Febrúarmálverk....í vinnslu



Það er febrúar og manni finnst árið varla vera hafið vinnulega séð. Undanfarnir mánuðir hafa verið svolítið undirlagðir af annars konar vinnu þar sem setið er við tölvu, fundað vegna sýninga og verka, skipuleggja ferðir með sýningar og þannig mætti lengi telja. Ég sit í sýningarnefnd Grafíkfélagsins ásamt fleirum og við höfum haldið utan um stórar samsýningar, hjá Manhattan Graphics í október, í Gallerí Nordens Ljus í Stokkhólmi sem opnar um næstu helgi auk þess sem ég fór í boðsferð til Krakow í janúar ásamt formanni og fyrrum formanni félagsins til að kynna félagið með litla sýningu sem sett er þar upp. Sjálf tek ég þátt með eigin verkum í öllum þessum viðburðum svo ég hef verið að vinna í grafík líka/I have been busy this year organizing different shows with the IPA show Committee. For instance a show Exchange with Manhattan Graphics, An exhibition coming up next saturday in Gallery Nordens Ljus in Stockholm, a visit to Kracow to introduce IPA and icelandic printmaking. I have participated myself in all these events so I have been doing Printmaking as well.


Hreyfanlegt landslag/Moving landscape 2016
Æting með tveimur plötum/Two plate etching

Hidden landscape/Hulið landslag 2016
Silkiþrykk/einþrykk - Silkscreen/Monoprint

Hreyfanlegt landslag/Moving landscape 2016
Æting með tveimur plötum/Two plate Etching
Manhattan Graphics í New York- USA/Iceland
Við Gerry Wall sem komum sýningunni á koppinn/
The organizers, me and Gerry Wall from MG.


Kracow Triennal skrifstofan heimsótt
Elva Hreiðarsdóttir, Marta Boyzik, Elísabet Stefánsdóttir
 og yfirmaður Kracow Triennalsins.
Það starfa nokkrir starfsmenn við skipulagningu
þríæringsins og þátttakendur koma allsstaðar að. 

Áhugaverð myndlist skoðuð

Frábærar sýningar

Ferðafélagarnir og Marta Boyznic sem skipulagði þessa heimsókn.
Frekari samskipti eru fyrirhuguð sem gaman verður að vinna að.
Krakow er ótrúlega falleg borg og einstök vinátta skapaðist í ferðinni.



Svo má ekki gleyma þessari sýningu "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjanesbæjar sem var opnuð 11. nóvember og lauk 15. janúar og tók upp mikinn tíma. Við vorum þrjár sem sýndum saman, auk mín, Elva Hreiðarsdóttir og Phyllis Ewen. Við unnum sameiginlega að þessari sýningu en líka hver í sínu horni. Hér má sjá mín verk á sýningunni en myndirnar tók Kristín Bogadóttir ljósmyndari.
Yfirlitsmynd
Hulið landslag

Hulið landslag - 2016

Hulið landslag - 2016

Hulið landslag - 2016


Svo má hér sjá nokkrar myndir af vinnustofunni. Þó skrifstofutíminn hafi svolítið tekið yfir í bili þá þokast hlutirnir er nú samt alltaf eitthvað áfram.....kyrrðin í þessum verkum er notaleg og gott að hverfa inn í þennan heim litla stund. A few images from my studio. I like the silence and the calm athmosphere. 

Biðleikur.../Waiting 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 90x74

Breytileg átt/Changing Weather 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 134x54

Aðstoð/A little help 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 30x40

Heitt hjarta/Warm heart 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð:50x60


Upphaf.../Beginning....2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 30x30

Friðarhöfðingi/Together 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 45x55

Birtir af degi/Daylight 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 30x40