Tuesday, August 1, 2017

Sumarsýningar

Það er gaman að skoða myndlist og myndlisarsýningar á sumrin. Um þessar mundir eru óvenju margar sýningar í gangi á höfuborgarsvæðinu sem áhugavert er að skoða í samhengi við hver aðra. Náttúra, landslag og náttúruskoðun er brunnur sem hægt er að sækja innblástur til og kemur við sögu á þeim sýningum sem ég vil hér draga fram/ Several interesting exhibitions have been and some are still up or just opened in Reykjavík this summer.
Fjallið Hekla á sumarnóttu fyrir stuttu/
Mountain Hekla a summernights dream
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur Bleikur sandur  í Gallerí Gróttu https://www.facebook.com/GalleriGrotta sem ég sá í júní sl. byggir á upplifun hennar á náttúru og landslagi í nágrenni sumarhúss hennar þar sem hún er með vinnustofu, en hún sýnir málverk unnin á undanförnum tveimur árum. Þessar myndir eru teknar af Facebooksíðu hennar og sýna verkin sjálf, umhverfið sem þau eru sprottin úr og texta sem fylgdi með og segir það sem segja þarf. Sýningunni lauk 16. júní. / I saw Aðalheiður Valgeirsdóttir's paintings in her exhibition Bleikur sandur/Pink sand Gallery Grótta in Seltjarnarnes earlier this summer. She has a studio on the country side in Southern part of Iceland and it influences her work. Wonderful colors and powerful work.
Málverk Aðalheiðar/Some of Aðalheiður's paintings

Ljómynd úr sveitinni/A photograph of her studio

Texti sem fylgir sýningunni/
A text about her work that adresses the way nature and this place has on her work
Í Nesstofu, lækningaminjasafni Seltjarnarness má sjá sýninguna LIST officinalis samsýningu 8 listamanna, en sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sem eru í samtali við urtagarðinn í Nesi. Verkin eru ólík, en það má glögglega sjá hvaðan innblásturinn kemur og verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eru þar ekki undanskilin með marglitu blómahafi. En ég get mér þess til að vera hennar og ferðamennska á fjöllum og úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á úrvinnslu og val á myndefni. Málverk Eggerts Péturssonar innblásið af verki Muggs Sjöundi dagur í Paradís er áhrifamikið þó það sé ekki stórt. Blóm, lækningajurtir og fallegt umhverfi Nesstofu er heillandi. Sýningin er opin í allt sumar. Myndir eru teknar af facbooksíðu Rósu./ An exhibtion at Nesstofa LIST officinalis a group show in connection with the herb garden at Nesstofa.
Boðskort sýningarinnar LIST offiicinalis/Invite

Blómaverk Rósu Sigrúnar í vinnslu/
Rósa Sigrún's work in the making

Blómaverk Rósu Sigrúnar á vegg/On the wall
Í Náttúrusafni Kópavog  http://www.natkop.is/  er Guðbjörg Lind Jónsdóttir með sýninguna Fyrirbæri og hefur þar samtal lista og vísinda. Ég er ekki búin að sjá sýninguna en hlakka sannarlega til að skoða hana/ In Kopavogur Natural History Museum yoou can see Guðbjörg Lind artwork. A wonderful artist and painter in conversation with science this time.
Grein úr Morgunblaðinu 
Verk Guðbjargar Lindar af sýningunni Fyrirbæri


Það eru fleiri sýningar í höfuðborginni og úti á landi sem ég vonast til að sjá svo sem stór yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. Í Grafíksalnum sýnir Björg Örvar-Haltu á mér hita og opnaði um síðustu helgi sem ég hlakka mikið til að sjá auk samsýningarinnar A17 í Listasafni Reykjanesshttp://listasafn.reykjanesbaer.is/a17-3  þar sem teflt er saman hópi abstraktlistamanna af yngri kynslóðinni sem ég hlakka til að sjá. / There are several other interesting exhibitions that I can't wait to see. But I can also easily just enjoy life in icelandic nature during those summer months.