Monday, April 17, 2017

traktorogmálverk#sýning#bjartirdagar2017

Sveitapiltsins draumur...Traktor og málverk
Hér á vinnustofunni er komið farartæki inn á gólf, næstum tilbúið til frumsýningar á Björtum dögum 2017. Farartækið er eldrauður traktor, Massey Ferguson 1972 módel ættaður frá Bjalla í Landsveit, sem Sveinn eiginmaður minn hefur verið að gera upp og setja saman undanfarin 5 ár. Hvert smáatriði er úthugsað, nýir miðar, nýtt sæti, nýsprautað húddið og svo mætti lengi telja.
Bara smá innsýn...meira seinna
For "Bjartir dagar", Hafnarfjörður cultural days on the first day of summer in Iceland, I will have an open studio and show paintings and a special vehicle that my husband has been remaking for the past 5 years. It is 1971 Massey Ferguson. It is bright red and looks amazing. I will put up some paintings to go with it and open the door for whoever comes by. The first day of summer has a special meaning in Iceland and it is great to be able to do something special to celebrate.

sveitalegir litir?
Óhjákvæmilega fer maður í náttúrulega sveitarómantík þegar kemur að því að mála myndir fyrir þennan viðburð. Veit ekki alveg hvaða málverk ég set á endanum upp á vegg í salnum, en svo verð ég líka með málverk til sýnis á efri hæð vinnustofunnar. Já já öllu tjaldað til.

Natura/Náttúra

Natura/Náttúra

Natura/Náttúra
Haven't fully decided what to put up in the gallery downstairs with the Ferguson. But of course nature, colors, dreams.....come to mind and on the canvas. We shall see.


Draumar?/Dream on... 

Landnám/Settler


Biðleikur/Waiting....


Monday, April 3, 2017

Apríldagar...Bjartir dagar...

Alltaf er nú indælt þegar komið er fram í apríl. Vinnustofan er málið þessa dagana og margt sem er á prjónunum. Viðburður er í uppsiglingu á Björtum dögum 19.-23. apríl. Þeir eru eins og svo oft hefur komið fram, menningardagar hér í Hafnarfirði og ég hef alltaf tekið þátt með einhverskonar viðburði. Að þessu sinni í samstarfi við eiginmanninn sem aldrei fyrr, því ég hef "boðið honum" að frumsýna hér uppgerðan traktor, Massey Ferguson 1971 módel, sem tekið hefur allan hans frítíma undanfarin ár, en er nú að verða tilbúinn. Traktorinn kemur frá Bjalla í Landsveit og mun fara þangað aftur í fyllingu tímans en gaman verður að sjá hann hér inni á gólfi eldrauðan og gljáandi.  
Skipulagning "Bjartra daga 2017"
Á veggjum vinnustofunnar ætla ég svo að setja upp litla sýningu með sveitastemmingu sem tónar vel við farartækið og aldrei að vita hvað ratar þar upp, en ég er að vinna að því þessa dagana.
Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Friðarhöfðinginn...annars konar farartæki þarna?

Átthagastemmur hjer og hjer....