Tuesday, March 26, 2024

Himinbogi / Celestial Arc - Einkasýning hjá Listhúsi Ófeigs 23.3. - 17.4. 2024

Mér finnst mikilvægt að sýna verk mín reglulega og reyni alltaf að hafa eitthvað á prjónunum. Stundum koma sýningar inn með stuttum fyrirvara oft þá samsýningar af einhverju tagi, en stundum er eins og sýning mótist eftir þeim stað sem ég sýni á. Um síðustu helgi opnaði ég sýninguna Himinbogi / Celestial Arc í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar sýni ég um 20 málverk unnin með olíulit og vaxi á tréplötur. Það er ekki tilviljun að ég vel þennan tíma fyrir sýninguna í aðdraganda páska. Verkin innihalda flest hálfjarðneskar verur með skírskotun í goðsögulegan heim undir regnboga, einskonar brú milli heima og vísar í ýmsar áttir en gæti allt eins talað inn í samtímann. I try to show my work regularly. Sometimes with long planning and clear idea but at times it seems like the work I'm painting chooses it's venue/gallery for some reason. Last saturday I had an opening of my solo exhibition Celestial Arc, at Listhus Ofeigs, a small Gallery at Skólavörðustígur 5 downtown Reykjavik. I like the challange that comes with choosing a subject matter with the method in painting. In this exhibition it is primarily oil color and coldwax on wood plates. An allusion to a mythical world under the rainbow as a bridge between worlds. It points in various directions but could just as well speak into the present. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum 11-16/The exhibition is open every day from 10-6 pm and on saturdays from 11-4pm.