Tuesday, June 26, 2012

Sumar og sól

Það er ekki ofsagt að sólin skín úti og inni þessa dagana. Litirnir í umhverfinu eru gefandi og vekjandi, hressandi gulir, grænir, og himinbláir.....Það er himneskt að ferðast um landið og liggja úti í tjaldi eða móa, hlusta á niðinn í lækjarsprænu eða vinalegan fuglasöng. Ég verð með námskeið í olíumálun um helgina á vinnustofunni sem ég kalla "Sóleyjar og sællegar kýr úti á túni". Myndefnið getur verið af ýmsum toga, en það er tilvalið að vinna með skæra liti og láta gamminn geysa! Það er enn hægt að skrá sig.....við byrjum á fimmtudaginn klukkan fimm(17:00)
Sællegar kýr? Eða bara forvitnar?

Fjólublái liturinn er víða í náttúrunni þessa dagana...

Fíflar og sóleyjar....bifukollur og puntstrá...

Tuesday, June 19, 2012

MÁLARINN VIÐ HÖFNINA - SUMARNÁMSKEIÐ


Nokkuð hefur verið spurt eftir því hvort ég verði með styttri námskeið í málun á vinnustofunni í sumar. Sumarið er sannarlega tími til að mála og hafa gaman og það er eitthvað svo afslappað að sýsla við liti og skoða náttúruna og sumarblómin með það í huga. Ég set námskeiðin upp þannig að þau ættu að henta þeim sem hafa verið hjá mér áður, en líka þeim sem langar að prófa að mála með olíulitum og allt þar á milli. Hóparnir eru yfirleitt litlir og alltaf góð stemming hjá Málaranum við höfnina....Skráning fer fram hjá mér á netfanginu soffias@vortex.is.

I) JÚNÍ 28.6.-2.7. 


Sóleyjar og sællegar kýr úti á túni....
Sérstaklega farið í grunna, spaðanotkun og hraðar aðferðir í málun sem eru skjótar til árangurs. Unnið með sumarið og hressilega glaða liti. Nemendur koma með allt efni sjálfir.

28.6. - fim. 17-20 Skoðum blóm og liti, skissum og temjum okkur hraðar aðferðir. Grunnum 2 striga með mismunandi akríl grunnum.
30.6. - laugardagur 10-15 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara.
1. 7. - sunnudagur 11-15 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara
2. 7. - mánudagur 17-18 Yfirferð og frágangur. Leiðbeint með framhald.

Kennari:Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8
Tímar:Samtals 12 klukkustundir
Verð: 22.000

II) ÁGÚST 16.-19.8. 


Einu sinni á ágústkveldi...
Sérstaklega farið í slikjur og hvernig hægt er að ná fram dýpt í lit með því að nota mismunandi tóna af lit og grunni. Skoðum sumarnóttina. Vinnum með bláa, græna og fjólubláa liti og æfum okkur í að blanda þá saman. Miðað við að nemendur komi með myndir og myndefni sem þeir eru byrjaðir á eða langar til að mála.

16.8. fimmtudagur 17-20. Veljum myndir til að mála, spáum í viðfangsefnið og komum okkur af stað.
18.8. laugardagur 10-15 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara.
19.8. sunnudagur 11-16 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara. Yfirferð og frágangur og leiðbeint með framhald.


Kennari:Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8
Tímar:Samtals 12 klukkustundir 
Verð: 22.000


III) ÁGÚST 22.8.-26.8. 

Olía á tré - Spennandi efniviður
Áhrifamikið og spennandi námskeið þar sem farið er yfir mismunandi undirlög í málun og hvaða lögmál gilda þegar málað er á tré. Skoðum söguna og hefðina og vinnum myndir frá grunni.  Allt efni á staðnum en nemendur koma með sína liti og pensla og eru hvattir til að leyfa hugmyndaauðgi að njóta sín í myndefni og vali á efnivið. Sýndar leiðir til að fernisera myndir og gera þær "gamlar".

22.8. miðvikudagur 18-20 Kynning og leiðir. Kennari fer yfir og sýnir mismunandi undirlög og hvaða leiðir eru færar. Leiðbeint með myndefni og næstu skref.
23.8 fimmtudagur 17-20 Myndir undirbúnar og grunnaðar.
25.8. laugardagur 10-15 Málað í sal undir handleiðslu kennara.
26.8. sunnudagur 11-16 Málað í sal undir handleiðslu kennara, gengið frá myndum. Leiðbeint með framhald.


Kennari:Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8
Tímar:Samtals 12 klukkustundir 
Verð: 28.000

Frá námskeiði í fyrrasumar, þarna voru trönurnar bara færðar út,
málað af miklu kappi meðan aðrir slökuðu aðeins á í sólinni