Showing posts with label oil paintings. Show all posts
Showing posts with label oil paintings. Show all posts

Tuesday, March 26, 2024

Himinbogi / Celestial Arc - Einkasýning hjá Listhúsi Ófeigs 23.3. - 17.4. 2024

Mér finnst mikilvægt að sýna verk mín reglulega og reyni alltaf að hafa eitthvað á prjónunum. Stundum koma sýningar inn með stuttum fyrirvara oft þá samsýningar af einhverju tagi, en stundum er eins og sýning mótist eftir þeim stað sem ég sýni á. Um síðustu helgi opnaði ég sýninguna Himinbogi / Celestial Arc í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar sýni ég um 20 málverk unnin með olíulit og vaxi á tréplötur. Það er ekki tilviljun að ég vel þennan tíma fyrir sýninguna í aðdraganda páska. Verkin innihalda flest hálfjarðneskar verur með skírskotun í goðsögulegan heim undir regnboga, einskonar brú milli heima og vísar í ýmsar áttir en gæti allt eins talað inn í samtímann. I try to show my work regularly. Sometimes with long planning and clear idea but at times it seems like the work I'm painting chooses it's venue/gallery for some reason. Last saturday I had an opening of my solo exhibition Celestial Arc, at Listhus Ofeigs, a small Gallery at Skólavörðustígur 5 downtown Reykjavik. I like the challange that comes with choosing a subject matter with the method in painting. In this exhibition it is primarily oil color and coldwax on wood plates. An allusion to a mythical world under the rainbow as a bridge between worlds. It points in various directions but could just as well speak into the present. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum 11-16/The exhibition is open every day from 10-6 pm and on saturdays from 11-4pm.

Friday, October 9, 2020

Október/October - Inn á við og út í heim/Inside - outside



Indlandssería 2020/ India series 2020
Það er margt gott við það að þurfa að líta inn á við og jafnvel stutt yfir skammt. Þá er ýmislegt sem kemur til manns, eitthvað sem fær mann til að hugsa um tímann og árstíðir, hversu hratt í raun tíminn líður og hvað það er mikilvægt að vera æðrulaus yfir því, þakka fyrir það sem var og er hvað svosem það er og var. 

Sannarlega má þakka fyrir margt og ekki síst því sem listamenn benda okkur á með verkum sínum. Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður lést langt um aldur fram, en verk hans og sýn á tilveruna var eftirtektarverð. "Taktu eftir því sem þú tekur eftir"sagði hann. Yfirlitssýning um verk hans var opnuð í lok ágúst í Listasafni Akureyrar. Hann hefði orðið sextugur 7. nóvember 2020 og það verður málþing þar af því tilefni. Lengi má manninn reyna heitir sýning hans í Listasafni Akureyrar og ég vona sannarlega að maður nái að komast norður heiðar þetta haust til að sjá hana og fara á málþingið eða bara fylgjast með á netinu./ It is necessary to look inside and out to the world. By doing that you realise how time goes fast by but also you can be grateful of all the artists that notice things and tell us about them in various ways. Four different websites from Museums around the world(Akureyri, Reykjavík, MOMA New York)represent different views on art and time and the world and how to deal with it.

Þessi mynd hér að ofan minnir mig á Þuríði Sigurðardóttur vinkonu mína og fádæma góða listamann sem hefur tileinkað sér það í sínum verkum að taka eftir því sem annars fer framhjá okkur. Hún átti nýverið myndir á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum og hér má sjá spjall sýningarstjórans Markúsar Arnar Andréssonar um sýninguna. 


Manni finnst ár og dagar síðan útlönd bar á góma. Þessi mynd er tekin á fallegum degi, vorið 2018 og er af mér og einkasyninum þegar hann ústkrifaðist frá Columbia háskólanum í kvikmyndaleikstjórn. Ég er nú ákaflega fegin að hann og fjölskylda eru flutt heim. Þetta var ógleymanlegur tími, margar ferðir voru farnar að spóka sig, skoða nýjasta nýtt, uppgötva stórborgina. Gott að eiga þessar minningar. En nú um stundir er áhugavert hvað stóru söfnin úti í heimi eru að gera á þessum tímum. Sum eru lokuð af og til, sum hafa verið lokuð en eru nú opin aftur og margar áskoranir sem þarf að takast á við. Ekki bara í starfi safnanna, heldur líka hvað á að fjalla um. Hér er gott dæmi um það hvað söfn geta lagt af mörkum á erfiðum tímum, hvað er það sem skiptir máli og hvernig er hægt að takast á við það þegar menning er nánast þurrkuð út á einum degi MOMA út í heim 

Það er stundum eins og maður láti áhugaverðar sýningar framhjá sér fara og það er alveg undir hælinn lagt hversu góðar upplýsingar eru um þær sýningar þegar þær eru liðnar. Þeir líbönsku listamenn sem áttu verk á þessari sýningu 

BEIRÚT, BEYRUT, BEYROUTH, BEYROUT

sem var í í Listasafn íslands 8.2.-31.3.2019 virka amk. mjög áhugaverðir ef maður flettir þeim upp og les sér til um þá. Það er svo margt hverfult. Nú má amk. ætla að líf þeirra flestra sé varanlega breytt. Eins og sjá má á myndböndum og viðtölum á MOMA vefnum sem ég vísa í hér að ofan, þá er leitað til listamanna og því sem þeir hafa að segja./ I missed this exhibition in Reykjavik last year for some reason. It is not easy to get an overview what is was about from the website and photographs. 

ÁHUGAVERÐIR TÍMAR

Mér finnst mikilvægt að tala um myndlist og segja frá því sem maður sér. Mér finnst líka mikilvægt að miðla því sem ég er að gera, koma því áfram, taka á móti þeim sem vilja skoða verk, miðla þekkingu og kunnáttu í málun með námskeiðum og með því að segja frá mínum verkum, en líka heyra hvað aðrir hafa um sín verk að segja. Nú þegar ekki er hægt að opna upp á gátt og ekki alveg víst hvernig mál þróast er mikilvægt að leita nýrra leiða til að halda uppteknum hætti. Það er vissulega áskorun og það eru þrátt fyrir allt áhugaverðir tímar!! It is necessary to talk about art, about paint and paintings, methods, inspiration other artists. Now it is impossible to have things like they always have been. It is a challenge to keep on going....but like always....interesting!!!!!


Monday, October 21, 2019

Október - undarlegt sumar og framhald




Það er svolítið notalegt þegar haustið hellist yfir. Þá skapast tími og rými til að byrja á einhverju nýju eða halda áfram með það sem er í bígerð. Sumarið var óvenjulegt því ég lenti í veikindum í lok júní, fékk sýkingu við nýra sem beinlínis lagði mig flata og ég gat ekki unnið eða sinnt því sem ég er vön og þurfti að reiða mig á þá sem standa mér næst við alla hluti. Þetta var "lesson in life" því ég er alltaf alveg fílhraust og víla ekki fyrir mér að ákveða og gera það sem þarf að gera en við þessar aðstæður gat ég ekki gert neitt, hvað þá farið á vinnustofuna, unnið eða planað. /Fall is always nice. Then there is time to start something new or keep on doing the stuff you were doing. This summer was very different for me, I got serious kidney infection in the end of June and couldn't work or do anything for a long time and had to rely on my family and friends. It was a lesson in life, usually I am healthy and can do anything I care to do but not being able to do the usual housework, go to the studio or plan or PAINT was difficult.
Það léttir tilveruna að vera með þessa ungu stúlku í kringum sig.
Melkorka Úa Erlendsdóttir með ömmu í sveitinni.
Life is just perfect with little Melkorka Úa.
Sem betur fer er ég búin að fá heilsuna og orkuna mína að mestu til baka, en þarf þó að fara vel með mig, passa vel upp á hvíld, mat og drykk og að gera ekki of mikið í einu. Maður er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir fólkið sitt, en veltir því líka fyrir sér hvernig maður nýtir sér þessa reynslu eða réttara sagt, mun þessi reynsla breyta mér á einhvern hátt?/ I have thankfully recovered and my energy is coming back, but I am careful, one day at a time and eternally greatful for the wonderful people around me. At the same time I wonder how or if this experience will change the way I work. Only time will tell. 
Listamessa Torg 2019
Torg Art Fair 2019
Það var hressandi að taka þátt í Torg listamessu á Korpúlfsstöðum í 4.-6. október. Maður hitti svo marga sem maður þekkti, en líka marga sem þekktu mig(en ég ekki þá :) ). Auk þess var svo góður andi á staðnum og ég var heppin að vera á góðum stað.

AðstoðarMaðurinn eini sanni / The assistant par excellance
It was great to participate in Torg Art fair that SIM organized 4.-6th of October in Korpúlfsstaðir. A lot of people I knew(also very many I didn't know)stopped at my booth to talk.

Góð vinkona tók þessa mynd af mér.
Það er mikil vinna að standa vaktina heila helgi og gott að geta tyllt sér
Nice photograph of my booth(and me).
It's a lot of work to hang and plan your booth...but worth it.
Það er magnað eftir svona langt hlé frá vinnustofunni að byrja á nýrri seríu af myndum. Taka fram myndirnar sem ég var byrjuð á snemma í vor og halda áfram með þær. Grunna nýjar plötur....finna nýtt landslag. Hlakka til að halda áfram, finn kraftinn í vinnunni og held að það sé eitthvað spennandi í bígerð. / It is great to start working at the studio again. Priming old and new paintings, figuring out new landscape. Can't wait to keep on working!!!

Restar/Remains 2019
#workinprogress




  





Friday, April 19, 2019

Apríl - ýmislegt/April Various things


VINNUSTOFAN/MY STUDIO

Ýmis verkefni stór og smá eru framundan. Á vinnustofunni er undirbúningur fyrir Bjarta daga í hámarki og að þessu sinni er það örsýningin "Sunnan vindur baby" sem opnar á Sumardaginn fyrsta 25.4. kl. 14-17 og viðburðurinn Gakktu í bæinn 26.4. kl. 18-21 þar sem listamenn í Hafnarfirði bjóða á vinnustofur sínar./Open studio days coming up. Selection of work with warm colors and the studio will be filled with plants. Culture in focus in Hafnarfjörður in April.
Sunnan vindur baby/Work in progress
Vinnustofan verður með suðrænum anda þessa daga, plöntur og verk valin saman á veggjum sem höfða til suðrænna slóða, en gefa jafnframt til kynna nýjan veruleika og hugsanaferli með hnattrænni hlýnun jarðar. Manni beinlínis hlýnar því um hjartarætur á viðburðinum “Gakktu í bæinn” föstudaginn 26. apríl kl.18-21. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 20 tökum við lagið og syngjum nokkra suðræna slagara. Sýningin stendur einungis þessa daga en opið verður eins og venjulega eftir samkomulagi á vinnustofunni.
Sunnan vindur baby/Work in progress
NÁMSKEIÐ/PAINTING COURSES
Mars var námskeiðsmánuður á vinnustofunni. Það er alltaf gaman að taka á móti nýjum og áhugasaömum málurum og breyta vinnustofunni. Það er frábært að vera með allt innan handar , bækur, efni og áhöld og svo fara þátttakendur heim með eitthvað nýtt undir hendinni eða í kollinum. Námskeið 4 - Íblöndunarefnin sem er bara eitt skipti og í fyrirlestra- og sýnikennsluformi er greinilega að hitta í mark og nýtist þeim sem hafa verið að mála og eru með einhverja þekkingu.  Ég ætla að vera með það aftur 7. maí nk. og um að gera að skrá sig strax, síðast komust færri að en vildu. Ég auglýsi námskeiðin á facebook síðu minni: hér /
Several Oil Painting courses were at my studio in March and next one coming up on May 7th. from 4-8pm.
Íblöndunarefnin/Some oil material for the Art course

Íblöndunarefnin/Some acrylic material for the Art course
VINNUSTOFUDVÖL Í DÜSSELDORF Í MAÍ/
ARTIST RESIDENCY IN GERMANY IN MAY
Af og til þarf að fríska upp á listatilveruna og ég er svo heppin að vera að fara til Düsseldorf í maí í skiptiprógrammi sem SÍM er að byrja með í samstarfi við Verein der Düsseldorfer Künstler. 2 íslenskir listamenn munu dvelja þar og 2 þýskir listamenn koma til Íslands í ágúst. Ég hef reynslu af því að svona dvalir skila sér margfalt til baka, ótruflaður tími til að hugsa og skoða og skissa./Artist residency in Düsseldorf Germany coming up in May. An exchange program with SIM where two icelandic artists stay in May and two german artists in Iceland in August. From my experience a stay like that gives you time to focus and explore new art paths. 
Ísland/Apríl
SÝNINGAR/EXHIBITIONS 
 Það er kominn tími til að sýna Wish you were here póstkortaprojektið á Íslandi. Fyrir ári síðan vorum við Heike Liss í Chile, nú er það Mjólkurbúðin, Akureyri 3.-11. ágúst nk. Alltaf bætist við kortin og það verður gaman að sýna fyrir norðan. Sjá: https://www.wishyouwerehereproject.com/
Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?

Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?





Monday, January 28, 2019

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)


Órætt landslag/norður
Ég opnaði á dögunum sýninguna Órætt landslag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Salurinn er rekinn af Seltjarnarnesbæ með miklum menningarbrag og er í tengslum við bókasafnið á efri hæð Eiðistorgs. Þetta er fallegur salur og samhengið frábært, margir sem eiga leið hjá. /My solo exhibition"Órætt landslag" is at Gallery Grotta, Seltjarnarnes west of Reykjavik. It is up for a month from 24th. of January until 24th of February.
Opnun sýningar/Opening of "Órætt landslag" 2019(Moi)

Boðskort á sýninguna
Ljósmyndir af landslagi teknar á ferð út um bílrúðu á leiðinni frá einum stað til annars verða innblástur nýrra verka þegar á vinnustofuna er komið.  Markmiðið er þó ekki að ná niður eftirmynd af því svæði sem ég fer um heldur er áhersla á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” og tvö málverk unnin með 13 ára millibili./Photographs of landscape taken out of the car window while driving inspire new work at the studio. I'm not looking for the reproduction of the place but work fast and focus focus on color and form and repetition. I keep in mind my earlier work I have done and my peers in abstract painting.

Ljósmynd tekin á ferð úr bíl á leið um Suðurland/janúar 2019
On the road - Snapshot of a landscape - South/January 2019
Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unnar sl. mánuð og sumar varla þornaðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka(svo eitthvað komist upp á vegg!!). Öll skilningarvit eru þanin, skynjarar hafa vart undan að taka á móti litaflæði og formum sem koma í röðum(eins og kölluð). Ég hugsa um tónlist en hlusta á myndlist./Most of the work I did past 2 months and some are still wet. It is refreshing to challenge yourself at the beginning of new year, no time to think you just have to trust the senses and flood of color and forms. While working I think about music but listen to the paint.

Órætt landslag /suður 2019
"Órætt landslag" / South 2019

Órætt landslag / mýkt 2019
Órætt landslag / softness 2019

Einskonar landslag/Flæði I, 2006 /Órætt landslag/Flæði II 2019
Oil on wood 2006/Oil and wax on wood 2019




Órætt landslag - Sería suður 2019 24x29cm.
"Órætt landslag" South Series 2019 24x29 cm.



Órætt landslag - Sería norður mismunandi stærðir
"Órætt landslag" - North Series 2017/2019 Various Sizes 


-->

Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Wednesday, February 21, 2018

Um að vera skapandi/Being creative

Það er stundum erfitt að finna tíma og leiðir til að vera skapandi. Það er áhugavert að lesa hér um Josef Albers og hvaða sýn og leiðir hann lagði til í sinni kennslu, en hann var einn af frumkvöðlum Bauhaus (já ekki verslunarinnar heldur skóli sem hann kom á fót!!). Hann lagði áherslu á óhefðbundin tól og tæki við sína nemendur og sérstaklega hvað varðar litablöndun og litaskoðun og hvernig ætti að líta á teikningu. / It is sometimes difficult to find the time and know how to be creative. It is great to read about Josef Albers and his ways with his students. He was very strickt with using non traditional tools, especially in color studies and how to look at drawing.
Gult - rautt
Yellow - red

Blátt - gult
Blue - yellow
Skoðið þessa frábæru grein hér um Josef Albers og ekki úr vegi að prófa það sem hann lagði til í sinni kennslu til að hvetja okkur til að horfa og nota óhefðbundnar leiðir. Td að skrifa nafnið þitt með stórum stöfum og svo alveg eins afturábak./Look at this great article and J.A. ways in his teaching methods. Like writing your name and then writing it backwards. As a way of looking...and drawing.

Sjá hér: https://www.artsy.net/article/artsy-editorial-artist-josef-albers

Mér sýnist ég vera ómeðvitað að skoða þetta svolítið þessa dagana. Ég er að kenna í forföllum Teikningu 1 í Myndlistarskóla Reykjavíkur og nemendur eiga að teikna kassa, kúlu, keilu o.sv.frv. Ég hef því þurft að rifja upp og finna út hvernig maður kennir það sem manni finnst sjálfsagt og hvernig maður brýtur það upp, en líka hvernig kennir maður einhverjum að horfa, skoða, mæla og setja það á blað. Mjög áhugavert og hressandi. / I'm temporarily teaching Drawing 1, a beginners course in drawing. It is very interesting to figure out ways to teach what has become natural and spontanious for me. Very refreshing.

Mismunandi grunnar og litagleði
Different ground and playing with colors

Gott að hreinsa penslana á stórri plötu...hvað verður úr þessu?
Clean the brushes on a big plate...will it be something?
Svo er ég með námskeið á vinnustofunni framundan þar sem ég er að ýta fólki af stað sem er komið mislangt að mála og það er spennandi. Þá fer maður sjálfur að skoða og spá og prófa sig áfram. Josef Albers talar líka um mikilvægi þess að vera agaður en tilraunagjarn. Svo maður er líklega að reyna það. /I have painting courses coming up in the studio and my students are both beginners and advanced. So it is important to force yourself to experiment and figure out ways to open up this media, oil painting. Like J.A. talks about the importance of discipline and experiments.

Tuesday, January 30, 2018

Námskeið 2018/Painting courses 2018

Litir....
Mér finnst ótrúlega gaman að kenna, þó stundum sé gott þegar það er ekki of þétt kennsludagskráin ef margt annað er í gangi. Það hreyfir við manni í kollinum, svo af og til tek ég því til á vinnustofunni og set upp námskeið. Það getur stundum verið erfitt að finna tíma þar sem allt gengur upp. Mér finnst gott að hafa samfellu í námskeiðunum og legg upp með ákveðið þema/aðferð þó stundum notist ég við plan sem ég hef notað áður. Ég vil hafa hópana litla, kannski 5-7 manns og góða stemmingu og þetta er alltaf tilhlökkunarefni. Svo nú ætla ég að taka smá námskeiðstörn í lok febrúar og fram í miðjan mars mánuð. Maður skráir sig hjá mér hér á vinnustofunni eða í s:8987425 og svo má líka senda mér póst á soffias@vortex.is.
Frá sumarnámskeiði/A great summer painting group
Ýmis tól og tæki/Various tools


Námskeið I - Laugardagur 24. febrúar 11-16. 
Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi. Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi, en í lokin er sýnikennsla í að búa til coldvax. 
Verð:15.000

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu, en hentar einnig sem undirbúningur að námskeiðinu “Undir yfirborðið” sem haldið verður 8.-11. mars. Þeir sem vilja einnig koma á bæði námskeiðin fá 20% afslátt.  
Gatan mín..hverfið mitt....

Sveitin mín....


Námskeið II - 1. - 5. mars 2018
Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)
Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

1.3. Fimmtudagur 17-19 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir.
3.3. Laugardagur 10-17  Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.
4.3. Sunnudagur 10-17 Færum okkur yfir í olíulitina.
5.3. Mánudagur kl. 16-19 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.
 Verð: 30.000 (*hægt að skipta greiðslu). 19 tímar - Mikið innifalið.
Gamblin Cold Wax/Efni til að búa til Cold Wax

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Námskeið III  - 8.-11.mars 2018Undir yfirborðið…Námskeið fyrir lengra komna


Yfirgripsmikið námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á skissuvinnu og áhrif umhverfis á verk. Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, akrílbleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír. Litaval takmarkast við svartan, bláan, okkurgulan, brúnan og hvítan.

Fimmtudagur 8. mars 16-19
Hittumst á vinnustofu, kynning á viðfangsefni og fyrirkomulagi, skoðum bækur og efnið sem vinna á með(vax, olíuliti, akríl, kol, tré, pappír, spaðar, penslar, tuskur) og mismunandi leiðir til að skissa.
Föstudagur 9.mars 16-19
Skissað og skoðað. Hittumst í fjörunni á Álftanesi(nánari staðsetning síðar)Notum myndavélina, en líka pappír og kol og fleiri teikniáhöld. Höldum áfram á vinnustofunni. Notum hvítt gezzo, koladuft og graphyte á þykkan pappír. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).
Laugardagur 10. mars kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.
Sunnudagur 11. mars kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Sjá efnislista. Kaffi, te, vatn, kaka. Skiptum með okkur helgardögunum og leggjum með okkur á hádegishlaðborð.
Verð: 60.000/Hægt að skipta greiðslu en við skráningu skal greiða helming þátttökugjalds(vegna efniskostnaðar).

ATH! Hægt að fá námskeiðið niðurgreitt hjá stéttarfélögum.

Hugsanlegt að sama námskeið verði haldið aftur í lok apríl/maí ef næg þátttaka fæst og í Hvíta húsi á Snæfellsnesi í september.




--> --> -->