Showing posts with label sculptures. Show all posts
Showing posts with label sculptures. Show all posts

Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Monday, May 29, 2017

Hulið landslag/Hidden landscape - Sýning/Exhibition - Gerðuberg

Hulið landslag í Gerðubergi 20.5.-27.8.2017
Einkasýning mín Hulið landslag opnaði í Gerðubergi 20. maí og stendur í allt sumar. Verkin á sýningunni eru að mestu á pappír, skissur, teikningar stórar og smáar, pappírsrúllur, grafíkverk og loks litlir skúlptúrar. Mig langar að vekja tilfinningu fyrir landslagi sem er þér hulið á einhvern hátt, getur verið tilbúningur, landslag sem þú kemst ekki að eða á stað sem þú hefur ekki komið á.
Hulið landslag/Klettar
Hidden landscape/Rocks
I opened my soloshow Hidden landscape at Gerðuberg Cultural centre on May 20th and it will be up for the whole summer. I show a good selection of work on paper, a big drawing, paper scrolls, some sketches and small sculptures. I want to open up a world of hidden landscapes that are somehow not easy to see or get to. They might be under water, on top of mountains, in the skies, or just in my mind, but the result is on the paper. Here are some pics from the preparation for the show.

Hulið landslag/Skissur
Hidden landscape/Sketches