Showing posts with label sumar. Show all posts
Showing posts with label sumar. Show all posts

Monday, October 21, 2019

Október - undarlegt sumar og framhald




Það er svolítið notalegt þegar haustið hellist yfir. Þá skapast tími og rými til að byrja á einhverju nýju eða halda áfram með það sem er í bígerð. Sumarið var óvenjulegt því ég lenti í veikindum í lok júní, fékk sýkingu við nýra sem beinlínis lagði mig flata og ég gat ekki unnið eða sinnt því sem ég er vön og þurfti að reiða mig á þá sem standa mér næst við alla hluti. Þetta var "lesson in life" því ég er alltaf alveg fílhraust og víla ekki fyrir mér að ákveða og gera það sem þarf að gera en við þessar aðstæður gat ég ekki gert neitt, hvað þá farið á vinnustofuna, unnið eða planað. /Fall is always nice. Then there is time to start something new or keep on doing the stuff you were doing. This summer was very different for me, I got serious kidney infection in the end of June and couldn't work or do anything for a long time and had to rely on my family and friends. It was a lesson in life, usually I am healthy and can do anything I care to do but not being able to do the usual housework, go to the studio or plan or PAINT was difficult.
Það léttir tilveruna að vera með þessa ungu stúlku í kringum sig.
Melkorka Úa Erlendsdóttir með ömmu í sveitinni.
Life is just perfect with little Melkorka Úa.
Sem betur fer er ég búin að fá heilsuna og orkuna mína að mestu til baka, en þarf þó að fara vel með mig, passa vel upp á hvíld, mat og drykk og að gera ekki of mikið í einu. Maður er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir fólkið sitt, en veltir því líka fyrir sér hvernig maður nýtir sér þessa reynslu eða réttara sagt, mun þessi reynsla breyta mér á einhvern hátt?/ I have thankfully recovered and my energy is coming back, but I am careful, one day at a time and eternally greatful for the wonderful people around me. At the same time I wonder how or if this experience will change the way I work. Only time will tell. 
Listamessa Torg 2019
Torg Art Fair 2019
Það var hressandi að taka þátt í Torg listamessu á Korpúlfsstöðum í 4.-6. október. Maður hitti svo marga sem maður þekkti, en líka marga sem þekktu mig(en ég ekki þá :) ). Auk þess var svo góður andi á staðnum og ég var heppin að vera á góðum stað.

AðstoðarMaðurinn eini sanni / The assistant par excellance
It was great to participate in Torg Art fair that SIM organized 4.-6th of October in Korpúlfsstaðir. A lot of people I knew(also very many I didn't know)stopped at my booth to talk.

Góð vinkona tók þessa mynd af mér.
Það er mikil vinna að standa vaktina heila helgi og gott að geta tyllt sér
Nice photograph of my booth(and me).
It's a lot of work to hang and plan your booth...but worth it.
Það er magnað eftir svona langt hlé frá vinnustofunni að byrja á nýrri seríu af myndum. Taka fram myndirnar sem ég var byrjuð á snemma í vor og halda áfram með þær. Grunna nýjar plötur....finna nýtt landslag. Hlakka til að halda áfram, finn kraftinn í vinnunni og held að það sé eitthvað spennandi í bígerð. / It is great to start working at the studio again. Priming old and new paintings, figuring out new landscape. Can't wait to keep on working!!!

Restar/Remains 2019
#workinprogress




  





Tuesday, August 1, 2017

Sumarsýningar

Það er gaman að skoða myndlist og myndlisarsýningar á sumrin. Um þessar mundir eru óvenju margar sýningar í gangi á höfuborgarsvæðinu sem áhugavert er að skoða í samhengi við hver aðra. Náttúra, landslag og náttúruskoðun er brunnur sem hægt er að sækja innblástur til og kemur við sögu á þeim sýningum sem ég vil hér draga fram/ Several interesting exhibitions have been and some are still up or just opened in Reykjavík this summer.
Fjallið Hekla á sumarnóttu fyrir stuttu/
Mountain Hekla a summernights dream
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur Bleikur sandur  í Gallerí Gróttu https://www.facebook.com/GalleriGrotta sem ég sá í júní sl. byggir á upplifun hennar á náttúru og landslagi í nágrenni sumarhúss hennar þar sem hún er með vinnustofu, en hún sýnir málverk unnin á undanförnum tveimur árum. Þessar myndir eru teknar af Facebooksíðu hennar og sýna verkin sjálf, umhverfið sem þau eru sprottin úr og texta sem fylgdi með og segir það sem segja þarf. Sýningunni lauk 16. júní. / I saw Aðalheiður Valgeirsdóttir's paintings in her exhibition Bleikur sandur/Pink sand Gallery Grótta in Seltjarnarnes earlier this summer. She has a studio on the country side in Southern part of Iceland and it influences her work. Wonderful colors and powerful work.
Málverk Aðalheiðar/Some of Aðalheiður's paintings

Ljómynd úr sveitinni/A photograph of her studio

Texti sem fylgir sýningunni/
A text about her work that adresses the way nature and this place has on her work
Í Nesstofu, lækningaminjasafni Seltjarnarness má sjá sýninguna LIST officinalis samsýningu 8 listamanna, en sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sem eru í samtali við urtagarðinn í Nesi. Verkin eru ólík, en það má glögglega sjá hvaðan innblásturinn kemur og verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eru þar ekki undanskilin með marglitu blómahafi. En ég get mér þess til að vera hennar og ferðamennska á fjöllum og úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á úrvinnslu og val á myndefni. Málverk Eggerts Péturssonar innblásið af verki Muggs Sjöundi dagur í Paradís er áhrifamikið þó það sé ekki stórt. Blóm, lækningajurtir og fallegt umhverfi Nesstofu er heillandi. Sýningin er opin í allt sumar. Myndir eru teknar af facbooksíðu Rósu./ An exhibtion at Nesstofa LIST officinalis a group show in connection with the herb garden at Nesstofa.
Boðskort sýningarinnar LIST offiicinalis/Invite

Blómaverk Rósu Sigrúnar í vinnslu/
Rósa Sigrún's work in the making

Blómaverk Rósu Sigrúnar á vegg/On the wall
Í Náttúrusafni Kópavog  http://www.natkop.is/  er Guðbjörg Lind Jónsdóttir með sýninguna Fyrirbæri og hefur þar samtal lista og vísinda. Ég er ekki búin að sjá sýninguna en hlakka sannarlega til að skoða hana/ In Kopavogur Natural History Museum yoou can see Guðbjörg Lind artwork. A wonderful artist and painter in conversation with science this time.
Grein úr Morgunblaðinu 
Verk Guðbjargar Lindar af sýningunni Fyrirbæri


Það eru fleiri sýningar í höfuðborginni og úti á landi sem ég vonast til að sjá svo sem stór yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. Í Grafíksalnum sýnir Björg Örvar-Haltu á mér hita og opnaði um síðustu helgi sem ég hlakka mikið til að sjá auk samsýningarinnar A17 í Listasafni Reykjanesshttp://listasafn.reykjanesbaer.is/a17-3  þar sem teflt er saman hópi abstraktlistamanna af yngri kynslóðinni sem ég hlakka til að sjá. / There are several other interesting exhibitions that I can't wait to see. But I can also easily just enjoy life in icelandic nature during those summer months.









Tuesday, June 6, 2017

Námskeið Hvíta hús sumar 2017/Workshops Hvíta hús summer 2017

Snæfellsjökull/Horft út um dyrnar í Hvíta húsi
Eins og áður verð ég með einhver námskeið í sumar og að þessu sinni ætla ég að vera með tvö námskeið í Hvíta húsi á Snæfellsnesi en Elva Hreiðarsdóttir vinkona mín hefur nýverið fest kaup á því og ætlar auk hefðbundinnar "listamannadvalar" að bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og sumarið verður vel nýtt. Ég hef áður dvalið í Hvíta húsi og unnið að sýningum og verkum og get fullyrt að þetta er einstakur staður og gaman verður að bjóða upp á námskeið þar. Sjá meira um staðinn hér: http://www.hvitahus.is/


I will have a a few painting courses/workshops this summer at Hvíta hús in Snæfellsnes. It is a spectacular place and I have stayed there a few times as an artist in residence. Elva Hreiðarsdóttir, a good friend of mine and fellow artist recently bought it and now runs it along with her husband Halldór. http://www.hvitahus.is/

Fuglaverkefni(frá námskeiði)

Ýmsar leiðir til að skoða fugla - Mynd frá námskeiði

Í fyrsta skipti ætla ég að prófa að vera með námskeið fyrir unglinga/ungmenni og hlakka til að vinna með fugla og "fönn" þar sem við skoðum ýmsa skrýtna fugla, látum ímyndunaraflið ráða, notum skæra liti og grunnum pappírinn og spreyjum. Spreytum okkur svo á fuglum sem viðfangsefni og áhersla á að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og hafa gaman að, frekar en að nálgast verkin með alvarleika og raunsæi.

I will offer a short course workshop for teenagers/young people at Hvíta hús called "Birds & fun". We will work with bright colors on big sheets of paper working with acrylics and paint spray. Looking at birds but also having fun and let the imagination take over. 


Hvíta hús – Snæfellsnes
Fuglar og “fönn”
28.-29.6.(miðvikudag og fimmtudag kl. 17-21)
Námskeið í málun fyrir unglinga
Málað á stórar pappírsarkir
Akríllitir, stórir penslar og sprey
Allt efni innifalið.

Þátttakendur:10

-->
Verð: 20.000

Stórfengleg sýn
Koladuft, kol, litaduft, stórir penslar


Undir yfirborðið
er helgarnámskeið/workshop sem haldin verður 22.-24. september og er fyrir lengra komna í málun og þá sem hafa einhverja reynslu af að vinna sjálfstætt. Á námskeiðinu förum við svolítið undir yfirborð hlutanna, skoðum uppbyggingu mynda, grunna, skissuvinnu og hraðskissur með nýjum efnum. Skoðum valda listamenn og verk þeirra/úrvinnslu og ýmislegt ítarefni fylgir námskeiðinu. Sækjum viðfangsefnið úr grenndinni, sjórinn, fjaran, landslagið, sjónadeildarhringurinn. Allt efni er innifalið, en gisting og matur er á eigin kostnað en skipulagt betur þegar nær dregur.




´"Under the surface" - A workshop for advanced painters at Hvíta húsið 22.-24th of September. We work with charcoal, coldwax mediom, acrylic, Ink and Oil paint on wood plate, painting board and paper. Limited painting palette, black, brown, blue and white. With simple methods and iby sketching and working on nteresting mix of material we work with nature and landscape near by.  We look at selected artists and their work. All material is included but accommodation and board is not included though that will be organized with the participants.  


Hvíta hús – Snæfellsnes

-->

Undir yfirborðinu
Námskeið fyrir lengra komna
Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, bleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír.
Litaval takmarkast við svartan, bláan, brúnan og hvítan.

Föstudagur 22.9. kl.17-21
Skissað og skoðað í nánasta umhverfi. Notum hvítt gezzo á “painting board” og skissum með kolum. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).

Laugardagur 23.9. kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.

Sunnudagur 24.9. kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Allt efni, kaffi, te, kaka og ávextir.
Verð: 70.000

Gisting, matur, ferðir og uppihald er sér og á ábyrgð þátttakenda. Staðfestingargjald 10.000 krónur sem greitt er við skráningu. Nánari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425.



Monday, May 29, 2017

Hulið landslag/Hidden landscape - Sýning/Exhibition - Gerðuberg

Hulið landslag í Gerðubergi 20.5.-27.8.2017
Einkasýning mín Hulið landslag opnaði í Gerðubergi 20. maí og stendur í allt sumar. Verkin á sýningunni eru að mestu á pappír, skissur, teikningar stórar og smáar, pappírsrúllur, grafíkverk og loks litlir skúlptúrar. Mig langar að vekja tilfinningu fyrir landslagi sem er þér hulið á einhvern hátt, getur verið tilbúningur, landslag sem þú kemst ekki að eða á stað sem þú hefur ekki komið á.
Hulið landslag/Klettar
Hidden landscape/Rocks
I opened my soloshow Hidden landscape at Gerðuberg Cultural centre on May 20th and it will be up for the whole summer. I show a good selection of work on paper, a big drawing, paper scrolls, some sketches and small sculptures. I want to open up a world of hidden landscapes that are somehow not easy to see or get to. They might be under water, on top of mountains, in the skies, or just in my mind, but the result is on the paper. Here are some pics from the preparation for the show.

Hulið landslag/Skissur
Hidden landscape/Sketches