Showing posts with label Verkefni í MyndMos. Show all posts
Showing posts with label Verkefni í MyndMos. Show all posts

Tuesday, June 6, 2017

Námskeið Hvíta hús sumar 2017/Workshops Hvíta hús summer 2017

Snæfellsjökull/Horft út um dyrnar í Hvíta húsi
Eins og áður verð ég með einhver námskeið í sumar og að þessu sinni ætla ég að vera með tvö námskeið í Hvíta húsi á Snæfellsnesi en Elva Hreiðarsdóttir vinkona mín hefur nýverið fest kaup á því og ætlar auk hefðbundinnar "listamannadvalar" að bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og sumarið verður vel nýtt. Ég hef áður dvalið í Hvíta húsi og unnið að sýningum og verkum og get fullyrt að þetta er einstakur staður og gaman verður að bjóða upp á námskeið þar. Sjá meira um staðinn hér: http://www.hvitahus.is/


I will have a a few painting courses/workshops this summer at Hvíta hús in Snæfellsnes. It is a spectacular place and I have stayed there a few times as an artist in residence. Elva Hreiðarsdóttir, a good friend of mine and fellow artist recently bought it and now runs it along with her husband Halldór. http://www.hvitahus.is/

Fuglaverkefni(frá námskeiði)

Ýmsar leiðir til að skoða fugla - Mynd frá námskeiði

Í fyrsta skipti ætla ég að prófa að vera með námskeið fyrir unglinga/ungmenni og hlakka til að vinna með fugla og "fönn" þar sem við skoðum ýmsa skrýtna fugla, látum ímyndunaraflið ráða, notum skæra liti og grunnum pappírinn og spreyjum. Spreytum okkur svo á fuglum sem viðfangsefni og áhersla á að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og hafa gaman að, frekar en að nálgast verkin með alvarleika og raunsæi.

I will offer a short course workshop for teenagers/young people at Hvíta hús called "Birds & fun". We will work with bright colors on big sheets of paper working with acrylics and paint spray. Looking at birds but also having fun and let the imagination take over. 


Hvíta hús – Snæfellsnes
Fuglar og “fönn”
28.-29.6.(miðvikudag og fimmtudag kl. 17-21)
Námskeið í málun fyrir unglinga
Málað á stórar pappírsarkir
Akríllitir, stórir penslar og sprey
Allt efni innifalið.

Þátttakendur:10

-->
Verð: 20.000

Stórfengleg sýn
Koladuft, kol, litaduft, stórir penslar


Undir yfirborðið
er helgarnámskeið/workshop sem haldin verður 22.-24. september og er fyrir lengra komna í málun og þá sem hafa einhverja reynslu af að vinna sjálfstætt. Á námskeiðinu förum við svolítið undir yfirborð hlutanna, skoðum uppbyggingu mynda, grunna, skissuvinnu og hraðskissur með nýjum efnum. Skoðum valda listamenn og verk þeirra/úrvinnslu og ýmislegt ítarefni fylgir námskeiðinu. Sækjum viðfangsefnið úr grenndinni, sjórinn, fjaran, landslagið, sjónadeildarhringurinn. Allt efni er innifalið, en gisting og matur er á eigin kostnað en skipulagt betur þegar nær dregur.




´"Under the surface" - A workshop for advanced painters at Hvíta húsið 22.-24th of September. We work with charcoal, coldwax mediom, acrylic, Ink and Oil paint on wood plate, painting board and paper. Limited painting palette, black, brown, blue and white. With simple methods and iby sketching and working on nteresting mix of material we work with nature and landscape near by.  We look at selected artists and their work. All material is included but accommodation and board is not included though that will be organized with the participants.  


Hvíta hús – Snæfellsnes

-->

Undir yfirborðinu
Námskeið fyrir lengra komna
Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, bleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír.
Litaval takmarkast við svartan, bláan, brúnan og hvítan.

Föstudagur 22.9. kl.17-21
Skissað og skoðað í nánasta umhverfi. Notum hvítt gezzo á “painting board” og skissum með kolum. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).

Laugardagur 23.9. kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.

Sunnudagur 24.9. kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Allt efni, kaffi, te, kaka og ávextir.
Verð: 70.000

Gisting, matur, ferðir og uppihald er sér og á ábyrgð þátttakenda. Staðfestingargjald 10.000 krónur sem greitt er við skráningu. Nánari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425.



Monday, January 28, 2013

Nýtt myndlistarár 2013

Frá sýningunni Hreyfing augnabliksins
 í Listasafni Reykjavíkur
Það er ástæða til að fagna hverju myndlistarári og alltaf áhugavert að velta fyrir sér í upphafi árs hvað skal taka sér fyrir hendur á myndlistarvettvangi, hvaða sýningar verða í sölum borgarinnar, hvaða listamenn eru spennandi og hvað vekur athygli. Eftir Þýskalandsdvölina í lok árs 2012 var gott að koma heim og sjá að þar var líka heilmikið áhugavert í gangi þó fjöldi sýningarstaða sé takmarkaður eins og gefur að skilja . Ég rétt náði sýningu Kristins Harðarsonar, Mæting í Gerðarsafni í lok desember sem var stór og fjölbreytt með teikningum, málverkum ofl. og óvenjulegan vinkil á nánasta umhverfi listamannsins sem skrásetur það af mikilli nákvæmni og fær mann til að hugsa um staði og staðsetningar á nýjan máta. Það var líka alveg frábærlega hressandi sýning með Margréti Jónsdóttur í Sal Grafíkfélagsins í desember sem allt of margir létu framhjá sér fara en má sjá betur hérhttp://mjons.blogspot.com/ . Það var hrein upplifun að sjá yfirlitssýningu Ragnheiðar Jónsdóttur, Hugleikir og fingraflakk á Kjarvalsstöðum sem veitti góða sýn á fjölbreytni hennar sem listamanns. Grafíkverkin hennar, stórar ætingar frá áttunda áratugnum sjást víða en það var svo gaman að sjá þau svona mörg saman og í grúppum, þá sá maður hvað þau voru sterk og þróunin áhugaverð. Ekki var síður frábærar stórar óræðar kolateikningar hennar sem minntu á jörð, hreyfingu, veður, kraft og sérstaklega var áhugavert að sjá þróunina úr frásagnakenndum ætingunum yfir í óhlutbundnar teikningar. Þá sá ég sýninguna Hreyfing augnabliksins í Listasafni Reykjavíkur á síðasta degi og hefði gjarnan viljað gefa mér betri tíma. Listamenn voru valdir út frá því að þeir vinna þannig að þeir leyfa efnunum að vinna að mörgu leyti án þess að koma mikið við verkin beinlínis. Þar fannst mér sérstaklega áhugaverð og heillandi verk Rögnu Róbertsdóttur sem vann þar með saltkristalla á pappír og í glerkúpli en hún er nú með einkasýningu í Gallerí i8. Mér fannst hugmyndin að sýningunni skila sér vel í vali á listamönnum og sérstaklega fannst mér verk Jóhanns Eyfells sem tók upp mikinn hluta sýningarinnar, svo sem stór bómullarrefill sem hafði legið úti lengi undir járnstöngum og myndbandsverk með viðtali við hann eftir Þór Elís Pálsson sterkt. Sú aðferð að leyfa efnunum að vinna er áhugaverð og það ferli sem fer í gang getur verið óhemju fallegt. Þykkt lím sem þornar springur gjarnan, olíupollur skreppur saman þegar hann þornar og þetta má nýta á áhrifaríkan hátt í myndverk. Harpa Árnadóttir vinnur oft með þetta í verkum sínum sjá hér: http://www.harpaarnadottir.com/works/works.html#9 .


Ferðalangur - 2013
Mitt myndlistarár 2013 helgast af uppskeru á því sem ég hef verið að safna í sarpinn undanfarið og þarf nú að koma frá mér með ýmsum hætti. Það er spennandi en líka svolítið stressandi því ég þarf að velja úr og ritskoða það sem ég er búin að vera að gera, ég þarf líka að skrásetja það og sýna auðvitað, gera fréttatilkynningar og sýningarskrár, láta taka myndir af verkum, ákveða innrömmun eða ekki, hversu mikið á að sýna og hvenær og þannig mætti lengi telja. Ég verð með litla sýningu "Kleine Welt" í rýminu Herbergið í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 7.-24.febrúar. Þar mun ég sýna vatnslitaverk á pappír, málverk og smáverk sem ég vann í Þýskalandi. Mig langar til að gefa innsýn í vinnuferli mitt, skapa þar smá - heim ævintýra og uppgötvana en líka að hafa svolítið gaman af og koma fólki á óvart. Framhald af þeirri sýningu verður í Sal Grafíkfélagsins í sumar.

Kennsla/námskeið/smiðjur. Eins og áður kenni ég við Myndlistarskóla Mosfellsbæjar kröftugum hópi á þriðjudagskvöldum. Ég er með "Ljóðræna abstraction" hjá þeim sem er krefjandi verkefni en óhemju spennandi og ég hlakka til að sjá hvað kemur. Ég hef ekki verið með viðfangsefni í líkingu við það áður og það er gaman að takast á við eitthvað nýtt. Í vor mun ég aftur vera með stutt námskeið í MyndMos fyrir byrjendur líkt og í fyrra og einnig endurtaka fyrirlestra mína um olíuliti og tól/tæki í olíumálun í apríl en það verður nánar auglýst síðar.

Mikið er spurt um námskeið í málun og ýmislegt í þá átt þessa dagana og ég verð með nokkur helgarnámskeið á vinnustofunni í febrúar og mars sem ég auglýsi fljótlega. Það er ákveðinn lúxus að koma þangað á námskeið því ég er með allt við hendina og fáa í hóp svo þetta verður einskonar einkakennsla. Ég reyni að leggja upp með eitthvað nýtt á hverju námskeiði sem ég er að spá í hverju sinni eða hæfir árstíðinni en námskeiðin henta byrjendum og lengra komnum.

Ég kenni áhugasömum málun í Ljósinu við Langholtsveg á föstudögum, en það er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Ég er orðlaus yfir því gjöfula og kraftmikla starfi sem þar fer fram. Mér finnst gott að finna að litir og að skoða og horfa á málverk og myndlist er gefandi, ekki bara fyrir sérfræðinga heldur hvern sem er og það opnast eitthvað alveg nýtt við það að mála.
Ströndin í Ahrenshoop í N-Þýskalandi.
Labbaði þarna á hverjum degi og sólarlagið var aldrei eins.
 Á hverjum degi skolaði sjórinn nýjum steinum á land. 

Tuesday, March 20, 2012

Módel í Mos

DeKooning, Sitjandi maður i hvíld.


DeKooning, Sitjandi kona
Við erum að mála módel(ef það hefur farið framhjá einhverjum) uppi í Mos um þessar mundir. Ekkert mjög tæknilega í sjálfu sér. Margir hafa verið að mála myndir með manneskjum eftir ljósmynd og mér fannst kominn tími til að hafa lifandi fyrirmynd fyrir framan þau og spreyta sig á því að ná niður stöðunni, mæla og horfa án þess að fara mjög nákvæmlega í anatómíu og annað slíkt. Fyrst hafa þau grunnað á stóran striga einhverskonar rými(eða komið með "ljótt verk" sem þau tíma að mála yfir) og nú er komið að því að setja módel sem þau hafa skissað með kolum á brúnan maskínupappír í einum tíma, inn á myndina. Þetta er ekkert mjög létt fyrir þann sem hefur aldrei málað módel áður en líka ótrúlega spennandi. Mér finnst DeKooning fara snilldar vel með manneskjuna sem viðfangsefni og hvernig hann notar teikninguna með kolunum og málar frekar þunnt yfir brýtur þetta skemmtilega upp.

Monday, January 24, 2011

Sjálfsmyndir 2011

Flestir hafa einhverntímann gert sjálfsmynd af sér, ýmist málað eða teiknað eða tekið ljósmynd. Í tímanum á morgun eiga nemendur mínir að gera sjálfsmynd/málverk af sér á klukkutíma. Stærðin á striganum er frjáls og aðferðin líka, þannig má hafa spegil, vera með ljósmynd, taka mynd á síma og svo framvegis. Ég leitaði í mína smiðju sem mér fannst bara mjög athyglisvert. Ég hef málað og teiknað myndir af sjálfri mér í gegnum tíðina og lét mig hafa það að leysa verkefnið sem nemendur mínir eiga að leysa á klukkutíma(tvö kvöld í röð)
Mér finnst þessi ljósmynd nú bara lýsa mér frekar vel. Þetta er stóllinn á vinnustofunni sem ég sit alltaf í og hugsa. 


Ef til vill kemst þessi mynd af ferðalanginum á steininum sem situr og horfir niður á vatnið og hugsar sitt þar sem hann speglast í vatninu, næst því að vera sjálfsmynd kvöldsins. Hver veit hvað fer fram undir yfirborði vatnsins og hvað er hann að hugsa? Hver veit hvað fer fram í huga hvers manns...?
Mér finnst þessi mynd alveg svakalega fyndin. Hún er máluð eftir ljósmynd af mér sem er á kynningarbæklingi  og það þarf eiginlega að mála aðeins meira í hana ef vel á að vera, fyndnir litir sem ég valdi mér. Ég greip í hana meðfram hinum tveimur í gær og í dag en þetta er ekki mjög góð ljósmynd af henni. Hún er líka stærri en þetta.
Þessi mynd er máluð í gærkvöldi á gamla málningarplötu á klukkutíma. Svoldið fyndin og ekkert lík mér nema kannski rauða hárið og ég setti vængina bara upp á grín....kannski ég kalli hana Soffia Rosso.
Þessi mynd er máluð á klukkutíma eftir gamalli ljósmynd frá 2006 á vinnustofunni í kvöld.  Það væri freistandi að mála svoldið meira í hana og hún er raunar miklu stærri en hún virðist hér. Það er samt alltaf svolítið gaman að myndum sem eru gerðar með hraði, það kemur einhver ferskleiki sem gaman er að halda í. Kannski hún fari upp á vegg með hinum sjálfsmyndunum. 

Þessa mynd gerði ég líka í náminu í LHÍ 2009. Þarna er ég að hugsa um mig sem kennara. Þetta er ljósmynd af mér í rútu þar sem ég er með Álftaneskórnum í söngferð, en þar geng ég undir nafninu "Soffia Reisen" því ég hef verið fararstjóri í nokkrum ferðum. Ég teiknaði svo inn á það helsta sem þarf en mér finnst hlutverk mitt sem kennara vera eins og fararstjóri sem sáir fræjum og góðum anda en er líka sjálf á ferð og í sama báti þó ég viti alveg hvað ég er að gera og þekki leiðirnar...það getur samt alltaf koomið eitthvað óvænt og skemmtilegt upp á.
Þessa skissaði ég á pappír í náminu í Mills 2002. Ég var upptekin af því þá að ég ætlaði að vera málari og held því á málningartúbunni og er með pensil í hendinni. Ég er svoldið ánægð með hvað ég er ákveðin og reið.
.
Þetta er hluti af blýjantsteikningu sem ég gerði í náminu í LHÍ 2010, ég var sífellt á milli staða , á leið í skólann, á vinnustofuna, á leið í kennslu, sækja bílinn ofl ofl. Við vorum alltaf að gera hugkort og þetta var leið hjá mér til að skrásetja minn sístarfandi huga á þeim tíma. Það er stærri mynd af þessari hér til hliðar.



Sunday, May 2, 2010

Vinnuferð í Reykjanes



Ég hyggst bjóða upp á námskeið á Reykjanesi fyrir vestan í lok maí. 27. maí til 1. júní. þetta verður lúxusferð þar sem allt er innifalið, gisting, matur, góður félagsskapur og kennsla, eina sem þarf að gera er að koma sér á staðinn og taka með sér það sem maður ætlar að mála með og á. Ég hlakka til, þetta er skemmtilegur tími og það verður gaman að geta setið við óháð tíma og mála. Ég ætla að vinna með umhverfið þarna en staðurinn er ótrúlega fallegur og auðvitað bjart allan sólarhringinn á þessum tíma. Það verður vaknað snemma og farið út. Eða vakað lengi og farið inn seint. Ég hef hugmynd um að vera með einfara í myndlist sem innblástur. Það er nefnilega margt hægt að læra af þeim sem mála það sem þeir elska. Stefán frá Möðrudal var til dæmis mjög hrifinn af Herðubreið og málaði margar myndir af fjallinu eina. Færeyskir málarar hafa lika margir hverjir ákveðna einlægni til að bera í sinni myndlist þó þeir séu ekki endilega einfarar í þeim skilningi. Það er nefnilega ákveðin einlægni sem fylgir því að mála það sem maður þekkir.
 Hér er linkur á hótelið.

Saturday, March 20, 2010

Verkefni

Ég setti nemendum mínum fyrir það verkefni fyrir næsta tíma að skoða tvær sýningar. Önnur er bókasýningin Context í Norræna Húsinu en það er mjög gott að skoða hana með því að horfa á aðferðir, áferðir og hvernig hægt er að tengja það við það sem mann langar að segja með td. bókverki eða málverki. Síðan er önnur sýning á þjóðminjasafninu Ævispor sem er útsaumssýning Guðrúnar Guðmundsdóttur sem, hefur saumað út af miklu listfengi með gömul handrit og forn útsaumuð klæði sem fyrirmynd. Mig langar til að nemendur mínir velti fyrir sér tengslum handverksins og myndlistar, hvað gerir verk að listaverki. Hvað er listamaðurinn að segja í verkum sínum?Ég set hér líka textann í stærra letur og öðruvísi leturgerð til prufu.