Tuesday, March 20, 2012

Módel í Mos

DeKooning, Sitjandi maður i hvíld.


DeKooning, Sitjandi kona
Við erum að mála módel(ef það hefur farið framhjá einhverjum) uppi í Mos um þessar mundir. Ekkert mjög tæknilega í sjálfu sér. Margir hafa verið að mála myndir með manneskjum eftir ljósmynd og mér fannst kominn tími til að hafa lifandi fyrirmynd fyrir framan þau og spreyta sig á því að ná niður stöðunni, mæla og horfa án þess að fara mjög nákvæmlega í anatómíu og annað slíkt. Fyrst hafa þau grunnað á stóran striga einhverskonar rými(eða komið með "ljótt verk" sem þau tíma að mála yfir) og nú er komið að því að setja módel sem þau hafa skissað með kolum á brúnan maskínupappír í einum tíma, inn á myndina. Þetta er ekkert mjög létt fyrir þann sem hefur aldrei málað módel áður en líka ótrúlega spennandi. Mér finnst DeKooning fara snilldar vel með manneskjuna sem viðfangsefni og hvernig hann notar teikninguna með kolunum og málar frekar þunnt yfir brýtur þetta skemmtilega upp.

No comments:

Post a Comment