Tuesday, June 6, 2017

Námskeið Hvíta hús sumar 2017/Workshops Hvíta hús summer 2017

Snæfellsjökull/Horft út um dyrnar í Hvíta húsi
Eins og áður verð ég með einhver námskeið í sumar og að þessu sinni ætla ég að vera með tvö námskeið í Hvíta húsi á Snæfellsnesi en Elva Hreiðarsdóttir vinkona mín hefur nýverið fest kaup á því og ætlar auk hefðbundinnar "listamannadvalar" að bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og sumarið verður vel nýtt. Ég hef áður dvalið í Hvíta húsi og unnið að sýningum og verkum og get fullyrt að þetta er einstakur staður og gaman verður að bjóða upp á námskeið þar. Sjá meira um staðinn hér: http://www.hvitahus.is/


I will have a a few painting courses/workshops this summer at Hvíta hús in Snæfellsnes. It is a spectacular place and I have stayed there a few times as an artist in residence. Elva Hreiðarsdóttir, a good friend of mine and fellow artist recently bought it and now runs it along with her husband Halldór. http://www.hvitahus.is/

Fuglaverkefni(frá námskeiði)

Ýmsar leiðir til að skoða fugla - Mynd frá námskeiði

Í fyrsta skipti ætla ég að prófa að vera með námskeið fyrir unglinga/ungmenni og hlakka til að vinna með fugla og "fönn" þar sem við skoðum ýmsa skrýtna fugla, látum ímyndunaraflið ráða, notum skæra liti og grunnum pappírinn og spreyjum. Spreytum okkur svo á fuglum sem viðfangsefni og áhersla á að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og hafa gaman að, frekar en að nálgast verkin með alvarleika og raunsæi.

I will offer a short course workshop for teenagers/young people at Hvíta hús called "Birds & fun". We will work with bright colors on big sheets of paper working with acrylics and paint spray. Looking at birds but also having fun and let the imagination take over. 


Hvíta hús – Snæfellsnes
Fuglar og “fönn”
28.-29.6.(miðvikudag og fimmtudag kl. 17-21)
Námskeið í málun fyrir unglinga
Málað á stórar pappírsarkir
Akríllitir, stórir penslar og sprey
Allt efni innifalið.

Þátttakendur:10

-->
Verð: 20.000

Stórfengleg sýn
Koladuft, kol, litaduft, stórir penslar


Undir yfirborðið
er helgarnámskeið/workshop sem haldin verður 22.-24. september og er fyrir lengra komna í málun og þá sem hafa einhverja reynslu af að vinna sjálfstætt. Á námskeiðinu förum við svolítið undir yfirborð hlutanna, skoðum uppbyggingu mynda, grunna, skissuvinnu og hraðskissur með nýjum efnum. Skoðum valda listamenn og verk þeirra/úrvinnslu og ýmislegt ítarefni fylgir námskeiðinu. Sækjum viðfangsefnið úr grenndinni, sjórinn, fjaran, landslagið, sjónadeildarhringurinn. Allt efni er innifalið, en gisting og matur er á eigin kostnað en skipulagt betur þegar nær dregur.




´"Under the surface" - A workshop for advanced painters at Hvíta húsið 22.-24th of September. We work with charcoal, coldwax mediom, acrylic, Ink and Oil paint on wood plate, painting board and paper. Limited painting palette, black, brown, blue and white. With simple methods and iby sketching and working on nteresting mix of material we work with nature and landscape near by.  We look at selected artists and their work. All material is included but accommodation and board is not included though that will be organized with the participants.  


Hvíta hús – Snæfellsnes

-->

Undir yfirborðinu
Námskeið fyrir lengra komna
Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, bleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír.
Litaval takmarkast við svartan, bláan, brúnan og hvítan.

Föstudagur 22.9. kl.17-21
Skissað og skoðað í nánasta umhverfi. Notum hvítt gezzo á “painting board” og skissum með kolum. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).

Laugardagur 23.9. kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.

Sunnudagur 24.9. kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Allt efni, kaffi, te, kaka og ávextir.
Verð: 70.000

Gisting, matur, ferðir og uppihald er sér og á ábyrgð þátttakenda. Staðfestingargjald 10.000 krónur sem greitt er við skráningu. Nánari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425.



No comments:

Post a Comment