Monday, January 24, 2011

Sjálfsmyndir 2011

Flestir hafa einhverntímann gert sjálfsmynd af sér, ýmist málað eða teiknað eða tekið ljósmynd. Í tímanum á morgun eiga nemendur mínir að gera sjálfsmynd/málverk af sér á klukkutíma. Stærðin á striganum er frjáls og aðferðin líka, þannig má hafa spegil, vera með ljósmynd, taka mynd á síma og svo framvegis. Ég leitaði í mína smiðju sem mér fannst bara mjög athyglisvert. Ég hef málað og teiknað myndir af sjálfri mér í gegnum tíðina og lét mig hafa það að leysa verkefnið sem nemendur mínir eiga að leysa á klukkutíma(tvö kvöld í röð)
Mér finnst þessi ljósmynd nú bara lýsa mér frekar vel. Þetta er stóllinn á vinnustofunni sem ég sit alltaf í og hugsa. 


Ef til vill kemst þessi mynd af ferðalanginum á steininum sem situr og horfir niður á vatnið og hugsar sitt þar sem hann speglast í vatninu, næst því að vera sjálfsmynd kvöldsins. Hver veit hvað fer fram undir yfirborði vatnsins og hvað er hann að hugsa? Hver veit hvað fer fram í huga hvers manns...?
Mér finnst þessi mynd alveg svakalega fyndin. Hún er máluð eftir ljósmynd af mér sem er á kynningarbæklingi  og það þarf eiginlega að mála aðeins meira í hana ef vel á að vera, fyndnir litir sem ég valdi mér. Ég greip í hana meðfram hinum tveimur í gær og í dag en þetta er ekki mjög góð ljósmynd af henni. Hún er líka stærri en þetta.
Þessi mynd er máluð í gærkvöldi á gamla málningarplötu á klukkutíma. Svoldið fyndin og ekkert lík mér nema kannski rauða hárið og ég setti vængina bara upp á grín....kannski ég kalli hana Soffia Rosso.
Þessi mynd er máluð á klukkutíma eftir gamalli ljósmynd frá 2006 á vinnustofunni í kvöld.  Það væri freistandi að mála svoldið meira í hana og hún er raunar miklu stærri en hún virðist hér. Það er samt alltaf svolítið gaman að myndum sem eru gerðar með hraði, það kemur einhver ferskleiki sem gaman er að halda í. Kannski hún fari upp á vegg með hinum sjálfsmyndunum. 

Þessa mynd gerði ég líka í náminu í LHÍ 2009. Þarna er ég að hugsa um mig sem kennara. Þetta er ljósmynd af mér í rútu þar sem ég er með Álftaneskórnum í söngferð, en þar geng ég undir nafninu "Soffia Reisen" því ég hef verið fararstjóri í nokkrum ferðum. Ég teiknaði svo inn á það helsta sem þarf en mér finnst hlutverk mitt sem kennara vera eins og fararstjóri sem sáir fræjum og góðum anda en er líka sjálf á ferð og í sama báti þó ég viti alveg hvað ég er að gera og þekki leiðirnar...það getur samt alltaf koomið eitthvað óvænt og skemmtilegt upp á.
Þessa skissaði ég á pappír í náminu í Mills 2002. Ég var upptekin af því þá að ég ætlaði að vera málari og held því á málningartúbunni og er með pensil í hendinni. Ég er svoldið ánægð með hvað ég er ákveðin og reið.
.
Þetta er hluti af blýjantsteikningu sem ég gerði í náminu í LHÍ 2010, ég var sífellt á milli staða , á leið í skólann, á vinnustofuna, á leið í kennslu, sækja bílinn ofl ofl. Við vorum alltaf að gera hugkort og þetta var leið hjá mér til að skrásetja minn sístarfandi huga á þeim tíma. Það er stærri mynd af þessari hér til hliðar.



4 comments:

  1. Mikið afskaplega var gaman að þessari færslu kæra Soffía Takk fyrir að deila þessu.Maður fékk að skyggnast aðeins undir yfirborðið á listmálaranum og lífskúnsternum. Hlýjaði mér um hjartarræturnar í morgunsárið.

    ReplyDelete
  2. skemmtilegar myndir Soffía...

    ReplyDelete
  3. Vá hvað það var gaman í tímanum í gær :) Besta aðferð hingað til hjá þér, til þess að koma okkur í gang.
    Er tvíefld eftir tímann :)

    Kv. Helga Sig.

    ReplyDelete