|
Skissur/Brot 2007 - Litblýjantur á A-4 Pappír. |
Á sýningunni IS/NL 2007 vann ég þessar myndir með bláum litblýjanti. Ég var að sýna með Monicu, hollensku vinkonu minni í sal Grafíkfélagsins og mér fannst að með því að teikna þessi brot sem geta minnt á landslag eða litla minningu um landslag gæti það tengst verkum hennar á skemmtilegan máta því við unnum verkin sitt í hvoru lagi. Ég var mjög ánægð með þá sýningu og hún fékkk góða dóma.
|
Slóðir/Tracks - æting á handgerðan indverskan pappír - 2009 |
Þessa ætingu vann ég hratt á málmplötu og setti í sýrubað til að línurnar ættust niður. Ég vildi ná fram ákveðnum hráleika og gömlum tíma. Var á þessum tíma að skoða James Whistler sem var stórfenglegur grafiklistamaður og málari. Hann vildi ná fram malerískum áhrifum sem ég reyni alltaf að gera líka í mínum grafíkverkum.
|
Sæfarendur - 2010 - Olia og vax á tréplötu |
|
Huliðsheimur II 2010 - Detail - Olía og Vax a tréplötu |
|
Huliðsheimur - 2007 - Detail - Olía og vax á tréplötu
|
Efnisnotkun hefur mikil áhrif á það hvernig ég vinn og hver útkoman er. Í myndunum Leysingar I og II lagði ég þunnan gegnsæjan pappír á tréplötu sem ég var búin að mála á og teiknaði svo það sem mér fannst að ætti að vera ofan á pappírinn.
|
Leysingar 2009- Þrykk á gegnsæjan pappír af tréplötu með lit og blýjanti |
|
Náttúruöfl 2010 - Detail - Olía og Vax á tréplötu
|
Tréplata getur falið í sér ótal ferðalög ef maður bara leitar eftir þeim. Fyrr enn varir er maður kominn á fjöll og súld í grenndinni.....Náttúruöflin lláta ekki hæða að sér.
|
Leysingar 2009 - Þrykk og blýjantur af tréplötu á gegnsæjan pappír |
|
Staður - Kol á pappír - 2009
|
Kol eru einfaldasta efnið til að ná fram stemmingu. maður getur steundum þurft að glíma við blýjantinn lengi til að ná fram stemmingu í mynd en bara ein loðin lína teiknuð með koli gefur til kynna sjóndeildarhring, þoku í grenndinni og einhverja hreyfingu sem blýjanturinn býr ekki yfir.
No comments:
Post a Comment