Monday, February 7, 2011

Námskeið - einstakt tækifæri


Ýmislegt varðandi olíuliti lærist á löngum tíma og það er alltaf gaman að bæta við sig þekkingu. Ég  stefni að því að fá til mín gestakennara öðru hverju og er svo heppin að Arngunnur Ýr féllst á að miðla af þekkingu sinni og býðst því þetta einstaka tækifæri nú. 

Fjölbreytileg efni og aðferðir í olíumálun
Kennari: Arngunnur Ýr Gylfadóttir
Staður: Fornubúðir 8, Hafnarfirði
Tími: 12. og 13. febrúar frá 12-16
Verð: 25.000
Allt efni innifalið.

Encaustic
Glært kalt vax
strekkt silki með lökkum
málað á feld
Mismunandi grunnar - að undirbúa viðarplötur og aðra grunna
Hefðbundinn upphitaður gifsgrunnur með kanínulími
Málað á gler og plexí
Vinnsla á pappír með ýmisskonar efnum og aðferðum.

Arngunnur Ýr hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af að vinna með ýmis efni og undirlag í olíumálun og miðlar okkur af reynslu sinni og kynnir mismunandi aðferðir. Allt efni innifalið og sérflutt til landsins frá Ameríku sumt mjög dýrt og erfitt að fá svo þetta er einstakt tækifæri.
Takmarkaður sætafjöldi.

Hluti úr verki eftir Arngunni.





No comments:

Post a Comment