Sunday, February 13, 2011

Að endurmenntast!



Ross Bleckner
http://www.rbleckner.com
Robert Rauschenberg
Robert Rauschenberg
Anselm Kiefer 1997
Anselm Kiefer 
Um helgina var Arngunnur Ýr með námskeið á vinnustofu minni(Málarinn við höfnina)í Hafnarfirði og var salurinn fullur af málurum(auðvitað kvenkyns), starfandi myndlistarmönnum sem sátu opinmynntir og tóku við miklu magni upplýsinga, um undirlög og ýmis efni, hvaða efni er hægt að nota og hvaða möguleikar felast í mismunandi efnum auk þess sem við gerðum ótal tilraunir með efni. Rauður þráður í framsetningu Arngunnar var að vera óhræddur við að prófa efnin, að hægt er að mála á mjög fjölbreytt efni, að mismunandi þurrktími getur verið spennandi, til dæmis er hægt að bera lakk þykkt, á strekkt silki sem síðan er látið þorna í tja....tvo mánuði og síðan er hægt að mála áfram á það. En síðan skiptir líka máli afhverju við veljum þau efni sem við málum á og með og Anselm Kiefer td. vann mikið með stríðið og fortíð Þýskalands. Hann notaði td. stra, kol, lakk, vax ofl í myndum sínum, Rauschenberg vann mikið með amerískan veruleika, nútíð, fortíð og notaði ýmis efni í myndir sínar. Það eru ótrúlega margar hugmyndir sem kvikna við að skoða og umgangast ýmis efni og það verður spennandi að fara að vinna í vikunni!!Hér má sjá einhverja af þeim málurum sem við vorum að skoða. 
Anselm Kiefer







No comments:

Post a Comment