Í mars verð ég með tvö stutt helgarnámskeið á vinnustofu minni. Þetta eru snörp námskeið ætluð þeim sem einhvern grunn hafa í málun en langar að bæta við sig í tiltekinni tækni svo sem litameðferð eða að mála á óhefðbundin efni. Mikið lagt upp úr góðum anda og vinnugleði.
10 - 12. og 13. mars Olíulitir og áhrif þeirra.
Fyrirlestur um liti og áhrif þeirra, notkun litahringsins og virkni út frá málverkum. Stutt verkefni(klukkutími) þar sem litablöndun er þjálfuð en síðan vinna nemendur tvær myndir þar sem unnið er með andstæða liti. Gefinn kostur á stuttum einkatíma eftir að námskeiði lýkur þar sem kennari leiðbeinir um framhald myndanna.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Einkatími(30 mínútur) eftir samkomulagi.
Staður: Málarinn við höfnina, Fornubúðir 8,, 220 Hafnarfjörður
Kennari: Soffía SæmundsdóttirFjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma með allt efni sjálfir og fá leiðbeiningar um efniskaup.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Júlíana Sveinsdóttir, L.A.Ring, E. Degas, Monet, Olaf Höst, Emil Nolde, Færeysku listamennina ofl.
Efnisatriði: Olíulitir, íblöndunarefni, grunnar, litablöndun, kaldir og heitir litir, andstæðir litir, litahringurinn. Verð:28.000
E. Degas, snillingur með liti. |
24., 26 og 27. mars Olíumálun á óhefðbundin efni
Fyrirlestur um olíumálun á óhefðbundin efni og þau efni sem listamenn hafa notað það í gegnum tíðina. Komið inn á ýmis efni sem hægt er að nota og hvað þarf að hafa í huga varðandi undirlag og efnisnotkun og gerðar tilraunir og prufur. Nemendur koma með efni að heiman sem þeir vilja vinna með í samráði við kennara.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma sjálfir með allt efni en grunnar og lím á staðnum.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Howard Hodgkin, C.D. Friedrich, Arngunnur Ýr, August Strindberg, R. Rauschenberg, Jasper Johns, Helen Frankenthaler, Anselm Kiefer,
Efnisatriði: Grunnar, gesso, kanínulím, kalk, penslar, spaðar, tré, efni, undirlag, íblöndunarefni, línolía, vax, liquin, lökk.
Verð:28.000Howard Hodgkin málar oftast á tré og stundum málar hann líka rammana með. |
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru í s:8987425 eða á soffias@vortex.is.
Greiðslukortaþjónusta og gefinn afsláttur ef þú skráir þig á fleiri en eitt námskeið.
Allir nemendur sem hafa skráð sig á námskeið hjá Málaranum við höfnina fá afslátt á listmálaravörum í viðurkenndum listbúðum.
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð í vor og sumar og verða kynnt betur síðar.
Greiðslukortaþjónusta og gefinn afsláttur ef þú skráir þig á fleiri en eitt námskeið.
Allir nemendur sem hafa skráð sig á námskeið hjá Málaranum við höfnina fá afslátt á listmálaravörum í viðurkenndum listbúðum.
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð í vor og sumar og verða kynnt betur síðar.
No comments:
Post a Comment