Monday, March 14, 2011

Myndbönd

Ég hef verið að setja inn hér á síðuna ýmis myndskeið sem mér finnast áhugaverð fyrir ýmsar sakir. Sérstaklega vegna þess að þetta eru allt myndskeið um aðferðir málarar og mér finnst þeir allir vera með ákveðna áherslu á efnið, undirlagið og það vekur athygli mína hvernig þeir mála eða hvað þeir hafa um það að segja. Það eru mörg mjög áhugaverð myndskeið á youtube og ég valdi bara nokkur. Ég fann þó engin íslenska málara í fljótu bragði og ég átti í miklum erfiðleikum með að finna einhverja spennandi kvenkyns málara. Kannski maður verði bara að fara að framleiða svona myndbönd!

1 comment:

  1. Hvað með Carnegie Art Award myndböndin, þar er allavega viðtal við Þórdísi Aðalsteins og fleiri held ég?

    ReplyDelete