10 - 12. og 13. mars Olíulitir og áhrif þeirra.
Fyrirlestur um virkni og áhrif lita, notkun litahringsins og virkni út frá málverkum. Stutt verkefni(klukkutími) þar sem litablöndun er þjálfuð en síðan vinna nemendur tvær myndir þar sem unnið er með andstæða liti. Gefinn kostur á stuttum einkatíma eftir að námskeiði lýkur þar sem kennari leiðbeinir um framhald myndanna.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Verð:28.000
24., 26 og 27. mars Olíumálun á óhefðbundin efni
Fyrirlestur um olíumálun á óhefðbundin efni og þau efni sem listamenn hafa notað það í gegnum tíðina. Komið inn á ýmis efni sem hægt er að nota og hvað þarf að hafa í huga varðandi undirlag og efnisnotkun og gerðar tilraunir og prufur. Nemendur koma með efni að heiman sem þeir vilja vinna með í samráði við kennara.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Verð:28.000
5.-7. og 8. maí Olíumálun fyrir byrjendur
Námskeið sem hentar þeim sem hafa aldrei málað með olíulitum áður. Farið yfir helstu tól og tæki í olíumálun og nemendum leiðbeint með hvaða efni er best að kaupa. Farið yfir einfaldar aðferðir til að velja sér myndefni og hvernig á að mála það. Allt efni innifalið og í lok námskeiðs fara allir heim með fyrsta málverkið sitt(fyrstu málverkin sín).
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Verð:32.000
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð og verða kynnt jafnóðum. Allar nánari upplýsingar hjá mér í s: 8987425 eða á netfangið soffias@vortex.is
No comments:
Post a Comment