Wednesday, January 5, 2011

Litir litir litir.....MyndMos 2011

Kennsla hefst von bráðar að nýju eftir dýrðlegt jólafrí. Alltaf er ákveðin tilhlökkun að byrja aftur og vorönnin er oft skilvirkari en haustönnin sem vill stundum nýtast illa einhverra hluta vegna. Ég ætla að halda áfram með litapælingarnar en er reyndar með nýjar hugmyndir í farteskinu sem ég hlakka til að prófa á nemendum mínum. Þetta verður nokkuð snörp önn því ég byrja óvenju snemma og ætla að slá saman tveimur tímum þegar við byrjum á nýju efni í seinni hlutanum. Ég er að fara í "rannsóknarleyfi" í aprílmánuði og ætla því að vera búin með námskeiðið þá. Ég keypti ofboðslega fallega bláa liti í Svíþjóð sem ég hef verið að vinna með, kóbalt blár litur frá Rembrandt litafyrirtækinu hollenska og kóbalt frá Winsor&Newton. Ég sá það í Pennanum í fyrradag að litir hafa hækkað töluvert (og myndlistardeildin að sama skapi minnkað!) en ekki dettur mér í hug að fara að spara litina mína. Ég bara get það ekki!! Nemendur sem eru að byrja að mála með olíulitum, kaupa sér liti og lenda oft í því að kaupa köttinn í sekknum þegar þeir koma með ódýra liti sem fást í þar til gerðum öskjum. Það er betra að kaupa sér fáa grunnliti(frumliti) frá góðu litafyrirtæki, td. Winsor &Newton og nota þá til að fá alla liti heldur en að kaupa alla litina á einu bretti í ódýrri tegund. Gulur(td. lemon Yellow), rauður(Alizarin Crimson eða Scarlet red), blár(Ultramarin er nauðsynlegur og Prussian Blue líka) og hvítur(Titian) hafa ótal möguleika í blöndun sem hægt er að leika sér með. Lyktarlaus terpentína, tuska og tveir ódýrir penslar. Voila. Það þarf ekki meira. Bara bretta upp ermar og byrja!

2 comments:

  1. Hlakka svooo til að byrja :)) og snerpan hljómar vel í mínum eyrum, vinn yfirleitt best svoleiðis.

    Sjáumst bráðum :)

    Kv. Helga Sig.

    ReplyDelete
  2. Við byrjum 18. janúar klukkan 19:15!!

    ReplyDelete