Monday, January 24, 2011

Endurtekning

Claude Monet
Japönsk áhrif í myndbyggingu og litavali.
Grafísk áhrif í svörtum línum sem eru teiknaðar ákveðið inn.
Claude Monet
Hér er áherslan á græna og gula tóna
en blái liturinn teiknaður inn á áhrifamikinn hátt

Claude Monet,
Málar þunnt og notar teikninguna og pensilskriftina á áhrifaríkan hátt
en myndbyggingin er líka óvanaleg þar sem hann raðar blómunum neðst og efst.

Mér finnst nemendur mínir stundum vanmeta myndefni sitt og möguleika þess. Ég tala stundum um að mála sig í gegnum viðfangsefnið og er þá að tala um einmitt þessa möguleika. Monet er gott dæmi um listamann sem vann sig í gegnum viðfangsefni sitt en myndir hans td. af heysátum í ýmsum litatónum með mismunandi stemmingu og birtu, myndir úr garði hans þar sem hann málar td. brú og vatnaliljur um árabil. Ekkert við þetta myndefni er eintóna eða óspennandi, heldur er áhugavert að sjá hvað hann nær miklu út úr fremur einföldu viðfangsefni. Hann málaði þessar myndir seinni hluta ævi sinnar en þá var sjón hans tekin að daprast og hann notaði stóra striga til að mála á, oft 1 x 2 metrar.

Claude Monet  
Þarna eru vatnaliljurnar hans þéttar  og liturinn frekar  mettaður (þykkur)
og unnið með bláa, hvíta og græna tóna .





No comments:

Post a Comment