Er þetta ekki fyrir austan fjall? Hluti úr málverki mínu Náttúröfl 2010 - Olía og vax á tré |
Bjalli 2010 - Ljósmynd Ég fór á sýninguna Án áfangastaðar í Listasafni Reykjavíkur í dag og varð mjög upprifin. Ég komst að vísu ekki yfir alla sýninguna og ætla mér að fara við fyrsta tækifæri aftur því ég "lenti" á leiðsögn(meira um það síðar) en það sem ég sá af sýningunni hitti mig í hjartastað. Það er svo margt við ferðina og upplifun af ferðinni sem er áhugavert. Hvenær kemst maður á leiðarenda og hvert er ferðinni heitið? Þetta er mjög vitsmunaleg sýning og mikið lesefni en þarna voru td. myndir og skrif Roni Horn um landið og upplifun hennar af því. Sem var svo ótrúlega áhugavert. Ég þekki myndverk Roni Horn en þessi skrif og upplifanir hennar á þessum tíma eru magnaðar eiginlega. Líka fyrir þær sakir að þessi skrif og myndirnar birtust í Morgunblaðinu 2002 sem segir manni hvað Mogginn var og hvað maður saknar hans eins og hann var eða....vildi maður endilega hafa hann svona núna? Væri þetta ekki bara skrýtið í dag? Það er þetta með ferðina og áfangastaðinn......og leiðina. En nú er ég komin út fyrir efnið. Finnst að hver og einn verði að upplifa sýninguna fyrir sig...og líka hvaða leið hentar. |
No comments:
Post a Comment