Showing posts with label Sýningar. Show all posts
Showing posts with label Sýningar. Show all posts

Monday, January 28, 2019

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)


Órætt landslag/norður
Ég opnaði á dögunum sýninguna Órætt landslag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Salurinn er rekinn af Seltjarnarnesbæ með miklum menningarbrag og er í tengslum við bókasafnið á efri hæð Eiðistorgs. Þetta er fallegur salur og samhengið frábært, margir sem eiga leið hjá. /My solo exhibition"Órætt landslag" is at Gallery Grotta, Seltjarnarnes west of Reykjavik. It is up for a month from 24th. of January until 24th of February.
Opnun sýningar/Opening of "Órætt landslag" 2019(Moi)

Boðskort á sýninguna
Ljósmyndir af landslagi teknar á ferð út um bílrúðu á leiðinni frá einum stað til annars verða innblástur nýrra verka þegar á vinnustofuna er komið.  Markmiðið er þó ekki að ná niður eftirmynd af því svæði sem ég fer um heldur er áhersla á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” og tvö málverk unnin með 13 ára millibili./Photographs of landscape taken out of the car window while driving inspire new work at the studio. I'm not looking for the reproduction of the place but work fast and focus focus on color and form and repetition. I keep in mind my earlier work I have done and my peers in abstract painting.

Ljósmynd tekin á ferð úr bíl á leið um Suðurland/janúar 2019
On the road - Snapshot of a landscape - South/January 2019
Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unnar sl. mánuð og sumar varla þornaðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka(svo eitthvað komist upp á vegg!!). Öll skilningarvit eru þanin, skynjarar hafa vart undan að taka á móti litaflæði og formum sem koma í röðum(eins og kölluð). Ég hugsa um tónlist en hlusta á myndlist./Most of the work I did past 2 months and some are still wet. It is refreshing to challenge yourself at the beginning of new year, no time to think you just have to trust the senses and flood of color and forms. While working I think about music but listen to the paint.

Órætt landslag /suður 2019
"Órætt landslag" / South 2019

Órætt landslag / mýkt 2019
Órætt landslag / softness 2019

Einskonar landslag/Flæði I, 2006 /Órætt landslag/Flæði II 2019
Oil on wood 2006/Oil and wax on wood 2019




Órætt landslag - Sería suður 2019 24x29cm.
"Órætt landslag" South Series 2019 24x29 cm.



Órætt landslag - Sería norður mismunandi stærðir
"Órætt landslag" - North Series 2017/2019 Various Sizes 


-->

Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Október - Mánuður myndlistar - Í mörg horn að líta.....


Október ár hvert er mánuður myndlistar https://www.manudurmyndlistar.is/. Að undirlagi SÍM sem eru samtök myndlistarmanna á Íslandi https://sim.is/ eru skipulagðir viðburðir, opnar vinnustofur, heimsóknir í skóla og ýmislegt annað sem myndlistarmenn sjálfir brydda upp á. Ég var með ýmis verk í gangi þann mánuðinn og fjölbreytnin er í fyrirrúmi, ýmis verkefni í deiglunni sem vert er að segja frá hér./October is the month of visual arts in Iceland. I participate every year and welcome visitors to my studio where I have several projects in progress. 

Opið á vinnustofunni alla daga./Open studio - Artist@work
Ég auglýsti opna vinnustofu á facebook síðu vinnutofunnar sem ég kalla líka stundum Málarinn við höfnina og tók á móti gestum. Vinnustofan er hjarta og lungu listamannsins í listrænu samhengi og hjá mér er alltaf opið eftir samkomulagi eða þegar ég er komin á staðinn. Ef þú ert ekki þegar vinur minn á síðunni þá er lag núna: https://www.facebook.com/soffiasart/ . /Open studio days in October. Look at my facebook profile or Instagram: https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/

Á vinnustofunni eru nokkur verkefni sem hafa átt hug minn allan/A few projects in progress @ the studio:
Mér var boðin þátttaka í norrænu verkefni og þurfti að gera bók í stærðinni A6 í 11 eintökum. Þetta var óhemju skemmtilegt og sannarlega eitthvað sem ég væri til í að gera meira af. http://www.codexfoundation.org/ er tileinkuð handgerðum bókum og margir snillingarnir þar. Þetta norræna verkefni verður hluti af því og hér má sjá um það: https://www.facebook.com/VingaardsOfficin/ /Some great printmaking projects that I am participating in and finished this month. I was invited to take part in this nordic book project that will be on Codex in San Francisco next year. 

Bókin Landslag með texta, myndum, handþrykkt,
brotin eftir kúnstarinnar reglum/
Artist book Song of land handprinted, handwritten texts, folded.
Landslag Upplag - Edition 1/10 - 11/11


Hér má sjá allar bækurnar komnar til Danmerkur.
Mikil vinna að koma þessu öllu heim og saman trúi ég!!
All the artist books in one place. A lot of work to put this together.


Hreyfanlegt landslag - ...landslag sem ég fer um á degi hverjum/
Movable landscape - ....the landscape I go through every day

Þeir sem þekkja til pappírsverka minna vita að ég á mér svolítið annan myndheim en þennan sem flestir þekkja. Um þau verk segir Ragna Sigurðardóttir: 
Myndverk Soffíu kalla fram síbreytilegt umhverfi þar sem hraunið teiknar upp sjónarrönd. Yfir og allt um kring fjúka himinn og haf saman í vatnsflaumi og minna á að náttúran er ekki bara staður, heldur líka stund. Málarinn nálgast umhverfi sitt á markvissan máta og niðurstaðan er ekki mæld í vísindalegum einingum heldur í hvössum línum og mjúkum strokum, hughrifum og birtubrigðum.
Af sýningunni "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjaness 2016/17
Exhibition "Above and below the horizon" Reykjanes Art Museum 2017
Ég hef allt þetta ár unnið að stóru verki sem ég hlakka mikið til að koma upp. Þetta verk er einskonar landslagsstúdía, unnið með kínversku bleki og blýjanti á pappírsrúllu sem er alls 10 metrar á lengd en verkið sjálft er um 1 x 5 metrar á breidd. Verkið sem verður í fjölnota sal bæjarstjórnar í ráðhúsi Garðabæjar er unnið með rýmið í huga og gert ráð fyrir því í allri hönnun og uppsetningu. Nú er uppsetning þess á lokastigi, verkið er til og verður væntanlega kynnt fyrir bæjarbúum og öðrum í fyllingu tímans. Það er nýtt fyrir mig að vinna verk í samvinnu margra aðila með þessum hætti og það er sannarlega ánægjulegt og kærkomið. Hlakka til að fá viðbrögð þeirra sem sjá það, en innangengt verður í þennan fjölnota sal inn af Garðatorgi sem er vaxandi svæði með frábæru hönnunarsafni http://www.honnunarsafn.is/. /I can't wait to launch the "Movable landscape"piece that I have been working on this year. It is a scroll, with ink and pencil on japanese paper roll. It will be installed at Gardabaer Town Hall( it is now up!!!More to come!!!!)

Monday, August 27, 2018

Touch and technology/Tækni og snerting San Francisco-Las Vegas-Reykjavík 2017-2018

Oft veltir lítil þúfa.....Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni "Touch and technology". Sýningarstjórarnir Carrie Ann Plank og Robynn Smith eru starfandi listamenn sem koma víða við og það er svo hressandi, enda virkilega vel að öllu staðið. Við vorum 10 sýnendur og sýningin var fyrst sett up í nóvember 2017 í Gallery 688 í San Francsico, síðan í Gallery Pricilla Fowler í tengslum við Southern Graphic Council ráðstefnuna í mars á þessu ári þar sem fjölmargir sáu hana og svo er sýningin í Grafíksalnum í Reykjavík til 2. september. Sýningarspjall og Solar Prin námskeið á verkstæði félagsins um helgina sem þær stóðu fyrir og auk þess heimsókn á vinnustofu mína. 
Sýnendur við opnun sýningarinnar í San Francisco
The Artists present at Gallery 688 in San Francisco November 2017
It has been a great ride to participate in this fabulous exhibition "Touch and Technology". It started in San Francsico in November last year at Gallery 688 and was one of the exhibitions at Southern Graphic Council Conferense in las Vegas in March. It is in the IPA Gallery until sunday. Don't miss it!!  
Artist talk at the IPA Gallery/Listamannaspjall í Grafíksalnum

Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG/ Elísabet is IPA's Chairman

Sýningarstjórarnir Robynn Smith og Carrie Ann Plank.
Milli þeirra er Laura Valentino einn listamannanna/
The Curators with Laura Valentino one of the artists.

Verk mín "Hreyfanlegt landslag" eru vinstra megin á veggnum.
Hringirnir hægra megin eru verk Carrie Ann.
On the left is my work "Hreyfanlegt landslag"
the round gorgeous pieces are Carrie Ann's.
Framundan í haust eru svo tvö lítil en krefjandi grafíkverkefni sem bíða mín og ég hlakka svoldið til að takast á við þau. Það er alltaf ótrúlega gefandi að detta í eitthvað nýtt og þurfa að vinna að tilteknu verkefni. Ég er búin að vera með risaverkefni á minni könnu í sumar sem ég hlakka mikið til að skila af mér á næstu dögum/vikum og þá er gott að henda sér í eitthvað nýtt. Jamm...alltaf eitthvað. /I have some smaller printmaking projects coming up this fall. I have been over my head this summer working on a big piece that I will deliver in the next few weeks. When that is done it is great to have something completely different waiting. To be continued....... 

Tuesday, January 30, 2018

Jákvæður janúar/January....a positive month.

Þá er komið nýtt ár 2018 og síðustu dagar janúar mánaðar að renna sitt skeið. Frekar fannst mér hann stuttur í annan endann, og maður er varla farinn að hreyfa pensla að neinu ráði. Eitthvað þó samt. Hér koma nokkrar myndir af vinnustofunni. Sumar myndir eru í vinnslu, einhverjar bara hanga á veggjunum af gömlum vana og enn aðrar hafa verið í láni og voru að koma aftur. Þessum mánuði fylgir líka ýmis skipulagsvinna/ First month of a new year 2018 has gone by really fast,, almost without moving brushes.....but still of course I have been busy with other things as well. Office hours, exhibition planning, grant application etc.  
Málverk á vegg...hjá mér/Some paintings

Litlar og stórar...gamlar og nýjar...../Little and big....old ....new

Líttu nær   og fjær/Look closer

Einhver forn andi yfir þessari/Where did this person come from?

Munu þeir koma út úr myndunum á árinu?/
Will they walk out of the painting this year?

Halló!/Hello

Hæ/Hi

Hm/hm.....

Sunday, November 19, 2017

Sýningar/Nóvember - Exhibitions/November



Um þessar mundir standa yfir tvær mjög ólíkar sýningar með verkum mínum. Skemmtilega ólíkar og staðirnir eins langt frá hvort öðrum og hægt er. / I'm in two very different shows this month that are as far from each other as possible. 
"Technology and Touch " í Gallery 688 Sutter í San Francisco er með verkum eftir 5 íslenska grafiklistamenn og 5 þarlenda grafíklistamenn. Sýningarstjórarnir, Carrie Ann Plank og Robynnn Smith heilluðust af Íslandi eftir að hafa sótt landið heim og fengu þá hugmynd að setja saman sýningu með snertiflötinn tækni/handgert og verð ég að segja að útkoman var áhugaverð. Galleríið á besta stað í borginni í grennd við "Galleríhverfið" og í tengslum við Academy of the Arts sem er einn af listaskólum borgarinnar. / An exhibition with icelandic and Bay Area Artists. Curators are Carrie Ann Plank and Robynn Smith but they wanted to put together interesting mix of artists from both countries. The Gallery is one of The Academy of the Arts galleries at Sutter near Geary Street that has many of the big Galleries in the city. 
Nokkrir sýnendur sýningarinnar "Touch and Technology"/
Some of the artists that were present for the opening.
It was hard to get us all in one picture.

Íslensku sýnendurnir ásamt áhangendum.
Hér vantar að sjálfsögðu undirritaða./
The icelandic exhibitors excluding myself of course.
Það var ekki leiðinlegt að ferðast svo um Kaliforníu og skoða það sem fyrir augu ber. Andstæður lita og náttúru, brjálaðar litasamsetningar og fyndin söfn og frábær listaverk en líka ýmsir yndisaukar sem læða sér með/Just love California. The diversity in color, nature, art and all the good things that come with it including wonderful friends and good food and wine.
Tyggjóveggur í San Louis Obispo
/Chewing gum wall in San Louis Obispo
Litasamsetningin klikkar ekki/Color combination


Monterey/17 mile drive 

Monterey/17 mile drive
Golden gate

Næstum eyðimörk/Almost desert
Það var svolítið kalt að lenda hér heima eftir góðar tvær vikur í Kaliforníublíðunni, skella svo slatta af málverkum í bílinn og keyra vestur á Snæfellsnes til að setja upp jólasýningu í Hvíta húsi. En mikið var það samt fallegt og tilkomumikið landslagið á leiðinni, notalegt að koma í hús og setja myndirnar upp í þessu hráa en skemmtilega rými. "Litla sjóbúðin" er líka með svo margt fallegt á boðstólum sem Elva Hreiðarsdóttir hefur handvalið og sett upp á skemmtilegan máta. Landnám....á eyjaslóðum?/It was cold in Iceland when we got back and it was a bit challenging to gather some paintings to put up for a christmas exhibition at Hvitahus in Snæfellsnes. But as always the driving was rewarding and great to be there in good company.
Ísland/On the road
Ísland/On the road
Hvíta hús er "Listamannahús" eins og áður hefur komið fram hér. Öllu jöfnu dvelja listamenn þar í mánuð í senn, þar er íbúð á efri hæð, en salur niðri í þessu fyrrum íshúsi. Umhverfið í Krossavík er tilkomumikið í grennd við Snæfellsjökul sem rammar húsið fallega inn. Á sumrin er rekið þar listgallerí og staðið fyrir námskeiðum. Nú er í fyrsta skipti þar jólasýning og gallerí. / Hvitahus is an artist residency for the most part of the year in this wonderful location by Snaefellsglacier and Krossavik harbour. In the summertime there is an art gallery and summer art courses run there by Elva Hreiðarsdottir an artist and owner of Hvitahus. This is the first time that there is a christmas exhibition and open Art Gallery.

Jólalegt í Hvíta húsi

Sérvaldir listmunir/Beautyful work

Skemmtilegt úrval/Nice collection

Eyjaslóðir...../Some paintings
Sýningin stendur yfir næstu þrjár helgar og það er óhætt að mæla með að líta við í Hvíta húsi sem ilmar af stemmingu og notalegheitum, auk þess má gjarnan mæla með veitingastaðnum "Viðvík" sem er í næsta húsi og býður upp á jólamat á aðventunni. /The exhibition and art gallery will be open next three weekends. Great athmosphere and I highly reccommend Viðvik restaurant that offers great Christmas Menu.