Showing posts with label exhibition. Show all posts
Showing posts with label exhibition. Show all posts

Friday, October 9, 2020

Október/October - Inn á við og út í heim/Inside - outside



Indlandssería 2020/ India series 2020
Það er margt gott við það að þurfa að líta inn á við og jafnvel stutt yfir skammt. Þá er ýmislegt sem kemur til manns, eitthvað sem fær mann til að hugsa um tímann og árstíðir, hversu hratt í raun tíminn líður og hvað það er mikilvægt að vera æðrulaus yfir því, þakka fyrir það sem var og er hvað svosem það er og var. 

Sannarlega má þakka fyrir margt og ekki síst því sem listamenn benda okkur á með verkum sínum. Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður lést langt um aldur fram, en verk hans og sýn á tilveruna var eftirtektarverð. "Taktu eftir því sem þú tekur eftir"sagði hann. Yfirlitssýning um verk hans var opnuð í lok ágúst í Listasafni Akureyrar. Hann hefði orðið sextugur 7. nóvember 2020 og það verður málþing þar af því tilefni. Lengi má manninn reyna heitir sýning hans í Listasafni Akureyrar og ég vona sannarlega að maður nái að komast norður heiðar þetta haust til að sjá hana og fara á málþingið eða bara fylgjast með á netinu./ It is necessary to look inside and out to the world. By doing that you realise how time goes fast by but also you can be grateful of all the artists that notice things and tell us about them in various ways. Four different websites from Museums around the world(Akureyri, Reykjavík, MOMA New York)represent different views on art and time and the world and how to deal with it.

Þessi mynd hér að ofan minnir mig á Þuríði Sigurðardóttur vinkonu mína og fádæma góða listamann sem hefur tileinkað sér það í sínum verkum að taka eftir því sem annars fer framhjá okkur. Hún átti nýverið myndir á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum og hér má sjá spjall sýningarstjórans Markúsar Arnar Andréssonar um sýninguna. 


Manni finnst ár og dagar síðan útlönd bar á góma. Þessi mynd er tekin á fallegum degi, vorið 2018 og er af mér og einkasyninum þegar hann ústkrifaðist frá Columbia háskólanum í kvikmyndaleikstjórn. Ég er nú ákaflega fegin að hann og fjölskylda eru flutt heim. Þetta var ógleymanlegur tími, margar ferðir voru farnar að spóka sig, skoða nýjasta nýtt, uppgötva stórborgina. Gott að eiga þessar minningar. En nú um stundir er áhugavert hvað stóru söfnin úti í heimi eru að gera á þessum tímum. Sum eru lokuð af og til, sum hafa verið lokuð en eru nú opin aftur og margar áskoranir sem þarf að takast á við. Ekki bara í starfi safnanna, heldur líka hvað á að fjalla um. Hér er gott dæmi um það hvað söfn geta lagt af mörkum á erfiðum tímum, hvað er það sem skiptir máli og hvernig er hægt að takast á við það þegar menning er nánast þurrkuð út á einum degi MOMA út í heim 

Það er stundum eins og maður láti áhugaverðar sýningar framhjá sér fara og það er alveg undir hælinn lagt hversu góðar upplýsingar eru um þær sýningar þegar þær eru liðnar. Þeir líbönsku listamenn sem áttu verk á þessari sýningu 

BEIRÚT, BEYRUT, BEYROUTH, BEYROUT

sem var í í Listasafn íslands 8.2.-31.3.2019 virka amk. mjög áhugaverðir ef maður flettir þeim upp og les sér til um þá. Það er svo margt hverfult. Nú má amk. ætla að líf þeirra flestra sé varanlega breytt. Eins og sjá má á myndböndum og viðtölum á MOMA vefnum sem ég vísa í hér að ofan, þá er leitað til listamanna og því sem þeir hafa að segja./ I missed this exhibition in Reykjavik last year for some reason. It is not easy to get an overview what is was about from the website and photographs. 

ÁHUGAVERÐIR TÍMAR

Mér finnst mikilvægt að tala um myndlist og segja frá því sem maður sér. Mér finnst líka mikilvægt að miðla því sem ég er að gera, koma því áfram, taka á móti þeim sem vilja skoða verk, miðla þekkingu og kunnáttu í málun með námskeiðum og með því að segja frá mínum verkum, en líka heyra hvað aðrir hafa um sín verk að segja. Nú þegar ekki er hægt að opna upp á gátt og ekki alveg víst hvernig mál þróast er mikilvægt að leita nýrra leiða til að halda uppteknum hætti. Það er vissulega áskorun og það eru þrátt fyrir allt áhugaverðir tímar!! It is necessary to talk about art, about paint and paintings, methods, inspiration other artists. Now it is impossible to have things like they always have been. It is a challenge to keep on going....but like always....interesting!!!!!


Saturday, September 28, 2019

Torg Listamessa 4.-6. október - Bás H-16


Um næstu helgi tek ég þátt í Torg listamessu sem SÍM stendur fyrir á hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Stór hópur myndlistarmanna verður þarna með verk sín til sýnis og sölu og er tilhlökkunarefni að sjá breitt úrval myndlistar saman komið á einum stað og auðvitað listamennina sjálfa sem verða á staðnum. Þetta er í annað skipti sem messa af þessu tagi er haldin hér á landi en SÍM hélt Torg í fyrsta skipti í fyrra á Korpúlfsstöðum og viðtökur voru framar vonum. Þetta fyrirkomulag er þekkt erlendis og hef ég tekið þátt í nokkrum slíkum messum og fundist það skemmtilegt. Þetta er mikilvægur vettvangur og áhugavert að þarna er hægt að festa kaup á verkum milliliðalaust og spjalla líka við listamennina sjálfa.  Ég verð með bás H-16 kíktu við. / I will be participating in SIM's Torg Art Fair in Korpúlfsstaðir, Reykjavik 4.-6th of October. It is the first(started last year) and only art fair in Reykjavik and I look forward to it. More than 70 artists will be present there. My boot is H-16 so please stop by and visit.


Hér er hlekkur á viðburðinn en ég auglýsi þetta betur sjálf þegar líður á vikuna/Here is a link to the event:

Wednesday, May 29, 2019

Düsseldorf - Listamannadvöl/Artist in Residence

Ég er búin að dvelja í Düsseldorf undanfarnar vikur í svokallaðri "Listamannadvöl". Þetta er skiptiprógram á vegum SÍM og Verein der Düsseldorfer Künstler og byggir á gagnkvæmum skiptum, tveir íslenskir listamenn dvelja í maí í Düsseldorf og tveir þýskir dvelja á Íslandi í ágúst. 
Sumargrænir litir og gróðursæla
Summergreen colors and growth

Gægst inn um gluggann/tímabundin vinnustofa
Look inside/Temporary studio
I've been in Düsseldorf for the past weeks at an artist residency. It is organized by SIM and Verein der Düsseldorfer Künstler and we are two icelandic artists that stay here in May and in return two german artists will stay in Iceland in August.
Heima/vinnustofa
My Atelier
Það er margt sem maður áorkar þegar maður kúplar sig frá daglegri rútínu og fer í sjálfskipaða listræna einangrun/útrás. Düsseldorf er stórborg í listrænu tilliti, með mögnuð listasöfn og kröftuga listasenu með fjölbreyttum listamönnum og stórum nöfnum. Á sama tíma er allt innan seilingar og stutt í allar áttir, hægt að labba, hjóla eða taka strætó.
Gott að byrja með hreint borð/Nóg af öllu tagi
Fresh start/A trip to Boesner
Vinnuborðið/ný nálgun og tilraunir
Working table/new things and experiments
Düsseldorf is a perfect place to explore art and it is grand in a way that it has fabulous museums, a vibrant kultural szene and nature within reach, easy to walk, bike or take the tram to all places within half an hour.
Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21
Í vinnustofudvöl sem þessari hefur maður tækifæri til að endurnærast og endurraða því sem skiptir máli, skoða það sem maður hefur verið að gera, velta því fyrir sér hvað mann langar að gera næst og leyfa sér að verða fyrir áhrifum. Skoða listamenn, skoða hugmyndir, skoða aðferðir, skoða allt það sem kemur upp í hendurnar á manni.
Verk í vinnslu/handgerð egg tempera, olíulitur, á gráan pappír
Work in progress/handmade egg tempera, oilcolor on grey multimedia paper

Tilbúið landslag/Synthetic landscape
Eggtempera og blýjantur á Steinpapier/
Eggtempera and pencil on Steinpaper
Given the time and place you have to rearrange your process, look at what you have been doing, where you want to go with your art next, discover new techniques and allow yourself to get influenced bythe things that come to you.
SittArt Gallerí/vinnustofur listamanna byggt af listamönnum 1904
SittArt Gallery/Was built 1904 by artists
Það sem mér finnst einkar inspirerandi hér er þróttmikill kraftur listamanna, gallería og stofnana. Í þessari byggingu eru um 30 vinnustofur listamanna, skrifstofa sambandsins og gallerí. Mjög falleg bygging sem byggð var 1904 af listamönnum(með stuðningi auðvitað)og er í eigu þeirra enn í dag. Hér opnum við Ásta V. Guðmundsdóttir sýninguna Dreggjar/Remains of a Stay á laugardaginn 1. júní kl. 17-20 og sunnudaginn 2. júní er opið frá 14-17 þar sem við verðum með svolítið "gespräch" um "künstlerischen Austausch"milli Íslands og Þýskalands. /It is inspiring to feel the infrastructure and art/institution collaboration in the art scene here. This building was raised 1904 by artists and has 30 artist studios, an office and an Art Gallery, SittArt. We will be showing "Remains of a stay" there on the 1&2nd of June. We also be talking about artist collaboration between Iceland/Germany
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
Ásta creative clothes, Hönnuður og listasprengja 
Það á vel við hér að sýna afrakstur dvalarinnar og efna til samtals um listasamstarf/samvinnu. Báðar erum við Ásta starfandi listamenn á breiðum grunni, sýnum verk okkar og tökum þátt í ýmsum sýningum, viðburðum og gjörningum(Ásta þó meira en ég) og stöndum fyrir námskeiðum og fleiru á vinnustofum okkar. /It is really relevant to show our work after this meaningful stay and start a conversation about artist collaboration. We are both artists that work in different areas both artisticly and geographicly by ourselves or in collaboration with other artists and our art societies.
Soffía Sæmundsdóttir
Málarinn við höfnina, Myndlistarkona og litasprengja 
Ekkert jafnast þó alveg á við vinnustofuna mína við höfnina í Hafnarfirði sem mun taka vel á móti mér og það verður gaman að koma til baka með ferskan blæ, halda áfram með verkin sem eru í vinnslu þar eða byrja á einhverju grandíósó!!! /Of course I look forward to come home to my studio and keep on working on those paintings that are there. Bring the fresh energy and perhaps start something GRAND!!!!
 
Sjómannadagurinn er á sunnudaginn! Opið 13-17! Fjölskyldan stendur vaktina á vinnustofunni og mikið um að vera við höfnina sjipp og hoj! 

Friday, April 19, 2019

Apríl - ýmislegt/April Various things


VINNUSTOFAN/MY STUDIO

Ýmis verkefni stór og smá eru framundan. Á vinnustofunni er undirbúningur fyrir Bjarta daga í hámarki og að þessu sinni er það örsýningin "Sunnan vindur baby" sem opnar á Sumardaginn fyrsta 25.4. kl. 14-17 og viðburðurinn Gakktu í bæinn 26.4. kl. 18-21 þar sem listamenn í Hafnarfirði bjóða á vinnustofur sínar./Open studio days coming up. Selection of work with warm colors and the studio will be filled with plants. Culture in focus in Hafnarfjörður in April.
Sunnan vindur baby/Work in progress
Vinnustofan verður með suðrænum anda þessa daga, plöntur og verk valin saman á veggjum sem höfða til suðrænna slóða, en gefa jafnframt til kynna nýjan veruleika og hugsanaferli með hnattrænni hlýnun jarðar. Manni beinlínis hlýnar því um hjartarætur á viðburðinum “Gakktu í bæinn” föstudaginn 26. apríl kl.18-21. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 20 tökum við lagið og syngjum nokkra suðræna slagara. Sýningin stendur einungis þessa daga en opið verður eins og venjulega eftir samkomulagi á vinnustofunni.
Sunnan vindur baby/Work in progress
NÁMSKEIÐ/PAINTING COURSES
Mars var námskeiðsmánuður á vinnustofunni. Það er alltaf gaman að taka á móti nýjum og áhugasaömum málurum og breyta vinnustofunni. Það er frábært að vera með allt innan handar , bækur, efni og áhöld og svo fara þátttakendur heim með eitthvað nýtt undir hendinni eða í kollinum. Námskeið 4 - Íblöndunarefnin sem er bara eitt skipti og í fyrirlestra- og sýnikennsluformi er greinilega að hitta í mark og nýtist þeim sem hafa verið að mála og eru með einhverja þekkingu.  Ég ætla að vera með það aftur 7. maí nk. og um að gera að skrá sig strax, síðast komust færri að en vildu. Ég auglýsi námskeiðin á facebook síðu minni: hér /
Several Oil Painting courses were at my studio in March and next one coming up on May 7th. from 4-8pm.
Íblöndunarefnin/Some oil material for the Art course

Íblöndunarefnin/Some acrylic material for the Art course
VINNUSTOFUDVÖL Í DÜSSELDORF Í MAÍ/
ARTIST RESIDENCY IN GERMANY IN MAY
Af og til þarf að fríska upp á listatilveruna og ég er svo heppin að vera að fara til Düsseldorf í maí í skiptiprógrammi sem SÍM er að byrja með í samstarfi við Verein der Düsseldorfer Künstler. 2 íslenskir listamenn munu dvelja þar og 2 þýskir listamenn koma til Íslands í ágúst. Ég hef reynslu af því að svona dvalir skila sér margfalt til baka, ótruflaður tími til að hugsa og skoða og skissa./Artist residency in Düsseldorf Germany coming up in May. An exchange program with SIM where two icelandic artists stay in May and two german artists in Iceland in August. From my experience a stay like that gives you time to focus and explore new art paths. 
Ísland/Apríl
SÝNINGAR/EXHIBITIONS 
 Það er kominn tími til að sýna Wish you were here póstkortaprojektið á Íslandi. Fyrir ári síðan vorum við Heike Liss í Chile, nú er það Mjólkurbúðin, Akureyri 3.-11. ágúst nk. Alltaf bætist við kortin og það verður gaman að sýna fyrir norðan. Sjá: https://www.wishyouwerehereproject.com/
Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?

Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?





Monday, January 28, 2019

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)


Órætt landslag/norður
Ég opnaði á dögunum sýninguna Órætt landslag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Salurinn er rekinn af Seltjarnarnesbæ með miklum menningarbrag og er í tengslum við bókasafnið á efri hæð Eiðistorgs. Þetta er fallegur salur og samhengið frábært, margir sem eiga leið hjá. /My solo exhibition"Órætt landslag" is at Gallery Grotta, Seltjarnarnes west of Reykjavik. It is up for a month from 24th. of January until 24th of February.
Opnun sýningar/Opening of "Órætt landslag" 2019(Moi)

Boðskort á sýninguna
Ljósmyndir af landslagi teknar á ferð út um bílrúðu á leiðinni frá einum stað til annars verða innblástur nýrra verka þegar á vinnustofuna er komið.  Markmiðið er þó ekki að ná niður eftirmynd af því svæði sem ég fer um heldur er áhersla á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” og tvö málverk unnin með 13 ára millibili./Photographs of landscape taken out of the car window while driving inspire new work at the studio. I'm not looking for the reproduction of the place but work fast and focus focus on color and form and repetition. I keep in mind my earlier work I have done and my peers in abstract painting.

Ljósmynd tekin á ferð úr bíl á leið um Suðurland/janúar 2019
On the road - Snapshot of a landscape - South/January 2019
Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unnar sl. mánuð og sumar varla þornaðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka(svo eitthvað komist upp á vegg!!). Öll skilningarvit eru þanin, skynjarar hafa vart undan að taka á móti litaflæði og formum sem koma í röðum(eins og kölluð). Ég hugsa um tónlist en hlusta á myndlist./Most of the work I did past 2 months and some are still wet. It is refreshing to challenge yourself at the beginning of new year, no time to think you just have to trust the senses and flood of color and forms. While working I think about music but listen to the paint.

Órætt landslag /suður 2019
"Órætt landslag" / South 2019

Órætt landslag / mýkt 2019
Órætt landslag / softness 2019

Einskonar landslag/Flæði I, 2006 /Órætt landslag/Flæði II 2019
Oil on wood 2006/Oil and wax on wood 2019




Órætt landslag - Sería suður 2019 24x29cm.
"Órætt landslag" South Series 2019 24x29 cm.



Órætt landslag - Sería norður mismunandi stærðir
"Órætt landslag" - North Series 2017/2019 Various Sizes 


-->

Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Monday, August 27, 2018

Touch and technology/Tækni og snerting San Francisco-Las Vegas-Reykjavík 2017-2018

Oft veltir lítil þúfa.....Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni "Touch and technology". Sýningarstjórarnir Carrie Ann Plank og Robynn Smith eru starfandi listamenn sem koma víða við og það er svo hressandi, enda virkilega vel að öllu staðið. Við vorum 10 sýnendur og sýningin var fyrst sett up í nóvember 2017 í Gallery 688 í San Francsico, síðan í Gallery Pricilla Fowler í tengslum við Southern Graphic Council ráðstefnuna í mars á þessu ári þar sem fjölmargir sáu hana og svo er sýningin í Grafíksalnum í Reykjavík til 2. september. Sýningarspjall og Solar Prin námskeið á verkstæði félagsins um helgina sem þær stóðu fyrir og auk þess heimsókn á vinnustofu mína. 
Sýnendur við opnun sýningarinnar í San Francisco
The Artists present at Gallery 688 in San Francisco November 2017
It has been a great ride to participate in this fabulous exhibition "Touch and Technology". It started in San Francsico in November last year at Gallery 688 and was one of the exhibitions at Southern Graphic Council Conferense in las Vegas in March. It is in the IPA Gallery until sunday. Don't miss it!!  
Artist talk at the IPA Gallery/Listamannaspjall í Grafíksalnum

Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG/ Elísabet is IPA's Chairman

Sýningarstjórarnir Robynn Smith og Carrie Ann Plank.
Milli þeirra er Laura Valentino einn listamannanna/
The Curators with Laura Valentino one of the artists.

Verk mín "Hreyfanlegt landslag" eru vinstra megin á veggnum.
Hringirnir hægra megin eru verk Carrie Ann.
On the left is my work "Hreyfanlegt landslag"
the round gorgeous pieces are Carrie Ann's.
Framundan í haust eru svo tvö lítil en krefjandi grafíkverkefni sem bíða mín og ég hlakka svoldið til að takast á við þau. Það er alltaf ótrúlega gefandi að detta í eitthvað nýtt og þurfa að vinna að tilteknu verkefni. Ég er búin að vera með risaverkefni á minni könnu í sumar sem ég hlakka mikið til að skila af mér á næstu dögum/vikum og þá er gott að henda sér í eitthvað nýtt. Jamm...alltaf eitthvað. /I have some smaller printmaking projects coming up this fall. I have been over my head this summer working on a big piece that I will deliver in the next few weeks. When that is done it is great to have something completely different waiting. To be continued.......