Monday, October 21, 2019

Október - undarlegt sumar og framhald




Það er svolítið notalegt þegar haustið hellist yfir. Þá skapast tími og rými til að byrja á einhverju nýju eða halda áfram með það sem er í bígerð. Sumarið var óvenjulegt því ég lenti í veikindum í lok júní, fékk sýkingu við nýra sem beinlínis lagði mig flata og ég gat ekki unnið eða sinnt því sem ég er vön og þurfti að reiða mig á þá sem standa mér næst við alla hluti. Þetta var "lesson in life" því ég er alltaf alveg fílhraust og víla ekki fyrir mér að ákveða og gera það sem þarf að gera en við þessar aðstæður gat ég ekki gert neitt, hvað þá farið á vinnustofuna, unnið eða planað. /Fall is always nice. Then there is time to start something new or keep on doing the stuff you were doing. This summer was very different for me, I got serious kidney infection in the end of June and couldn't work or do anything for a long time and had to rely on my family and friends. It was a lesson in life, usually I am healthy and can do anything I care to do but not being able to do the usual housework, go to the studio or plan or PAINT was difficult.
Það léttir tilveruna að vera með þessa ungu stúlku í kringum sig.
Melkorka Úa Erlendsdóttir með ömmu í sveitinni.
Life is just perfect with little Melkorka Úa.
Sem betur fer er ég búin að fá heilsuna og orkuna mína að mestu til baka, en þarf þó að fara vel með mig, passa vel upp á hvíld, mat og drykk og að gera ekki of mikið í einu. Maður er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir fólkið sitt, en veltir því líka fyrir sér hvernig maður nýtir sér þessa reynslu eða réttara sagt, mun þessi reynsla breyta mér á einhvern hátt?/ I have thankfully recovered and my energy is coming back, but I am careful, one day at a time and eternally greatful for the wonderful people around me. At the same time I wonder how or if this experience will change the way I work. Only time will tell. 
Listamessa Torg 2019
Torg Art Fair 2019
Það var hressandi að taka þátt í Torg listamessu á Korpúlfsstöðum í 4.-6. október. Maður hitti svo marga sem maður þekkti, en líka marga sem þekktu mig(en ég ekki þá :) ). Auk þess var svo góður andi á staðnum og ég var heppin að vera á góðum stað.

AðstoðarMaðurinn eini sanni / The assistant par excellance
It was great to participate in Torg Art fair that SIM organized 4.-6th of October in Korpúlfsstaðir. A lot of people I knew(also very many I didn't know)stopped at my booth to talk.

Góð vinkona tók þessa mynd af mér.
Það er mikil vinna að standa vaktina heila helgi og gott að geta tyllt sér
Nice photograph of my booth(and me).
It's a lot of work to hang and plan your booth...but worth it.
Það er magnað eftir svona langt hlé frá vinnustofunni að byrja á nýrri seríu af myndum. Taka fram myndirnar sem ég var byrjuð á snemma í vor og halda áfram með þær. Grunna nýjar plötur....finna nýtt landslag. Hlakka til að halda áfram, finn kraftinn í vinnunni og held að það sé eitthvað spennandi í bígerð. / It is great to start working at the studio again. Priming old and new paintings, figuring out new landscape. Can't wait to keep on working!!!

Restar/Remains 2019
#workinprogress




  





No comments:

Post a Comment