Ég hef setið meira og minna við í allan dag að gera umsókn um sýningu í ASÍ. Ég ætlaði auðvitað að vera búin að þessu fyrir löngu en ég er bara ekki fljótari en þetta. Um hvað á maður að sækja? Hvaða myndir á maður að senda? Hvaða tíma vill maður? Hver er maður hvað viill maður.....og vill mann einhver!!?Mér finst þetta alltaf eilífur höfuðverkur. En í þetta skiptið er ég með Monicu hollensku mér við hlið sem býr til PDF skjöl og tekur nýjar myndir fyrir mig og sér til þess að þetta skili sér allt með póstinum á réttan stað. Mér finnst samt eins og ég verði aldrei góð í þessu og ég er svo óskipulögð í tölvunni að það er benlínis vandræðalegt. Ég á aldrei réttu myndirnar af réttu myndunum, aldrei rétta formið og kem þessu aldrei almennilega frá mér. Þetta er flókið líf.
No comments:
Post a Comment