Sunday, February 21, 2010

James Castle - sjálflærður einfari frá Idaho

Ég hef í dag verið að skoða tvær athyglisverðar myndir um listamenn sem ég tók á bókasafni Listaháskólans. Mjög ólíkir listamenn en með vissum hætti má segja að þær fjalli um líf þeirra og að þeir í list sinni taki fyrir þau málefni sem á þeim brenna hverju sinni. Sú fyrri sem ég horfði á var um sjálflærðan einfara, James Castle sem fæddist heyrnalaus rétt fyrir aldamótin 1900. Hann bjó í litlum bæ í Idaho alla sína æfi í sér húsi en í grennd við fjölskyldu sína og teiknaði, málaði, og mótaði  og myndefni hans mótaðist auðvitað af umhverfi hans að miklu leyti. Hann var uppgötvaður af listheiminum um miðbik æfinnar og safnarar kepptust um að eignasat verk eftir hann og það hlýtur að hafa haft áhrif á að hann gat unnið við list sína óhindrað. Hann vann alla tíð í einföld efni og ekki hefðbundin, þannig teiknaði hann ekki með blýjanti heldur með sprekum sem hann nuddaði upp úr kolaryki, sömuleiðis notaði hann tuskur til að mála með en ekki pensla og ýmis önnur efni sem féllu til, en foreldrar hans ráku nýlenduvöruverslun og ýmsar pakkningar og pappír urðu honum að yrkisefni. Hann skrásetti samviskusamlega það sem hann sá í nánasta umhverfi og fjölskyldan, heimilið, ýmsir hlutir og pakkar urðu honum að innblæstri. Það sem heillar mig alltaf við svonefnda einfara er þessi beina tenging við myndefnið sem oftar en ekki er úr nánasta umhverfi svo og notkun á ýmsum efnum sem finnast þar. Kannski ná þeir að varðveita barnið í sér með því að fara ekki hefðbundna skólagöngu þar sem þú lærir td. að teikna og fara með efni. Maður sér oft að listamenn sækja innblástur í þessháttar list og í list barna.Það er stofnun/sjóður í Bandraíkjunum sem hefur sérhæft sig í að koma svokölluðum einförum (selftaught artists)á framfæri með ýmsum hætti, m.a. í kvikmyndum. Skoðið endilega slóðina:

1 comment:

  1. Hér er svo linkurinn til að kíkja á: http://www.jamescastlefilm.com

    ReplyDelete