Thursday, February 11, 2010

Hugmyndavinna

Á morgun á ég að undirbúa hugmyndavinnu í 15 mínútur. Mér finnst hugmyndavinna skemmtileg en mér finnst erfitt að tengja hana beinlínis við kennslu og að það þurfi að koma eitthvað almennilegt út úr henni. Hef verið að skoða allskonar síður og hugyndirnar spretta fram eins og sprækir lækir. En hvort það verður eins gott að koma þessu frá sér veit ég ekki. Kannski hef ég of mikla reynslu af því að kenna fullorðnum og er því rög við að reyna nýja hluti eða treysti mér ekki alla leið. Ég er að velta fyrir mér línu, mismunandi gerðir af línu og hvernig er hægt að gera línu án þess að teikna hana með blýjanti eða penna. Er líklega innblásin af sýningu Kristínar Gunnlaugs í Grafíksalnum með þessar frábæru " teikningar" á striga með garni. Lyktin af grófum striganum fylgir mér heim og er hluti af upplifuninni. Lína getur verið spennandi með grófu garni, eða tvinna eða pípuhreinsara. Með pipuhreinsurum verður línan þrívídd þegar þeir eru reistir við. Hugsa líka kortlagningu. Man þegar ég fór út um skólalóðina í Mills með Naomi og Rosönnu að leita að skúlptúrum, við áttum að finna skúlptúra, gefa þeim nafn og kortleggja staðina sem þeir voru á og taka af þeim mynd. Þetta vAR ÓGEÐSLEGA SKEMMTILEGT. Hvað skilgreinir skúlptúr og hvað gerir hann að því. Þetta var eitt af þessum verkefnum sem fengu mig til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við gerðum líka hljóðskúlptúr úr röddum okkar, en þetta hafði allt með staðinn Mills að gera. Í lokin var svo stórt persónulegt verk sem tengdist okkur. Ég vann út frá orðum og mismunandi þýðingu td. náttúra, landslag...og myndir sem tengjast því. Mér fannst þetta spennandi pælingo og þetta fékk mig til að vinna meira inn á við og tengja mig sjálfa beint inn í myndirnar. 

No comments:

Post a Comment