Sunday, February 21, 2010

Málaragleði

Það má ekki vanmeta þá ánægju sem fæst út úr því að mála. Að koma að grunnaðri rauðri og türkisgrænlitaðri tréplötu þar sem er lítið annað á en kannski sjóndeildarhringur og undarlegur rauður himinn. Þegar ég kem að myndinni sé ég þó út úr trénu hóla og hæðir eða væri kannski réttara að tala um kletta og steina og  við að mála terpentínuþunnt með Indian Yellow og Titian blönduðu örlítilli línolíu yfir himinninn og bæta oggulitlum hvítum saman við túrkis/emeraldgræna litinn í sjóinn sem kannski breytist í gras eða eyjur eða móbergskletta verður svo geggjuð litasamsetning að ég fæ í hnén og líka undir bringuspalirnar. Á morgun þegar ég kem að henni verður hún kannski flöt og óspennandi en í öllu falli .....það að mála breytir deginum og gerir hann betri.

No comments:

Post a Comment