Thursday, March 4, 2010

Sköpun í kennslu

Hvað ýtir undir sköpun, hvað stoppar hana og hvað er frumlegt....Ég er að lesa grein eftir kennslufræðing sem er að velta þessu fyrir sér. Hann talar um hvort það að sýna verk eftir einhvern og að sýna hvernig á að gera hlutina geti hindrað sköpunarferlið. Ég er ekki viss. Þó get ég sagt það að þetta er svolítið í þeim anda sem ég kenni. Ég forðast að segja fólki hvað það á að mála, forðast að sýna hvernig það á að gera hlutina og forðast að segja hvað sé rangt og hvað rétt í raun. Allt er jafngilt. Kannski ekki allt samt. Það væri of mikið að segja það. En ég gef fólki ekki upp hlutföll og stærðir og blöndur eins og sumir kennarar gera, ég segi þeim ekki hvað þeir eiga að mála né hvaða liti þeir eiga að velja, ekki nema þeir spyrji mig. Hef kannski ekki alveg forsendur til að velta því fyrir mér hvort þetta er rétt hjá mér og hvort þetta skilar einhverju. Hinsvegar finnst mér þeir nemendur sem hafa verið hjá mér lengi vera orðnir sjálfstæðir og vita hvað þeir vilja svona oftast.

1 comment:

  1. Mér finnst einmitt svo gott að fá að böðlast áfram að vissum marki í tímum hjá þér en treysta því samt að vera bremsuð af, ef að ég stefni í tóma steypu. Það að sýna hvernig á að gera hlutina hlýtur að vera jákvætt, því þannig er manni sýnd leið til að nálgast það sem að manni langar að skapa, ef ekki er fær leið er hætta á að það sem að manni langar til að skapa lendi utan seilingar og verði aldrei neitt. Eða þannig sko :)

    Kv. Helga Sig.

    ReplyDelete