Monday, March 8, 2010

Hreyfanleiki í listum


Las góða grein " Social life of Art" sem kemur inn á það hve margt í sambandi við listir er breytingum háð. 

Greinin fékk mig m.a. til að velta því fyrir mér:

Hver horfir td á málverkið?
Í hvaða samhengi er það?
Er það í galleríi, heima hjá einhverjum, fær það góða birtu?
Í hvaða samhengi er sá sem horfir á það? Er það listfræðingur, listamaður, gamall maður, sálfræðingur, ung stúlka?

Það má líka velta fyrir sér sögunni í þessu samhengi, hver segir söguna og hvernig lifir hún. Hvernig verður  einmitt í þessu samhengi litið á mig og mína list í sögunni? Hvernig verða verkin mín túlkuð og hver erfir þau? Skiptir máli hvað er að gerast í mínu lífi 2010 og hefur það áhrif á það hvað ég mála og hvað ég geri?

Hvernig mun sagan líta á Feneyjardvöl Ragnars Kjartanssonar?

Sjálf tók ég þátt í samsýningu í Hafnarborg 2007 sem hét 50 Hafnfirskir listamenn. Ég sýndi eina mynd frekar stóra málaða á tré og hét "Ganga". Það var mikið landslag í henni og ferðalangur sem hélt á fiski við dálitla tjörn. Þetta var fyrsta verkið sem ég málaði á nýju vinnustofunni í Fornubúðum. Ég heyrði af tveimur konum sem skoðuðu myndina og sögðu: Vá hvað þetta væri flott landslag ef það væru ekki þessir kallar þarna. Já............Hvernig mun sagan fara með þátttöku mína í þeirri sýningu? Hvaða stöðu munu " þessir karlar" hafa eftir kannski 50 ár?

No comments:

Post a Comment