Thursday, March 11, 2010

Viola Frey


Fjölskyldan - Family Portrait



Ég sat í áheyrn í Tækniskólanum í dag í kúrs sem heitir menning og listir og sá þar myndband um listkonuna Violu Frey sem var bandarísk og vann einkum í keramik, risstóra skúlptúra þar sem voru ýmist stórar manneskjur eða fundnir hlutir sem hún fann á mörkuðum og blandaði í verk sín. Hún fæddist í Kaliforníu og mér finnst verk hennar bera þess merki. Það var gaman að sjá gamla kennarann minn, Ron Nagle sem líka er frábær listamaður, tala um hana og verk hennar. Hér má sjá verkk eftir hana sem hún kallar fjölskyldumynd og er sambland af mörgum manneskjum. Hún notar liti mjög skemmtilega og er óhrædd við að blanda þeim saman. Það merkilega er að hún lærði hjá Mark Rothko í New York en reyndar var hún ekki lengi þar og bjó alla tíð og starfaði á vesturströndinni. þar eru margir fleiri skemmtilegir keramiklistamenn og Ron Nagle kynnti okkur fyrir mörgum flottum þegar ég var í náminu. Hann er sjálfur ótrúlega geggjaður listamaður, hann vinnur með formið bolli og breytir því á alla mögulega og ómögulega vegu svo það er ekki nytjahlutur heldur skúlptúr. Hann er líka nokkuð þekktur tónlistarmaður og frábær manneskja. Verk eftir Ron Nagle.

No comments:

Post a Comment