Ég sýndi nemendum mínum mynd uppi á skjá með Hung Liu að vinna í kvöld í tíma. Ég dáist ótrúlega að henni og því hvernig hún nær að halda myndunum sínum svona ferskum, þunnum, með skýra sýn, Hún vinnur mikið með ljósmyndir en þær eru frá henni sjálfri eða tengjast henni amk. á einhvern hátt og það er gaman að sjá hvað stærð verka henni gerir mikið. Skoðið þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=LV8e43K2zCI
Frábær síða hjá þér Soffía og svo margar spennandi krækjur til að skoða, læra og hafa gaman af. Er eiginlega svolítið "sveimhuga" í vinnunni þessa dagana og alltaf með opnar síður á krækjurnar þínar til að detta inn í þegar að businessinn sígur í. Og VÁ hvað mér fannst gaman af að sjá Hung Liu í síðasta tíma. Var fljót að googla henni og fann m.a. þessa síðu http://www.kelliu.com/.
ReplyDeleteTakk fyrir þetta Soffía, á eftir að fylgjast stíft með hérna.
Kveðja Helga Sig.
Frábær listamaður sem ég ber mikla virðingu fyrir og hef ótakmarkaða aðdáun á hennar hæfileikum með að koma reglu á óreglu sem að lýsa sér í málningartaumunum (drippinu). Frábær síða hjá þér Soffía!! Kveðja, Sveinn
ReplyDelete