Sunday, March 14, 2010

Eiginleikar efna - vax


Margir málarar nota vax í myndirnar sínar. Það er sérstaklega mikið notað í Ameríku og þar er hægt að fá margar mismunandi gerðir af vaxi, bæði til að blanda beint í litinn og beewax til að hita og nota beint eða blanda í litinn. Ég er að láta nemendur mína prófa þetta efni og í síðasta tíma lét ég þá undirbúa tré og masónítplötur með því að grunna þær, setja lit á þær, jafnvel líma á þær úrklippur, texta, myndir o.sv.frv. Þetta vakti mikla lukku og gleði þegar var hægt að láta gamminn geysa, allir við eitt borð og efnin á því miðju. Þetta er alltaf svolítið gefandi að vinna svona og mér finnst það oft skila heilmiklu, þetta eru oft verkefni sem eru öðruvísi og falla ekki beint inn í rammann. Í næst tíma eiga þeir svo að prófa vaxið og nú velti ég fyrir mér hvernig er best að kynna þetta efni fyrir þeim markvisst því ég vil fá málverk en ekki föndur og sérstaklega í þessu verkefni er stutt á milli. Eiginleikar vaxins eru að það getur verið gegnsætt, það getur líka verið gamaldags, varpað hulu yfir, það getur líka gert litinn þykkan og ómeðfærilegan og nú er mitt að kynna þetta þannig að nemendurinir ráði við þetta. Sjálf nota ég vax mikið en þá bara Cold Wax medium sem ég blanda beint út í litinn svo hann verður þykkur. Sérstaklega á þessari neðri mynd sést hvernig hægt er að nota vaxið transparent. En í þeirri efri límdi ég pappír fyrst, hellti waxi yfir, málaði ofan á, þunnt með línolíublönduðum lit.

1 comment:

  1. Þetta eru prufur sem ég gerði fyrir tímann til að sýna eiginleika efnisins.

    ReplyDelete