Sunday, March 14, 2010

Bókasýning


Bók er góð.
Hún er blaðsíður og stafir og setningar og myndir. Hún er þykk og hún er þunn, hún er úr góðum pappír eða vondum, glans eða möttum. Hún er stór eða lítil, ferköntuð aflöng.....

Á bókasýningu í Norræna húsinu eru til sýnis allskyns bækur. Það víkkar sannarlega út sjóndeildarhringinn að sjá hversu margir möguleikar eru með því að taka hugtak eins og bók og búa til úr því sýningu. Bókin vex og stækkar og þykknar og blæs út og belgist.....

Ég elska bækur fyrir það sem þær eru, sagan sem þær bera með sér, tíminn sem þær fela í sér. Þetta er bókahillan með öllum ástarsögunum sem ég las þegar ég var unglingur. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða áhrif bækur hafa haft á líf mitt. Einhver myndi segja að þetta væru ekki merkilegar bækur. En kannski eru það einmitt ómerkilegu hlutirnir sem hafa mest áhrif í lífinu.

No comments:

Post a Comment