Sunday, February 21, 2010

Efni - Sjávarföll/Turner

lEfni:
1. Hvað málar þú á?
a. Er það strigi og þá hvernig strigi, er hann grófur, fínn, grunnaður eða ekki? Strekktur eða óstrekktur?
b. Er það kannski tré eða mdf plata?Er það fínt, gróft, með miklum kvistum eða fínpússað, mikið unnið eða lítið.
c. Hvað er myndefnið, hvernig efni er þá best að nota/mála á? Er það viðkvæmt, landslag, fígúratíft, hvað viltu segja með myndinni?
d. Hvaða stærð á að vera á myndinni? Á hún að vera lítið, er þetta sería(koma fleiri á eftir). Eiga þetta að vera stórar myndir í þykkum blindrömmum því myndefnið er þannig? Er þetta landslag og þá hvernig landslag? Hvaða form hæfir því? Ertu að reyna að ná fram ákveðnum stíl td. vinna eins og annar málari hefur gert, hvaða stærðir vann/vinnur hann með?
e. Skoðaðu til dæmis Turner og þessa ljósmynd af sjávarlandslagi og reyndu að finna út hvernig þú myndir velja efni/áferð/aðferð við að mála þessa ljósmynd og yfirfæra hana í annað efni svo sem málverk.Turner var oft mjög dramatískur/rómantískur í sínum myndum, hvernig getur þú séð það í þessu verki? Hvernig heldur þú að hann hafi unnið það? Hann skissaði mjög mikið og vann með vatnsliti ofl. efni. Hvaða aðferð myndi henta þér best? Hvernig myndir þú gera þessa ljósmynd "Turner-lega" í málverki?

No comments:

Post a Comment