|
Þarna er ég með "Manhattan" á Manhattan fyrir stuttu. |
Já....maður verður að vita hvað maður vill!! Það veit James Bond allavega og fær sér alltaf Martini Dry. Ég er að reyna að gera þessa litlu bloggsíðu áhugaverðari og "nær mér" svo hún sýni og gefi betri mynd af því sem ég er að gera í dag. Það er mikil yfirlega og allir segja mér að ég eigi að prófa aðra gerð af bloggi, þetta sé gamaldags viðmót og ég get í sjálfu sér tekið undir það. En tæknin er ekki alltaf með mér í liði og ég vil frekar gera það sem ég ræð við en ekki. Ég veit líka ekkert hvort nokkur skoðar það sem ég set hér inn, en þetta er líka bara fyrir mig, svona einskonar starfsmaður í þjálfun. Með Facebook, Instagram og fleiri miðlum þarf ég líka að hugsa um hvað ég vil setja hér á þessa síðu. Hvað liggur mér á hjarta, hverju vil ég segja frá? Hvað vil ég sýna!!? Svo þetta er byrjun á einhverju.....og ég ætla að setja meira hér inn...á morgun? Svo væri ekki verra ef ég fengi einhver viðbrögð.
|
Hér er smá innsýn í "heiminn minn" (hugkort), undirbúningur að fyrirlestri um ferilinn. |
No comments:
Post a Comment