Það er gaman að sitja hér yfir sýningunni minni @
Studio Stafn . Gluggarnir vísa út á Ingólfsstræti og fólk labbar hér framhjá eða lítur við. Þetta er alhliða listhús og hér er boðið upp á allt frá innrömmun, mati á verkum, viðgerðum og svo eru hér litlar sýningar af og til. Hér eiga margir leið hjá enda viðmótið gott og myndir á veggjunum fallegar og gaman að skoða. Á veggjunum þessa stundina (fyrir utan sýninguna mína) má sjá verk eftir eldri meistara svo sem Kjarval, Louisu Matthíasdóttur Karl Kvaran og Einar Jónsson, en einnig verk samtímalistamanna svo sem málverk Guðrúnar Einarsdóttur og Jóns Axels Björnssonar sem sýndi einmitt hér á þessum sama stað á undan mér. Staðurinn lætur lítið yfir sér, en staðsetningin er góð, steinsnar frá Laugaveginum og margir gimsteinar hér á veggjunum. Hér er opið virka daga frá 13-17 og á meðan á sýningu minni stendur líka um helgar frá 14-17.
|
Hér má sjá titil sýningarinnar. |
|
Studio Stafn, Ingólfsstræti 6(fyrir ofan Laugaveginn) |
|
"Annars staðar" blasir við... |
|
Falleg innrömmun á verkum mínum, eikarlistar og glampafrítt gler.
Meira að segja hægt að taka mynd af verkunum án teljandi glampa. |
No comments:
Post a Comment