Howard Hodgkin er einn af mínum uppáhaldsmálurum. Ég sá stóra sýningu með verkum hans í London fyrir nokkrum árum og síðan hefur hann setið í mér sem sannur, flottur, magnaður málari sem er með þetta leyndardómsfulla sem allir sem mála vilja búa yfir. Það sést vel á þessari mynd hvað hann er með ótrúlega afslappaða línu og rythma í verkum sínum.
|
Howard Hodkin við eitt verka sinna
|
Hér er lítill myndbandsbútur með viðtali við hann. Hann sem er nú 82ja ára segist aldrei hafa verið betri. Held ég sé sammála honum með það. Svo það er eftir einhverju að slægjast með aldrinum. Húrra!!
No comments:
Post a Comment