Wednesday, November 4, 2015

Námskeið í nóvember - Inni/úti og Litastuð með landslagi

Óvenju langt er síðan ég lét heyra frá mér hér á þessum vettvangi og kominn tími til að gera á því bragarbót. Að þessu sinni vil ég einkum vekja athygli á tveimur námskeiðum sem ég mun halda á vinnustofunni að Fornubúðum 8 nú í nóvember. Bæði námskeiðin eru frekar stutt og þétt. Mér finnst skipta máli að ná samfellu í vinnuna og svo hentar þetta líka oft betur en lengri námskeið á öðrum vettvangi. Sá möguleiki er auðvitað einnig fyrir hendi að sækja bæði námskeiðin og að sjálfsögðu er veittur afsláttur þegar svo er. Fyrra námskeiðið er hefðbundið fyrir þá sem vilja halda sér við, prófa nýjan miðil eða bara mála eina góða mynd. Frábært að byrja á akríllitum og fara svo yfir í olíuna.


I.
14.- 18.nóvember 2015
Námskeið í olíumálun
Inni úti….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín)

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

Fyrirkomulag

14.11. Laugardagur kl.11-13 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Mælt með að skoða sýningar eftir það ef tími vinnst til.
16.11. Mánudagur kl.16-20 Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.
18.11. Miðvikudagur kl.16-20 Færum okkur yfir í olíulitina.
24.11. Þriðjudagur kl. 16-21 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.


Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.


Verð: 28.000 (*hægt að skipta greiðslu).
Skráning á soffias@vortex.is


Seinna námskeiðið er meira svona stuð en líka mjög gagnlegt til að koma sér af stað í vinnu og að vinna í önnur efni en olíu. Ég kynni ykkur líka fyrir mismunandi gerðum af pappír og allskyns akrílefnum sem er gaman að vinna með. Frágangur mynda á pappír er öðruvísi en strigamynda og því fer ég aðeins í það.

II.
22.-26. nóvember 2015
Litastuð með landslagi
Akrílmyndir á pappír

klippimyndir, litir, leka, mála, landslag, stórt, lítið, hratt, akríllitir, lím, lakk, þykkt, þunnt,


23, nóvember – Mánudagur kl. 16-20 Stutt kynning á námskeiðinu og því sem á að gera. Veljum viðfangsefni, grunnum pappírinn og hefjumst handa.
25. nóvember – Miðvikudagur kl. 16-20
26. nóvember – Fimmtudagur kl. 16-21 Í lok tímans er stutt yfirferð og samvera á loftinu þar sem þátttakendur leggja með sér á borðið, mat og drykk og farið verður í nokkrar leiðir við frágang mynda.

Hressandi námskeið sem veitir góða innsýn inn í vinnuaðferð sem einfalt og gott er að grípa í. Með því að leggja upp með ákveðna fyrirmynd sem útgangspunkt og kennari leggur til er auðvelt að koma sér af stað og láta málaragleðina ná tökum á sér. Tilvalið að kynnast akríllitum á ferskan hátt með “malerí - ívafi “og nota ýmis efni sem verða kynnt til að prófa sig áfram.

Allt efni innifalið en gott að koma með pensla(nr. 8, 10 eða 12) og amk. 1 breiðan pensil(td. frá Söstrene grene) og krukku með loki.

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, Hafnarfjörður

Verð: 20.000 * Hægt að skipta greiðslu. 
Skráning á soffias@vortex.is 

No comments:

Post a Comment