Sunday, September 21, 2014

Borgir - New York í september V

Það er gjarnan talað um að New York sé Mekka myndlistar, enginn er listamaður með listamönnum nema hafa meikað það þar, og með því að fletta í gegnum listasíður á netinu mætti sannarlega ætla að svo sé.

Ég hef komið til New York nokkrum sinnum við ýmis tilefni. Aldrei hef ég þó alveg fundið "gallerí-æðina" góðu, sem svo margir hrósa og tala um. Ég hef leitað og spurt, en einhverra hluta vegna finnst mér ég aldrei ná að finna það sem máli skiptir eða snertir mig á einhvern hátt.
Aðkoma að galleríi í Chelsea
Ég tók einn dag sérstaklega í Chelsea hverfið 23, 24 og 25 stræti og þar í kring. Iðulega voru galleríin í stórum byggingum og merki niðri með nöfnum þeirra, lyftan upp frekar óþægileg og  maður þurfti að fara upp ýmsa ranghala. Svo voru þau yfirleitt tóm(ef þau voru aðgengileg) með myndum á veggjunum og upplýsingum á borði. Þar var enginn sem bauð góðan daginn eða var sjáanlegur að neinu leyti. Verkin sem ég sá á þessari galleríferð minni voru ekkert sérstök en kannski var ég bara eitthvað fúl og "lost". Amk. ætla ég ekki að gefast upp og í næstu ferð ætla ég að "taka þetta".

1 comment:

  1. Galleríin eru flest með sumarsýningar framm í otóber sem eru oft samsýningar og hálfgert sumarfrí. Svo eru galleríin í NÝny svolítið hátimbruð maður þarf sennilega að fá leiðsögn hjá einhverjum sem þekkir vel til og getur vísað manni í einhver lítil gallerí í úthverfunum,

    ReplyDelete