Eins og sannri dömu sæmir þá tók ég leigubíl á Guggenheim safnið. Leigubílstjórinn skildi engan veginn hvað ég sagði og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að finna bókina með nákvæmri adressu og þá var þetta ekkert mál. Safnið er opið til 7:45 á laugardagskvöldum og ég hélt að það væri kannski enginn þarna og ætlaði bara að æða beint inn úr leigubílnum. En þegar ég leit betur þá náði röðin langar leiðir inn í næstu götu. En ég lét mig hafa það og þetta tók fljótt af. Þarna voru algerlega frjáls framlög og strákurinn í miðasölunni tók af mér einn dollara og sagði að það væri fínt. Safnabyggingin sem opnaðu 1959 og hönnuð af risanum Frank Lloyd Wright er í sjálfu sér nóg, arkitektúrinn svo flottur að það er næstum of mikið að setja einhver verk þarna inn. Mannmergðin á safninu hafði aðeins af mér ánægjuna við að vera þarna og stigarnir milli hæða voru trampaðir af miklum ákafa meðan öll heimsins tungumál bergmáluðu. Þarna voru tvær sýningar í gangi.
Verk af sýningunni eftir Gabriel Orozca |
Annars vegar var sýning með samtímalist frá Suður- Ameríku "Under the same sun" sem hafði hljómað sem mjög áhugaverð og margir þekktir listamenn að sýna þarna. Kannski var það sú staðreynd að það var ekki nokkur leið að komast á milli verkanna sem gerði það að verkum að mér drepleiddist það sem ég sá, ekkert sem hreif mig eða gerði nokkuð fyrir mig. Kannski hefði ég þurft meiri tíma, kannski var ég pirruð á fólkinu þarna, kannski vantaði mig bara meiri upplýsingar um það sem ég var að sjá, kannski passar þessi sýning alls ekki í þetta rými. Svo er hæpið að sýna eitt verk eftir svo marga stóra saman, getur ekki orðið gott.
Verk eftir Gabriel Orozco(ekki á þessari sýningu) |
Hin sýningin Kandinsky before abstractaion sló mig hinsvegar alveg kalda. Þar var komin sýning með verkum Kandinsky frá árunum 1901-1911 m.a. svarthvítar dúkristur og litógrafíur og ætingar, lykilverk frá hans ferli frá upphafsárum hans í myndlist. Á þessum árum flutti hann frá Rússlandi til München og snéri sér alfarið að myndlist. Einfalt myndefni og skýrir fletir og dúkristur hans ótrúlega fallegar. Hefði ekki viljað missa af þessu.
Lykilerk eftir Wassily Kandinsky |
No comments:
Post a Comment