Tuesday, November 24, 2015

Annars staðar / Elsewhere - Sýning á nýjum verkum í Studio Stafni

Á fimmtudaginn milli 17 og 19 opna ég sýningu á nýjum verkum í Studio Stafn, Ingólfsstræti 8. Ég sýni þar dálítið aðra hlið á mér, en þó ekki því ég er jú alltaf að gera eitthvað til hliðar við mig. En hér má sjá mynd af undirbúningnum og eitt verka sýningarinnar. Ég sit sjálf yfir sýningunni um helgar milli 14 og 17 og sýningin stendur til sunnudagsins 13. desember.

Annars staðar / Elsewhere, 2015 -
Samklipp, akríl, lakk og blek á pappír.
Smá spökúlasjón...
Úr fréttatilkynningu:

Á köldum vetrardegi má fletta glanstímariti og skoða myndir af stöðum og lífi úti í heimi. Það kviknar löngun til að kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar! Lítil úrklippa af landslagi sem klippt er úr tímariti er límd tilviljunarkennt á pappír. Með því að mála yfir og tengja landslagið áfram og stækka verður upphaf að áður óþekktum stöðum.

Á tréplötu má sjá landslag og jafnvel mannverur ef grannt er skoðað. Með hverju lagi af málningu á tréplötuna breytist landslagið og mannverurnar ýmist hverfa eða koma í ljós eftir því hversu þykkt er málað og á. Það kviknar löngun til að kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar!



No comments:

Post a Comment