Annars staðar / Elsewhere, 2015 - Samklipp, akríl, lakk og blek á pappír. |
Smá spökúlasjón... |
Á köldum
vetrardegi má fletta glanstímariti og skoða myndir af stöðum og lífi úti í
heimi. Það kviknar löngun til að kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar!
Lítil úrklippa af landslagi sem klippt er úr tímariti er límd tilviljunarkennt
á pappír. Með því að mála yfir og tengja landslagið áfram og stækka verður
upphaf að áður óþekktum stöðum.
Á
tréplötu má sjá landslag og jafnvel mannverur ef grannt er skoðað. Með hverju
lagi af málningu á tréplötuna breytist landslagið og mannverurnar ýmist hverfa
eða koma í ljós eftir því hversu þykkt er málað og á. Það kviknar löngun til að
kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar!
No comments:
Post a Comment