The Artist
Myndlistin hefur líka þessa eiginleika og það hafa ýmsar tilraunir verið gerðar í gegnum tíðina til að "dramatísera" myndlistina. Í dag kannski með ýmsum gjörningum samanber verk Ragnars Kjartanssonar. En málarar fyrri alda voru líka uppteknir af því að færa eitthvað á svið og gengu sumir langt í því. John Martin, listamaður sem var uppi um 1800 er stundum sagður vera faðir kvikmyndarinnar og gríðarstór málverk hans af stórbrotnu landslagi, einskonar heimsendamálverk og hafa verið áhrifamikil á sínum tíma og voru lýst upp af gaslampa í tónleikasölum og leikhúsum. Hér eru tvö dæmi um stórbrotin verk hans sem hann sýndi 1812. Hann var sjálflærður og hefur verið miklum hæfileikum gæddur eins og sjá má. Þetta eru mjög stórar myndir.
John Martin |
John Martin |
Um þessar mundir er sýning á Kjarvlasstöðum með verkum Karenar Agnethe Þórarinsson sem gift var málaranum Sveini Þórarinssyni en hún fylgdi honum heim frá Danmörku og unnu þau bæði að myndlist sinni þó hún héldi ekki fyrstu einkasýningu sína hér fyrr en 1982. Í Bretlandi bjuggu á síðustu öld hjónin Ben Nicholson og eiginkona hans Barbara Hepworth. Njög ólíkir listamenn, en þó má finna ákveðna samsvörun í verkum þeirra. Þau bjuggu í St. Ives í Suður Englandi við sjóinn og má nærri geta hvað umhverfið hefur haft djúpstæð áhrif á verk þeirra. Þar er nú eitt Tate söfnunum og vona ég að maður eigi einhverntímann eftir að skoða það og fara á þessar slóðir.Þessi hvíttuðu verk Nicholson finnst mér afar heillandi og það er einnig áhugavert hvernig hann teiknar formin inn og notar blýjantinn.
Ben Nicholson |
Ben Nicohlson |
Barbara Hepworth
No comments:
Post a Comment