Sunday, February 5, 2012

Námskeið í febrúar og mars


Næsta helgarnámskeið í olíumálun á vinnustofunni minni verður 23. 25. og 26. febrúar.

23.2./fim 19:30-21:30 - Fyrirlestur, kynning. Farið í helstu atriði olíumálunar og það sem hafa ber í huga þegar við veljum okkur myndefni.
25./2 lau 10-15:30 - Málum í sal undir leiðsögn kennara. ( Stutt hádegishlé 12-12:30).
26/2 sun 10-15:30 - Málum í sal undir leiðsögn kennara. (Stutt hádegishlé 12-12:30).
Auk þess stuttur einkatími á vinnustofu(20 mínútur) í samráði við kennara þar sem leiðbeint er með framhald.

Allt efni á staðnum en mælt með að þú lærir á þína liti ef þú átt þá og komir með striga í þeirri stærð sem þú vilt mála á.

Hentar fyrir byrjendur og lengra komna. Farið í helstu grunnþætti olíumálunar svo sem litameðferð, íblöndunarefni, helstu aðferðir, tól og tæki. Áhersla á litla hópa og einstaklingsmiðaða kennslu.


Í mars fyrirhugað helgarnámskeið í olíumálun á óhefðbundin efni og styttri námskeið með vorinu.
Allar upplýsingar í s:8987425 eða á netfangið soffias@vortex.is


Málað úti á góðviðrisdegi á námskeiði í sumar
og auðvitað gott að fá sér dálítinn kaffisopa í sólinni.

Á þessu námskeiði var unnið með dýr
og það gerði hver með sínum hætti.

No comments:

Post a Comment