Sunday, November 19, 2017

Sýningar/Nóvember - Exhibitions/November



Um þessar mundir standa yfir tvær mjög ólíkar sýningar með verkum mínum. Skemmtilega ólíkar og staðirnir eins langt frá hvort öðrum og hægt er. / I'm in two very different shows this month that are as far from each other as possible. 
"Technology and Touch " í Gallery 688 Sutter í San Francisco er með verkum eftir 5 íslenska grafiklistamenn og 5 þarlenda grafíklistamenn. Sýningarstjórarnir, Carrie Ann Plank og Robynnn Smith heilluðust af Íslandi eftir að hafa sótt landið heim og fengu þá hugmynd að setja saman sýningu með snertiflötinn tækni/handgert og verð ég að segja að útkoman var áhugaverð. Galleríið á besta stað í borginni í grennd við "Galleríhverfið" og í tengslum við Academy of the Arts sem er einn af listaskólum borgarinnar. / An exhibition with icelandic and Bay Area Artists. Curators are Carrie Ann Plank and Robynn Smith but they wanted to put together interesting mix of artists from both countries. The Gallery is one of The Academy of the Arts galleries at Sutter near Geary Street that has many of the big Galleries in the city. 
Nokkrir sýnendur sýningarinnar "Touch and Technology"/
Some of the artists that were present for the opening.
It was hard to get us all in one picture.

Íslensku sýnendurnir ásamt áhangendum.
Hér vantar að sjálfsögðu undirritaða./
The icelandic exhibitors excluding myself of course.
Það var ekki leiðinlegt að ferðast svo um Kaliforníu og skoða það sem fyrir augu ber. Andstæður lita og náttúru, brjálaðar litasamsetningar og fyndin söfn og frábær listaverk en líka ýmsir yndisaukar sem læða sér með/Just love California. The diversity in color, nature, art and all the good things that come with it including wonderful friends and good food and wine.
Tyggjóveggur í San Louis Obispo
/Chewing gum wall in San Louis Obispo
Litasamsetningin klikkar ekki/Color combination


Monterey/17 mile drive 

Monterey/17 mile drive
Golden gate

Næstum eyðimörk/Almost desert
Það var svolítið kalt að lenda hér heima eftir góðar tvær vikur í Kaliforníublíðunni, skella svo slatta af málverkum í bílinn og keyra vestur á Snæfellsnes til að setja upp jólasýningu í Hvíta húsi. En mikið var það samt fallegt og tilkomumikið landslagið á leiðinni, notalegt að koma í hús og setja myndirnar upp í þessu hráa en skemmtilega rými. "Litla sjóbúðin" er líka með svo margt fallegt á boðstólum sem Elva Hreiðarsdóttir hefur handvalið og sett upp á skemmtilegan máta. Landnám....á eyjaslóðum?/It was cold in Iceland when we got back and it was a bit challenging to gather some paintings to put up for a christmas exhibition at Hvitahus in Snæfellsnes. But as always the driving was rewarding and great to be there in good company.
Ísland/On the road
Ísland/On the road
Hvíta hús er "Listamannahús" eins og áður hefur komið fram hér. Öllu jöfnu dvelja listamenn þar í mánuð í senn, þar er íbúð á efri hæð, en salur niðri í þessu fyrrum íshúsi. Umhverfið í Krossavík er tilkomumikið í grennd við Snæfellsjökul sem rammar húsið fallega inn. Á sumrin er rekið þar listgallerí og staðið fyrir námskeiðum. Nú er í fyrsta skipti þar jólasýning og gallerí. / Hvitahus is an artist residency for the most part of the year in this wonderful location by Snaefellsglacier and Krossavik harbour. In the summertime there is an art gallery and summer art courses run there by Elva Hreiðarsdottir an artist and owner of Hvitahus. This is the first time that there is a christmas exhibition and open Art Gallery.

Jólalegt í Hvíta húsi

Sérvaldir listmunir/Beautyful work

Skemmtilegt úrval/Nice collection

Eyjaslóðir...../Some paintings
Sýningin stendur yfir næstu þrjár helgar og það er óhætt að mæla með að líta við í Hvíta húsi sem ilmar af stemmingu og notalegheitum, auk þess má gjarnan mæla með veitingastaðnum "Viðvík" sem er í næsta húsi og býður upp á jólamat á aðventunni. /The exhibition and art gallery will be open next three weekends. Great athmosphere and I highly reccommend Viðvik restaurant that offers great Christmas Menu.  










 



Wednesday, September 20, 2017

Cold Wax Medium ofl.

Mér finnst gaman að vinna með ýmis efni í olímálun. Ég nota íblöndunarefni til að þynna litinn, terpentína(til að þynna litinn og matta) og línolía(þynnir líka litinn en eykur líka gljáann og hægir á þurrkun auk þess sem gaman er að vinna myndir þannig lag fyrir lag. Ég nota líka gjarnan Liquin Original sem eykur gljáa og flýtir fyrir þurrkun. Ég get blandað þessum efnum saman við olíulitina og unnið með þau á striga og tréplötur sem ég geri gjarnan. Þegar ég vil ná ákveðnum áhrifum fram í myndunum nota ég"Cold Wax medium" frá Gamblin fyrirtækinu sem er bandarískt og framleiðir gæða liti sem ég nota einnig mikið. Það er auðvitað hægt að nota vaxið með öllum tegundum af olíulitum en eins og oft er það spurning um hvað maður er að mála.  Hér má sjá allt um Gamblin Cold Wax medium
Þessi mynd eftir mig er máluð á tréplötu með oliulit og vaxi og ég teikna á plötuna með viðarkolum. 
I paint on woodplate with oilcolor and coldwax. I also draw the images with charcoal before I start. 

I like to work with different methods in oil painting. I use odorless Turpentine to thin the paint,and make it matt, Linseed Oil to thin it as well but also to be able to work in layers and have the color glossy. I also use Liquin Original to speed the dryness, have some structure and make the painting more shiny. I can use these materials on woodplate and on canvas. When I want to get specific affects I use Gamblin's Cold Wax Medium in the oil color and mix it on the palette with a palette knife before applying to the surface. Gamblin colors are also great though you can also use the cold wax with other brands without problem. It all depends on what you are painting.
Brottför III, 2013, Olía og coldwax á tréplötu/Oil and wax on woodplate in a woodframe. 
Rauður undirlitur og sandpappír til að "teikna með" og ná fram ákveðinni áferð.
/Red undertone and sandpaper to "draw with" to get a certain look that I seek.

Til að nota cold wax medium og vax yfirleitt verður að mála á tréplötur því það verður að vera hart undirlag. Ég nota nánast eingöngu birkikrossvið sem ég læt saga fyrir mig í réttar stærðir í BYKO. Ég vel tréplöturnar sérstaklega því ég vil hafa þær með karakter og jafnvel með að kvistarnir sjáist, stundum vel ég plöturnar út frá því hvað þær eru fínlegar.

Ég teiknaði fyrst með viðarkolum á hvítgrunnaða tréplötu og byggði litinn upp með olíulit og vaxi og náði áferðinni með því að skafa litinn í burtu, pússa litinn niður, láta þorna á milli og mála svo þunnt yfir. / I used charcoal to draw the landscape on a primed woodplate then used oil and cold wax and thin layers of paint.
To use cold wax medium you have to have solid underground. I use birch-plywood that I prime several times on both sides. The thickness of the plates varies as does the structure of the grains on the plate. It gives character to my work that I like.
Þykkur vandaður pappír getur virkað vel til að vinna með olíliti og vax.
Thick paper can work well for oil color and cold wax.

Monday, September 18, 2017

Uppgötvanir/Discoveries

Ég hef verið töluvert á ferðinni í sumar og hef þá tekið ljósmyndir á ferð út um bílrúðuna(þegar eiginmaðurinn keyrir sko)horft ofan í svörðinn á gönguferðum í náttúrunni, horft á grænu litina í grasinu og reynt að skrásetja þá í kollinum, en líka á pappír. Það er ótal margt er að sjá í náttúrunni, litir, sólarlag, veður, áferð, ljós, skuggar og ýmsar leiðir til að koma því til skila og skapa sjálfstæð verk innblásin af náttúrunni.
Hér eru það sjóndeildarhringurinn/
The Horizon
Sjóndeildarhringurinn er tilkomumikill/
The Horizon is powerful 
I have been on the road this summer and have photographed out of the car window, various scenes(when my husband is driving of course). I have also on my walks looked down to different forms of nature, tried to capture the green colours on paper but also in my mind. There are various ways to see nature and what is it that we focus on? Colours, sunsets, light, shadow, weather, different textures and structures in nature open up your creative mind to get it down on independent work inspired by what you see and feel.  
Horft niður, formin í steinunum eru mismunandi/
Looking down, enjoying every shape on the rocks.
Að liggja í grasinu og horfa upp í himininn/
Laying in the grass looking up to the sky

Listamenn og listaverk geta opnað manni sýn á náttúruna og jafnvel bent á það sem við sjáum ekki í fljótu bragði, eða það sem ljósmyndin fangar ekki. Litir og áferð skipta máli í uppbyggingu mynda en einnig þínar eigin athuganir á náttúrunni og það sem þú skráir er líka mikilvægt því það er þín persónulega sýn.

Hér er leitast við að skrásetja litina í náttúrunni og koma þeim á pappír.
Mismunandi grænir litir í grasinu, bláir litir himinsins./
Getting the colors in nature on the paper with oil colors.
Various greens and blues mixed with white.
Artists and artwork can open up new view on nature and even point out what you don't see or the photograph doesn't capture. Your own discoveries on nature are also important since it is then personal and has a meaning.
Texti sóttur í sýninguna "Lykilverk Kjarvals" á Kjarvalsstöðum.
Þar má sjá mörg stórfengleg verk meistarans sem hættir aldrei að koma manni á óvart./
Text from an exhibition of Kjarvals work, our great painter that used to go out in nature to paint.   
Kjarvalsstaðir er með frábærar sýningar um þessa dagana, Lykilverk Kjarvals og stór sýning með verkum Louisu Matthíasdóttur. Það er gaman að bera þessa tvo listamenn saman, Kjarval sem bjó á Íslandi og vann myrkranna á milli við að skapa listaverk úti í náttúrunni en líka inni á vinnustofunni, og svo Louisa Matthíasdóttir sem bjó næstum allt sitt fullorðinslíf í New York fjarri Íslandi, en með hreinum litum og þunnri áferð náði hún að fanga náttúrustemmingu sem gæti virst einföld en í þeim einfaldleika felst einmitt snilldin. 
Eitt verka Louisu Matthíasdóttur/
Louisa Matthíasdóttir's painting
Það eru ýmsar leiðir til að uppgötva eitthvað nýtt þegar kemur að sköpun. Maður fer á nýja staði, maður velur aðra liti, önnur áhöld eða maður skoðar einhvern listamann til hlítar. Svo sækir maður sér kannski nýjar þekkingu, fer á námskeið eða horfir á myndbönd/There are different ways to discover something new when it comes to creativity in art. New places, different colors and various tools can change your way of working. An artist that you look into can also be helpful in terms of new discoveries. A new technique, a course or workshop and videos/films that you look into can also make a difference. 
Allir heimsins litir/Color Range
Ýmis tól og tæki/Different tools
Ég sótti afar skemmtilegt, gefandi námskeið að Bæ í Skagafirði í síðustu viku ásamt þátttakendum frá ýmsum heimhornum og auðvitað frá Íslandi líka. Umhverfið í Skagafirði er ákaflega tilkomumikið, aðstaðan alveg frábær og kennarinn Janice Mason Stevens lagði inn mörg gullkornin sem maður á eftir að vinna úr. Hér má sjá blogsíðuna hennar: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ Það var ákaflega hressandi að vera nemandi, þurfa að hlíta fyrirmælum og gera verkefni. Maður fer út fyrir þægindarammann og þetta frískar upp á heilann. Hlakka til að fara á vinnustofuna og halda áfram þar sem frá var horfið. Hlakka líka til að hitta nýjan hóp á námskeiði í Hvítahúsi um næstu helgi þar sem við ætlum að fara "undir yfirborðið" með ýmsum leiðum. 
Atlantshafið/Atlantic ocean
I took a great workshop at Bær in Skagafjörður with Janice Mason Stevens. You can look at her blog here: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ It was very refreshing to be a student and have to do assignments, you go out of your comfort zone and it freshens up your brain. Look forward to go to the studio and keep on. I also look forward to meet new group at a workshop in Hvitahus Snæfellsnes where we will go "under the surface" with different methods.
Skagafjörður



Tuesday, August 1, 2017

Sumarsýningar

Það er gaman að skoða myndlist og myndlisarsýningar á sumrin. Um þessar mundir eru óvenju margar sýningar í gangi á höfuborgarsvæðinu sem áhugavert er að skoða í samhengi við hver aðra. Náttúra, landslag og náttúruskoðun er brunnur sem hægt er að sækja innblástur til og kemur við sögu á þeim sýningum sem ég vil hér draga fram/ Several interesting exhibitions have been and some are still up or just opened in Reykjavík this summer.
Fjallið Hekla á sumarnóttu fyrir stuttu/
Mountain Hekla a summernights dream
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur Bleikur sandur  í Gallerí Gróttu https://www.facebook.com/GalleriGrotta sem ég sá í júní sl. byggir á upplifun hennar á náttúru og landslagi í nágrenni sumarhúss hennar þar sem hún er með vinnustofu, en hún sýnir málverk unnin á undanförnum tveimur árum. Þessar myndir eru teknar af Facebooksíðu hennar og sýna verkin sjálf, umhverfið sem þau eru sprottin úr og texta sem fylgdi með og segir það sem segja þarf. Sýningunni lauk 16. júní. / I saw Aðalheiður Valgeirsdóttir's paintings in her exhibition Bleikur sandur/Pink sand Gallery Grótta in Seltjarnarnes earlier this summer. She has a studio on the country side in Southern part of Iceland and it influences her work. Wonderful colors and powerful work.
Málverk Aðalheiðar/Some of Aðalheiður's paintings

Ljómynd úr sveitinni/A photograph of her studio

Texti sem fylgir sýningunni/
A text about her work that adresses the way nature and this place has on her work
Í Nesstofu, lækningaminjasafni Seltjarnarness má sjá sýninguna LIST officinalis samsýningu 8 listamanna, en sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sem eru í samtali við urtagarðinn í Nesi. Verkin eru ólík, en það má glögglega sjá hvaðan innblásturinn kemur og verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eru þar ekki undanskilin með marglitu blómahafi. En ég get mér þess til að vera hennar og ferðamennska á fjöllum og úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á úrvinnslu og val á myndefni. Málverk Eggerts Péturssonar innblásið af verki Muggs Sjöundi dagur í Paradís er áhrifamikið þó það sé ekki stórt. Blóm, lækningajurtir og fallegt umhverfi Nesstofu er heillandi. Sýningin er opin í allt sumar. Myndir eru teknar af facbooksíðu Rósu./ An exhibtion at Nesstofa LIST officinalis a group show in connection with the herb garden at Nesstofa.
Boðskort sýningarinnar LIST offiicinalis/Invite

Blómaverk Rósu Sigrúnar í vinnslu/
Rósa Sigrún's work in the making

Blómaverk Rósu Sigrúnar á vegg/On the wall
Í Náttúrusafni Kópavog  http://www.natkop.is/  er Guðbjörg Lind Jónsdóttir með sýninguna Fyrirbæri og hefur þar samtal lista og vísinda. Ég er ekki búin að sjá sýninguna en hlakka sannarlega til að skoða hana/ In Kopavogur Natural History Museum yoou can see Guðbjörg Lind artwork. A wonderful artist and painter in conversation with science this time.
Grein úr Morgunblaðinu 
Verk Guðbjargar Lindar af sýningunni Fyrirbæri


Það eru fleiri sýningar í höfuðborginni og úti á landi sem ég vonast til að sjá svo sem stór yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. Í Grafíksalnum sýnir Björg Örvar-Haltu á mér hita og opnaði um síðustu helgi sem ég hlakka mikið til að sjá auk samsýningarinnar A17 í Listasafni Reykjanesshttp://listasafn.reykjanesbaer.is/a17-3  þar sem teflt er saman hópi abstraktlistamanna af yngri kynslóðinni sem ég hlakka til að sjá. / There are several other interesting exhibitions that I can't wait to see. But I can also easily just enjoy life in icelandic nature during those summer months.









Tuesday, June 6, 2017

Námskeið Hvíta hús sumar 2017/Workshops Hvíta hús summer 2017

Snæfellsjökull/Horft út um dyrnar í Hvíta húsi
Eins og áður verð ég með einhver námskeið í sumar og að þessu sinni ætla ég að vera með tvö námskeið í Hvíta húsi á Snæfellsnesi en Elva Hreiðarsdóttir vinkona mín hefur nýverið fest kaup á því og ætlar auk hefðbundinnar "listamannadvalar" að bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og sumarið verður vel nýtt. Ég hef áður dvalið í Hvíta húsi og unnið að sýningum og verkum og get fullyrt að þetta er einstakur staður og gaman verður að bjóða upp á námskeið þar. Sjá meira um staðinn hér: http://www.hvitahus.is/


I will have a a few painting courses/workshops this summer at Hvíta hús in Snæfellsnes. It is a spectacular place and I have stayed there a few times as an artist in residence. Elva Hreiðarsdóttir, a good friend of mine and fellow artist recently bought it and now runs it along with her husband Halldór. http://www.hvitahus.is/

Fuglaverkefni(frá námskeiði)

Ýmsar leiðir til að skoða fugla - Mynd frá námskeiði

Í fyrsta skipti ætla ég að prófa að vera með námskeið fyrir unglinga/ungmenni og hlakka til að vinna með fugla og "fönn" þar sem við skoðum ýmsa skrýtna fugla, látum ímyndunaraflið ráða, notum skæra liti og grunnum pappírinn og spreyjum. Spreytum okkur svo á fuglum sem viðfangsefni og áhersla á að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og hafa gaman að, frekar en að nálgast verkin með alvarleika og raunsæi.

I will offer a short course workshop for teenagers/young people at Hvíta hús called "Birds & fun". We will work with bright colors on big sheets of paper working with acrylics and paint spray. Looking at birds but also having fun and let the imagination take over. 


Hvíta hús – Snæfellsnes
Fuglar og “fönn”
28.-29.6.(miðvikudag og fimmtudag kl. 17-21)
Námskeið í málun fyrir unglinga
Málað á stórar pappírsarkir
Akríllitir, stórir penslar og sprey
Allt efni innifalið.

Þátttakendur:10

-->
Verð: 20.000

Stórfengleg sýn
Koladuft, kol, litaduft, stórir penslar


Undir yfirborðið
er helgarnámskeið/workshop sem haldin verður 22.-24. september og er fyrir lengra komna í málun og þá sem hafa einhverja reynslu af að vinna sjálfstætt. Á námskeiðinu förum við svolítið undir yfirborð hlutanna, skoðum uppbyggingu mynda, grunna, skissuvinnu og hraðskissur með nýjum efnum. Skoðum valda listamenn og verk þeirra/úrvinnslu og ýmislegt ítarefni fylgir námskeiðinu. Sækjum viðfangsefnið úr grenndinni, sjórinn, fjaran, landslagið, sjónadeildarhringurinn. Allt efni er innifalið, en gisting og matur er á eigin kostnað en skipulagt betur þegar nær dregur.




´"Under the surface" - A workshop for advanced painters at Hvíta húsið 22.-24th of September. We work with charcoal, coldwax mediom, acrylic, Ink and Oil paint on wood plate, painting board and paper. Limited painting palette, black, brown, blue and white. With simple methods and iby sketching and working on nteresting mix of material we work with nature and landscape near by.  We look at selected artists and their work. All material is included but accommodation and board is not included though that will be organized with the participants.  


Hvíta hús – Snæfellsnes

-->

Undir yfirborðinu
Námskeið fyrir lengra komna
Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, bleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír.
Litaval takmarkast við svartan, bláan, brúnan og hvítan.

Föstudagur 22.9. kl.17-21
Skissað og skoðað í nánasta umhverfi. Notum hvítt gezzo á “painting board” og skissum með kolum. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).

Laugardagur 23.9. kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.

Sunnudagur 24.9. kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Allt efni, kaffi, te, kaka og ávextir.
Verð: 70.000

Gisting, matur, ferðir og uppihald er sér og á ábyrgð þátttakenda. Staðfestingargjald 10.000 krónur sem greitt er við skráningu. Nánari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425.