Mér finnst gaman að vinna með ýmis efni í olímálun. Ég nota íblöndunarefni til að þynna litinn, terpentína(til að þynna litinn og matta) og línolía(þynnir líka litinn en eykur líka gljáann og hægir á þurrkun auk þess sem gaman er að vinna myndir þannig lag fyrir lag. Ég nota líka gjarnan Liquin Original sem eykur gljáa og flýtir fyrir þurrkun. Ég get blandað þessum efnum saman við olíulitina og unnið með þau á striga og tréplötur sem ég geri gjarnan. Þegar ég vil ná ákveðnum áhrifum fram í myndunum nota ég"Cold Wax medium" frá Gamblin fyrirtækinu sem er bandarískt og framleiðir gæða liti sem ég nota einnig mikið. Það er auðvitað hægt að nota vaxið með öllum tegundum af olíulitum en eins og oft er það spurning um hvað maður er að mála. Hér má sjá allt um Gamblin Cold Wax medium
I like to work with different methods in oil painting. I use odorless Turpentine to thin the paint,and make it matt, Linseed Oil to thin it as well but also to be able to work in layers and have the color glossy. I also use Liquin Original to speed the dryness, have some structure and make the painting more shiny. I can use these materials on woodplate and on canvas. When I want to get specific affects I use Gamblin's Cold Wax Medium in the oil color and mix it on the palette with a palette knife before applying to the surface. Gamblin colors are also great though you can also use the cold wax with other brands without problem. It all depends on what you are painting.
Til að nota cold wax medium og vax yfirleitt verður að mála á tréplötur því það verður að vera hart undirlag. Ég nota nánast eingöngu birkikrossvið sem ég læt saga fyrir mig í réttar stærðir í BYKO. Ég vel tréplöturnar sérstaklega því ég vil hafa þær með karakter og jafnvel með að kvistarnir sjáist, stundum vel ég plöturnar út frá því hvað þær eru fínlegar.
To use cold wax medium you have to have solid underground. I use birch-plywood that I prime several times on both sides. The thickness of the plates varies as does the structure of the grains on the plate. It gives character to my work that I like.
Þykkur vandaður pappír getur virkað vel til að vinna með olíliti og vax. Thick paper can work well for oil color and cold wax. |
No comments:
Post a Comment